Hvers vegna ætti fólk að taka þátt í stjórnmálum ?

Jú til þess að reyna að hafa áhrif á þróun síns samfélags, vegna þess að það er miklu verra að koma eftir dúk og disk og reyna að breyta orðnum hlut.  

Um tíma var því spáð að hér á landi yrði til tveggja flokka kerfi til hægri og vinstri en það taldi sú er þetta ritar sig vita að það yrði ekki raunin. Það hefur gengið eftir.   Hinn aldagamli fjórflokkur er enn til staðar, sem einhvern tímann flokkaðist sem íhald, framsókn, kratar og kommar, og ekki tókst að koma saman þeim sjónarmiðum sem þarna greindi á milli.   Því til viðbótar hafa flokkar með séráherslu á sérstök mál, einnig náð brautargengi manna á þing, eða stimplað síg út af þingi, gegnum tíð og tíma, allt eftir því hve vel hefur náðst að vinna málum brautargengi í sátt og samlyndi því ekkert elska Íslendingar meira en deilur og erjur um keisarans skegg sem oft hefur orðið flokkum sem þessum að aldurtila.

Endurnýjun innan stjórnmálaflokkanna gegnum tíðina hefur sannarlega verið mismikil, en  endurnýjun er nauðsynleg á hverjum tíma, þó í hófi. Eftir hinar miklu hremmingar í efnahagslífinu hér á landi hafði einn stjórnmálaflokkur vit á því að endurnýja innan sinna raða og sá flokkur er Framsóknarflokkurinn, aðrir flokkar töldu sig ekki þurfa á naflaskoðun að halda í kjölfar hrunsins að virtist sem heitið gat.

Sá hinn sami flokkur hefur reynst hvað öflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn nú á Alþingi, gagnvart varðstöðu um efnahagslega framtíð Íslendinga og baráttu gegn icesaveskuldaklafanum sem stjórnvöld hyggjast leiða yfir þjóðina.

Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í stjórnmálastarfi og mæli þar með Framsóknarflokknum þar sem skilvirkt stjórnkerfi og lýðræðislegar aðferðir eru viðhafðar, sem er annað en ég hefi kynnst áður á öðrum vettvangi innan stjórnmálanna.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðan pistil,

Það er löngu orðið tímabært að hvetja fólk til að leggja sitt af mörkum í stjórnmálum. Hægri og vinstri pólitík er orðið löngu liðin tíð og því mikilvægt að fólk myndi sínar eigin skoðanir og hugmyndir í þessum málum :)

 Við eigum öll að láta í okkur heyra, hvort sem við erum sérfræðimenntuð á sviði stjórnmála eða ekki.... allar okkar raddir skipta máli ...

Kveðja, Viskan

Viskan (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband