Trú, von og kærleikur.

Ef maður trúir ekki þá eignast maður ekki von.

Og ef maður eignast ekki von, þá verður ekki til kærleikur, því vonin vekur kærleik um að hið góða sem hver maður væntir, verði.

Vonin er því lifsneisti sem á hverjum tíma veltir steinum af veginum svo gengið getir áfram.

Kærleikurinn er ljósið sem vonin framleiðir og þannig getur maðurinn gefið af sér orku eins og rafmagn, til þess að lýsa allt í kring um sig.

Á öllum tímum eru þau áreiti sem við verðum fyrir í daglegu lífi eitthvað sem hefur áhrif á hve mjög og hve mikið viðhorf okkar til þess að halda lífsneista vonar á lofti, fram á veginn.

Tökum því sem taka þarf en týnum burtu hitt, ræktum kærleikann og virðingu í samskiptum manna millum, hvarvetna og för okkar um veginn verður ekki deilur erjur og illindi sí og æ.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski þú ættir að lesa um trú og verk í Jakobsbréfi til að skilgreina þetta betur fyrir þér. Orðagjálfrið eitt er ekki trú. Það vantar því þarna fyrir framan orðið verk. Án þeirra er trúin einskis virði og hræsnin ein.

Samkvæmt því þá hlýtru kærleikur að koma þarna fyrstur sem forsenda verka, sem sýna trú.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2009 kl. 05:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Páll undirstrikar þetta svo ó 1.kor 13, þar sem hann segir kæleikann frumskilyrðið, mestan. Trú er ekki það sem þú segir, heldur það sem þú gerir. Svo ég vildi óska að sjálfskipaðir trúmenn færu nú að hætta að mala og byrja að gera.  Það er bara um annaðhvort að velja.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2009 kl. 05:04

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Trú, von og kærleikur er bara kommon sens eins og sagt er og hefur ekkert með trúmál eða trúarbrögð eða iðkun þeirra að gera. Það er mín skoðun en fallegur pistill GMaría.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.11.2009 kl. 18:21

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón Steinar.

Þegar mér dettur í hug að tala um trú von og kærleik þá leita ég ekki uppi aðrar formúlur en í mínu brjósti brenna.

þannig er nú það.

Takk Kolla.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.11.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband