Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Skiljanleg ákvörðun.

Því miður virtist sem Guðmundur hefði hreinlega tapað sér þegar Gunnar Tómasson var í viðtali fyrst á Útvarpi Sögu varðandi icesavemálið, þar sem sá sami viðhafði bölv og ragn um skoðanir Gunnars og það að honum leyfðist að koma þeim á framfæri, líkt og hann sjálfur hefði " einkaleyfi til að tala á Útvarpi Sögu ".

Það að menn þurfi að vera bölvandi og ragnandi ekki hvað síst fræðimenn er all sérkennilegt og ég skil vel að stjórnendur Útvarps Sögu hafi ákveðið að skipta um menn.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefndir og ráð á vegum landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneytis VG.

Það lá við að ég félli í yfirlið við þennan lestur.

"

Dýralæknaráð

Erfðanefnd landbúnaðarins

Faghópur sérfræðinga um rannsókn á íslenska kúastofninum

Fiskræktarsjóður

Fisksjúkdómanefnd

Fjareftirlitsnefndin

Framkvæmdanefnd búvörusamninga

Málskotsnefnd

Markanefnd

Matsnefnd um lax- og silungsveiði

Nefnd sem leggur mat á þá áhættu sem nautgripum á Íslandi er búin vegna þeirrar garnaveiki sem er í landinu.

Nefnd til að endurskoða rg. 638/1997 um bólusetningu sauðfjár og geitfjár til varnar garnaveiki

Nefnd til að gera tillögur með hvaða hætti tryggt verði að við uppgjör aflahlutar sé ekki tekið tillit til kaupa á aflaheimildum

Nefnd um Landnýtingu

Nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis

Nefnd um stefnumótun í samræmi við lög um landshlutaverkefni í skógrækt

Nefnd um umsjón aðgerða vegna rekstrarvanda loðdýraræktarinnar

Nefnd um úthlutun þróunarfjárframlags til hrossaræktarinnar

Ráðgefandi hópur um veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda og ástand í lífríki sjávar

Ráðgjafanefnd Hafrannsóknastofnunarinnar

Ráðgjafanefnd um heimavinnslu og sölu landbúnaðarafurða

Ráðgjafanefnd um málefni er snerta útflutning hrossa

Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara

Samráðshópur um kræklingarækt

Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila í sjávarútvegi

Samráðsnefnd um framkvæmd laga um lax- og silungsveiði

Starfsfræðslunefnd

Starfshópur til að vinna að áætlun um hvernig staðið verði að eflingu kornræktar á Íslandi

Starfshópur til þess að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun

Starfshópur um aðgerðir vegna afnáms útflutningsálags

Starfshópur um dragnótaveiðar í Skagafirði

Starfshópur um eflingu svínaræktar

Starfshópur um eftirlit með búrekstri og tengdri starfsemi

Starfshópur um nýtingu lífræns úrgangs.

Starfshópur um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða

Stjórn AVS - rannsóknasjóðs

Stjórn Bjargráðasjóðs

Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins

Stjórn Hafrannsóknarstofnunarinnar

Stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins

Stjórn Héraðs- og Austurlandsskóga

Stjórn MATÍS ohf.

Stjórn Norðurlandsskóga

Stjórn rekstarfélags Matvælaseturs Háskólans á Akureyri

Stjórn sjávarútvegshúss

Stjórn Skjólskóga á Vestfjörðum

Stjórn Suðurlandsskóga

Stjórn Veiðimálastofnunar

Stjórn verkefnasjóðs sjávarútvegsins

Stjórn Vesturlandsskóga

Ullarmatsnefnd

Umgengnisnefnd um auðlindir sjávar

Úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna

Úrskurðarnefnd um greiðslumark o.fl.

Úrskurðarnefnd um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

Úrskurðarnefnd vegna álagningar gjalds af ólöglegum sjávarafla

Úttektarnefnd skv. ábúðarlögum

Verðlagsnefnd búvara

Verkefnastjórn um rekstur skólaskips

Verkefnastjórn vegna öryggis útflutningstekna sem starfar til aðstoðar MATÍS ohf.

Verkefnisstjórn átaks um sumarexem í hrossum

Verkefnisstjórn til að auka nýtingu og verðmæti í silungsveiði á Íslandi

Vinnuhópur til að endurskoða jarða- og ábúðarlög

Vinnuhópur um makrílveiðar

Yfirmatsnefnd skv. ábúðarlögum "

er þetta allt nauðsynlegt ?

kv.Guðrún María.


Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun, ásamt Siglingastofnun að sjálfsögðu...

Þarf ekki að fara að taka til í endurskoðun og sameiningu stofnanna hins opinbera hér á landi ?

Efir smá ferðalag millum ráðuneyta, verður ekki annað séð en margar stofnanir hins opinbera gegni að hluta til hlutverki sem hægt væri að sameina undir einum hatti ?

Umhverfisstofnun, Nátttúrufræðistofnun 1 og 2, Lýðheilsustöð, Landlæknisembætti, og fl og fl....

kv.Guðrún María.


Er búið að skilgreina þjónustu hins opinbera í samræmi við lagarammann ?

Set hér inn eina grein mína af mörgum um sama mál, þ.e að skilgreina þurfi þjónustustig hins opinbera, þannig að landsmenn njóti jafnræðis um þjónustu sem greidd er fyrir skattfé.

Skilgreina þarf þjónustustig grunnþjónustu hins opinbera á hverju sviði fyrir sig, sem og millum sveitarfélaga.

Ég hefi oft rætt þetta sama atriði varðandi nauðsyn þess að skilgreina þjónustustig þjónustu hins opinbera, þ.e. grunnþjónustu við borgarana.

Hversu vel sinnir þitt sveitarfélag þeim málum sem þeim ber lögum samkvæmt að inna af hendi fyrir þær tekjur sem sveitarfélagið innheimtir ?

Hversu vel sinnir ríkið þeim málaflokkum sem lögum samkvæmt skulu vera fyrir hendi til handa landsmönnum í formi grunnþjónustu til dæmis við heilbrigði sem er á vegum þess ?

Hér þarf að koma til sögu mun meira aðhald almennings en verið hefur en til þess að hægt sé að gera sér grein fyrir því hvers vegna til dæmis leikskólagjald er mismunandi millum sveitarfélaga þarf að vita hver þjónustan og hvort hún uppfyllir lagarammann þar að lútandi og hvers vegna mismunur gjalda er fyrir hendi.

Samgöngumál, félagsþjónusta, og málefni eldri borgara, sjúkra og fatlaðra skyldu einnig skoðast í þessu samhengi að mínu viti.

kv.Guðrún María.


Ætla vinstri menn að sökkva þjóðarskútunni með skattlagningu ?

Ég tel að ráðamenn séu fjarri raunveruleika þorra fólks í landinu varðandi það atriði að láta sig dreyma um að hækka skatta í því ástandi sem efnahagshrunið og aðgerðaleysið hefur orsakað nú þegar fyrir fólkið í landinu og fyrirtækin. Ríkisstjórnin siglir þjóðarskútunni beint á skerið með þeim hugmyndum sem fram hafa komið, svo mikið er víst.

Hvernig væri að hefjast handa við að aftengja aðalskaðvald eins efnahagskerfis, verðtrygginguna, áður en hafist er handa við eitthvað annað ?

Andvaraleysi sitjandi stjórnmálamanna þess efnis gegnum tíð og tíma hefur verið algjört og því alltaf verið að stoppa í alls konar göt hér og þar sem skaðvaldurinn verðtrygging hefur valdið og veldur áfram ef ekkert verður að gert.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Steingrímur: Ágæt samstaða um skattamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, von og kærleikur.

Ef maður trúir ekki þá eignast maður ekki von.

Og ef maður eignast ekki von, þá verður ekki til kærleikur, því vonin vekur kærleik um að hið góða sem hver maður væntir, verði.

Vonin er því lifsneisti sem á hverjum tíma veltir steinum af veginum svo gengið getir áfram.

Kærleikurinn er ljósið sem vonin framleiðir og þannig getur maðurinn gefið af sér orku eins og rafmagn, til þess að lýsa allt í kring um sig.

Á öllum tímum eru þau áreiti sem við verðum fyrir í daglegu lífi eitthvað sem hefur áhrif á hve mjög og hve mikið viðhorf okkar til þess að halda lífsneista vonar á lofti, fram á veginn.

Tökum því sem taka þarf en týnum burtu hitt, ræktum kærleikann og virðingu í samskiptum manna millum, hvarvetna og för okkar um veginn verður ekki deilur erjur og illindi sí og æ.

kv.Guðrún María.


Evrópusambandið gengur sér til húðar.

Stjórnarskrárhugmyndir þær sem Brusselvaldið hefur búið til um það að gera Evrópu að einu ríki eru því miður í ætt við heimskulega tilraun sem áður var gerð í álfunni, undir annars konar formerkjum en af sama tagi. Ég hef spáð því áður og spái því enn að nákvæmlega þetta muni gera það að verkum að þjóðríki munu ekki una því hinu sama valdi og sambandið liðast í sundur, smátt og smátt í kjölfarið.

Í raun og veru er verið að búa til valdabandalag þeirra stærstu og mestu með stjórnarskrárbundin yfirráð yfir öllum þeim er innganga í þetta bandalag, og njóta sín lítils vegna smæðar.

Í raun er þetta atlaga að lýðræði almennt og mannréttindum þar að lútandi að mínu viti, ekkert annað og stórfurðulegt að andstaðan við það hið sama skuli ekki meiri en raun ber vitni innan þeirra sem þar eru nú með aðild.

Þetta heitir að snúa hjólum afturábak í þróun hvers konar og því með ólíkindum að hlusta á menn verja tilvist slíks yfirstjórnunarkerfis til handa Evrópuþjóðum eingöngu, því heimurinn inniheldur ekki eina álfu heldur fleiri.

Allur málatilbúnaður þeirra sem aðhyllast aðild að þessu ríkjasambandi er því miður með því móti að þar er á ferð nær einhliða áróður um ágæti, án útskýringa þess hins sama.

Með öðrum orðum stjórnmálaleg trúarbrögð, með þann tilgang að stækka flokka sem aðhyllast eitt ríki í Evrópu allri.

kv.Guðrún María.

 

 


Þorsteinn var sjávarútvegsráðherra þegar framsalið var lögleitt í sjávarútvegi.

Það er ekki skrítið að Sjálfstæðismenn spyrji spurninga innbyrðis og Sturla í þessu tilviki varðandi Þorstein Pálsson og hinn gífurlega áhuga hans á inngöngu i Evrópusambandið.

Frá mínum sjónahóli séð hefur Þorsteinn verið á flótta frá eigin ákvarðanatöku í ráðherratíð sinni varðandi framsalsbraskið í sjávarútvegi sem var upphaf ævintýramennsku í fjármálabraski hér á landi, en síðan hóf hann störf í helsta markaðsbraskfyrirtækinu þar sem hið meinta frelsi varð helsi og einokun í raun.

Helsta leiðin til þess að það fenni í þau spor er innganga Íslands í ESB.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Þorsteinn skuldar skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi engan furða miðað við fréttaumfjöllun fjölmiðla af fjármálavandamálum árið allt um kring.

Óhjákvæmilega er það svo að því meiri óráðsía og því meiri skandal sem fjölmiðlar birta dag eftir dag um skuldasöfnun á skuldir ofan getur ekki annað en minnkað væntingar hvers konar.

Ofuráhersla og fréttamat varðandi frásagnir  af vanda á vanda ofan, hefur bókstaflega drekkt almenningi í landinu í frásögnum sem slíkum.

Auðvitað er vandinn til staðar en fyrsta frétt um fjármál og efnahag, banka og banka og banka , kann að vera fullmikið af hinu " góða " og endurspeglar því miður ónóga sjálfsrýni fjölmiðla að mínu viti á tímum sem þessum.

Annar hver maður sem maður hittir á förnum vegi hefur fengið nóg af slíku.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Íslendingar enn svartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera kjörnir fulltrúar þjóðarinnar við atkvæðagreiðslu um ísklúðrið á Alþingi ?

Það er nú alveg ágætt að þetta sé komið fram áður en Alþingi greiðir atkvæði um ísreikninga allra handa er einkabankar hér á landi hófu útrás með erlendis og fóru í hundana við hrunið.

Á að láta þjóðina bera ábyrgð á því hinu sama i heild, þjóð sem var búin að afsala sér starfssemi banka hér á landi af hálfu þáverandi kjörinna fulltrúa er seldu bankana í einkaeigu ?

Eða á að setja ábyrgðina á eftirlitsstofnanir viðkomandi landa, þar með talið allt regluverkaflóð Evrópusambandsríkjanna ?

Um það snýst málið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lausn Icesave-deilunnar ekki skilyrði AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband