Hvað veldur þvi að áhugamenn um Evrópusambandsaðild vilja flestir að þjóðin borgi icesave ?

Það er ótrúlegt að hlusta á þá er aðhyllast aðild að Evrópusambandinu, því svo vill til að þeir hinir sömu telja það sjálfsagt að þjóðin borgi icesave tryggingar í Evrópulöndum, sem tilkomnar eru af fjármálastarfssemi einkabanka sem þjóðin stjórnaði ekki.

Dag eftir dag hlustar maður á menn sem þekktir eru fyrir áhuga sinn á aðild að sambandinu tjá sig um það að við Íslendingar " þurfum að borga " og eru þar með í raun búinir að uppáskrifa að öll þróun fjármálastarfssemi hérlendis sem erlendis skuli     bara      á ábyrgð íslensku  þjóðarinnar, ekkert sé sjálfsagðara en senda henni reikninginn.

Slíkur málflutningur er með ólíkindum og ber vott flokksræðisundirlægjuháttar, gagnvart stefnu stjórnmálaflokka er hafa málið á dagskrá sem og þeirra sem sjá ár sinni betur fyrir borð komið inna dyra í Evrópusambandinu en utan þess, að einhverjum hluta til.

ER ekki komið að því að hrópa þurfi eftir hyggindum er lúta að þjóðarhagsmunum í heild ?

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband