Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Alltaf eitthvað nýtt, nú eru samtök fjármálafyrirtækja farin að skipta sér af götuljósalýsingu !
Laugardagur, 5. desember 2009
"Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör í rokk ...... " segir í öfugmælavísuunum, og það að sjá slíka yfirlýsingu frá samtökum fjármálafyrirtækja í landinu, hlýtur að kalla á það að vita hver stendur bak víð slika yfirlýsingu og hvort það gæti verið að hið pólítíska litróf hafi þar eitthvað komið við sögu hugsanlega.
Yfirlýsing þess efnis að slík samtök fögnuðu endurskipulagningu á fjármálaumhverfi hefði eitthvað verið nær viðfangsefninu, samkvæmt heiti samtakanna, en afskipti af magni götulýsingar.
kv.Guðrún María.
Segja sparnað í lýsingu skapa hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Önnur mál en fjármálagerningar í útlöndum til umræðu í þinginu.
Laugardagur, 5. desember 2009
Það verður að teljast afar ánægjulegt að innanlandsmál skuli fá brautargengi til umræðu á hinu háa Alþingi, ekki hvað síst í ljósi þess að umræða um þetta eina mál var í allt sumar.
Hafi stjórnarandstaða í landinu áorkað slíkri framþróun þá ber að þakka það atriði.
kv.Guðrún María.
Samþykkt að ræða önnur mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sannleikurinn er sagna bestur.
Laugardagur, 5. desember 2009
Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum stjórnarþingmenn hafa ekki getað tekið þátt í umræðu um icsave á Alþingi, því annars vegar verður ekki hægt að kvarta um málþóf, meðan menn gera ekki svo mikið að taka þátt í umræðu um mál þetta.
Þar er nefnilega um að ræða all sérkennilegt lýðræði, hversu mjög og hversu mikið sem sitjandi valdhöfum þykir henta að keyra mál þetta í gegn.
kv.Guðrún María.
Gagnrýnir viðbrögð Steingríms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Laugardagur, 5. desember 2009
Það líður að jólum, og ætíð reikar hugurinn í bernskuna á þessum tíma árs, þegar verið var að reykja hangikjötið í torfkofa og kynda upp með heymoði í taðinu.
Mér fannst afskaplega spennandi að fara með pabba í kofann og skoða kjötið frá degi til dags, en var yfirleitt fljót út þegar búið var að kveikja í moðinu og kofinn fylltist af reyk.
Heimareykt hangikjöt var hluti af jólunum, lengi vel ásamt epla og appelsínukassa sitt hverjum, og óteljandi smákökusortum sem bættust við hinn vikulega heimabakstur sem móðir mín töfraði fram úr handraðanum.
Dulúðin yfir komu jólasveina af fjöllum, sveif yfir vötnum, og vitund um tilvist jólakattarins var snemma fyrir hendi vegna lesáhuga um allt er jólum tilheyrði og finna mátti í frásögnum.
Síðar á ævinni fannst mér jólakötturinn full ógnvekjandi til aflestrar fyrir leikskólabörn sem ég vann með þá, alltént frásögnin í bókinni " Jólin koma " .
Ég ólst ekki upp við það að setja skóinn út í glugga við komu jólasveinanna, en síðar mátti ég auðvitað gjöra svo vel að taka þann sið í notkun til handa mínu eigin barni í samræmi við tíðarandann.
Sem barni fannst mér samt ögn afstætt að Grýla þessi scary týpa, væri mamma sveina er komu færandi gjafir af fjöllum, og vangavelturnar heilmiklar í þessu efni, en Grýla hafði stundum verið nefnd í sambandi við meinta óþekkt hér og þar.
Friður jólanna er færðist yfir á aðfangadagskvöld, hefur hins vegar álíka upplifun í barnsminningunni og hann er nú í dag, yndislegur friður eftir amstur þennan síðasta mánuð ársins.
kv.Guðrún María.
Löngu tímabært þjóðþrifamál, til hamingju flutningsmenn.
Föstudagur, 4. desember 2009
Það er afar ánægjulegt að sjá að tveir Framsóknarmenn ásamt þingmanni Hreyfingarinnar og Samfylkingar eru flutningsmenn þessa frumvarps um starfssemi lífeyrissjóðanna en ekki hefur tekist að fá þingheim til þess að endurskoða starfssemina í áraraðir svo furðu sætir.
Löngu er tímabært að endurskoða þá aðferðafræði sem viðgengist hefur og ég hefi oft kallað afdalalýðræði, þar sem áhrif hins almenna sjóðfélaga eru lítil sem engin, þrátt fyrir lögbundna innheimtu fjármuna af launum í sjóðina.
Hafið heiður og þökk fyrir að flytja þetta frumvarp.
kv.Guðrún María.
Vilja tryggja aukið eftirlit með lífeyrissjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lög um ábyrgð einnar þjóðar á skuldum einkabanka erlendis eiga EKKI erindi á Alþingi Íslendinga.
Fimmtudagur, 3. desember 2009
Það er með ólíkindum að núverandi valdhafar Vinstri Stjórnar í landinu skuli hafa látið sér detta það í hug að leiða í lög ábyrgð íslensku þjóðarinnar á skuldum einkabankaþjónustu erlendis, og afleiðingum við bankahrun.
Því til viðbótar er sú hin sama stjórn nú þegar búin að útbúa alls konar álögur á landsmenn sem hver einasti maður getur sagt sér að eitt þjóðfélag stendur ekki undir til framtíðar litið, við þær aðstæður sem uppi eru alveg sama hvort um er að ræða heimili eða fyrirtæki.
Fyrir það fyrsta var ekki verið að einkavæða banka úr eigu ríkis, nema til þess að þeir hinir sömu bæru ábyrgð á eigin gjörðum og yfirfærsla þeirrar hinnar sömu ábyrgðar á þjóðina í heild alfarið út úr korti alveg sama hvernig á það er litið.
Í öðru lagi er það einnig út úr kú að Íslendingar einir þjóða taki fallið af ónýtu regluverki Evrópusambandsins við bankahrun á alþjóðlegum mörkuðum.
Aðildarumsókn Íslands að sambandinu við þessar aðstæður er eitt það heimskulegasta sem átt hefur sér stað á stjórnmálasviðinu undanfarna áratugi og toppar mestu stjórnmálalegustu mistök síðustu aldar sem var kvótaframsalið.
kv.Guðrún María.
Eftirfylgni laga hér á landi og lagasetning.
Fimmtudagur, 3. desember 2009
Alls konar atriði eru leidd í lög frá Alþingi, og ef eitthvað er höfum við allt of mikið flóð af alls konar lögum er rekast hvert á annars horn, án þess þó að slíkt marki í heild ramma sem nauðsynlegur er því sífelldar breytingar á þeim hinum sömu lögum eru árlegt fyrirbæri.
Framkvæmd laga er síðan annar kapítuli þar sem lög kveða oft á um alls konar möguleika til þess að setja reglugerðir og heimildir hér og þar um hitt og þetta.
Með öðrum orðum málamiðlanatilhneigingin við lagasetningu hefur náð nýjum hæðum á undanförnum áratugum hér á landi, þar sem loðið orðaval hefur gert túklun afar víðtæka.
Í stað þess að hið háa Alþingi hafi ígrundað þau lög sem sett hafa verið og framkvæmd þeirra af sjálfsdáðum hafa hinir ýmsu hagsmunaaðilar hér og þar verið þeir aðilar sem komið hafa að tillögum um breytingar til baka um sett lög og þingmenn hafa hlaupið eftir eins og ég fæ best séð.
Þetta hefur ekki verið til þess fallið að auka virðingu löggjafans að mínu viti, nema síður sé.
Mun nær væri að taka eitt þing í það að skoða gildandi lög og framkvæmd þeirra, og taka úr notkun lög og samræma við önnur gildandi lög um sama efni og minnka flókindi og verkefni dómstóla hvers konar eðli máls samkvæmt.
Allt þetta tilstand kostar nefnilega fjármuni og ein lagabreyting getur orsakað svo og svo miklar kröfur hér og þar um hitt og þetta af hálfu einhvers í garð annars, á einhvern veginn, sem telur sig hafa misst spón úr aski sínum, vegna þessa.
Hvers konar réttarbætur sem menn telja sig ná fram með því að leiða hitt eða þetta í lög sem engin eftirfylgni er við, í framkvæmd mála eru ólög.
með lögum skal land byggja en ólögum eyða.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er nú aumlegasta ræða sem ég hefi heyrt.....
Fimmtudagur, 3. desember 2009
Eitt er að vera í stjórn og taka gagnrýni og annað að vera í því hlutverki að bera slíkt fram sjálfur, sí og æ líkt og Steingrímur er manna þekktastur fyrir á þingi.
Það er því óhjákvæmilega nokkuð skondið að sjá hann kveinka sér undan stjórnarandstöðu.
kv.Guðrún María.
Yndislega ótrúlega ómerkilegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bjánaleg aðferðafræði flokksins VG sem er í ríkisstjórn.
Miðvikudagur, 2. desember 2009
Ef ungir vinstri grænir eru ósáttir um framkvæmd mála þá er að leita hófanna í heimahúsum því svo vill til að Vinstri Grænir sitja við ríkisstjórnarborðið og ættu þar með að hafa áhrif á þróun mála hvers konar.
Svona loddaraháttur virðist hins vegar eins konar tíska um þessar mundir og flokkast undir tækifærismennsku þeirra er ekki vilja kannast við það að taka ákvarðanir sem eru óvinsælar til handa ákveðnum hópum, og reyna að standa og sitja beggja vegna borðs.
kv.Guðrún María.
Ung vinstri græn mótmæla skerðingu fæðingarorlofs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna er neyðin svo mikil ?
Miðvikudagur, 2. desember 2009
Mín skýring er sú að svokallað góðæri hafi í raun innihaldið tilfærslu auðs, þar sem þeir ríku urðu ríkari og hinir fátæku fátækari og nægir þar að nefna lágmarkslaun í landinu og frystingu skattleysismarka á sínum tíma, án þess þó að umsvif hins opinbera hafi minnkað svo nokkru næmi.
Bætur almannatrygginga tóku mið af hinum lúsarlegum láglaunatöxtum sem voru ávöxtur samninga verkalýðshreyfingar sem hafði og hefur enn með lifeyrissjóði að sýsla sem aftur fjárfest hafa í fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði sem aftur þurfa að semja um laun á vinnumarkaði.
Stjórnmálamenn gengu um með bundið fyrir augun gagnvart ástandinu frá vinstri til hægri og gera enn enda laun alþingismanna fimmföld að minnsta kosti miðað við laun verkamannsins.
Allir vildu þeir ganga rauða dregilinn þar sem magn peninga í fyrirtækjum var að finna, nógu mikið, meðan hluti almennings vann fyrir göngunni og greiddi ofurskatta af lúsarlaunum til þess arna.
Loftbólupeningar flæddu um þjóðfélagið tilkomnir af lagasetningu um kvótaframsal í fiskveiðum hér á landi sem kallað var góðæri og bankar og fjármálastofnair hófu að veðsetja fram og til baka að eigin sjálfdæmi afar skringilegs fjármálavits.
Sú er þetta ritar starfar með Fjölskylduhjálp Íslands við úthlutun matvæla hvern miðvikudag og hefur gert í um það bil tvö ár, og veit að neyð í okkar landi er of mikil, því miður.
kv.Guðrún María.
Neyðin mikil í samfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |