Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hvað með brennisteinsvetni í Reykjavík og nágrenni ?

Það er nú nokkuð sérstakt að sjá upplýsingafulltrúa OR með fréttir um þetta, þ.e magn þess hins sama í Hveragerði, ásamt fabúleringu um ágæti fyrirtækisins yfir höfuð allra handa.

Hefði haldið að Umhverfisstofnun ætti sjálf að vera þess umkomin að gefa út yfirlýsingar um það hið sama og þá hvað varðar allt svæðið þar með talið höfuðborgina og nágrannasveitarfélögin.

Alla jafna leggur fnyk hér yfir Hafnarfjörð þegar vindur stendur ofan af Hellisheiði, álika því er maður fann þegar hlaup var í ám í gamla daga í sveitinni.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Brennisteinsvetni innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo hækka skattar enn meira og samdráttur verður enn meiri og hvað þá ?

Skattahækkanahugmyndir ríkisstjórnarinnar eru að mínu viti á algjörum glapstigum varðandi til dæmis það sem kemur fram í þessari frétt um samdrátt.

Það gefur augaleið að minnkandi kaupmáttur og atvinnuleysi orsaka ákveðna þætti sjálfkrafa og þá skyldi hið opinbera létta á álögum í stað þess að leggja á nýjar í slíku ástandi.

Það sjá flestir þeir sem vilja sjá.

kv.Guðrún María.


mbl.is Enn samdráttur í smásölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur fjármálaráðherrann gleymt að hann hækkaði skatta síðasta vor ?

Skyldi fjármálaráðherra ekki hafa reiknað út skattahækkanir fyrrfram, sem hrint var í framvæmd í vor ?

Bensín, bifreiðagjöld, tóbak og áfengi hlýtur að hafa skilað krónum í ríkiskassann frá þeim tíma, en digur gæti sá kassi orðið ef allar þær ofurskattlagnigarhugmyndir sem nú eru fyrir dyrum ná fram að ganga fyrir næsta ár.

Það er vonandi að ráðherrann taki sér tíma til að reikna almennilega út núverandi hugmyndir.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Dregur úr halla ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun sem ber að fagna.

Það er afskaplega ánægjulegt að sjá frétt sem þessa þar sem hjálparsamtökum er afhent andvirði jólakorta ráðuneyta þetta árið.

Svo mikið er víst að þörfin er brýn þar sem sífelld aukning hefur orðið í leitan fólks til hjálparstofnanna árið sem er að líða.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Engin jólakort í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað er þessi ríkisstjórn yfir höfuð sammála ?

Ósköp er það nú aumt að koma fram með hugmyndir að skattkerfisbreytingum sem stjórnarflokkar eru ekki sammála um að hrinda í framkvæmd, áður en tillögugerðin hefur komist í loftið.

Þetta er svo sem ekki fyrsta málið sem þessi ríkisstjórn er ekki sammála um og í raun með ólíkindum að þetta skuli þurfa að ganga svona fram.

Breytingar þessar virðast hafa verið illa ígrundaðar í upphafi eins og ýmis önnur mál sem þessi ríkisstjórn hefur orðið uppvís að að vinna með því móti.

Það atriði einfaldar ekki vinnu á stjórnmálasviðinu á erfiðum tímum svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áfram rætt um skattamálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaöngþveiti til umræðu, frá morgni til kvölds.

Við Íslendingar höfum varla þverfótað fyrir hagfræðingum í heilt ár sem tröllriðið hafa öllum fréttatímum sem sérfræðingar um hitt og þetta álitsefnið í hrunpyttinum innan lands og utan.

Ef þessir menn væru nú sammála um eitthvað þá væri skárra fyrir almenning að mynda sér skoðun en því er ekki að heilsa og alls konar nöldur og rifrildi um efnið er það sem við fáum til matreiðslu.

Hin gamla saga er svo sem enn fyrir hendi að þar virðist álitið nokkuð fara á hina flokkspólítísku bása hér og þar og stjórn versus stjórnarandstaða er andinn sem svífur yfir vötnum.

Fyrir hrunið var það hátið ef tókst að ræða um efnahagsmál almennt í fréttum svo einhverju næmi, utan fréttir af endalausum hækkunum á hlutabréfavisitölum um veröld víða.

sem sagt annað hvort í ökkla eða eyra.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 


Þetta er framtíð landsins.

Við Íslendingar höfum svo margt sem gefur okkur forgjöf á þessu sviði og það sem við þurfum til viðbótar, að mínu viti, er fyrst og fremst það atriði að færa gömlu atvinnuvegina sjávarútveg og landbúnað í ákveðnum skrefum til framleiðslu vottaðra söluafurða sem aftur þýðir verðmætaaukningu sem um munar.

Því fyrr sem þau skref eru tekin, því betra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland verði umhverfisvottað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegir fulltrúar framtíðarinnar standa á rétti sínum.

Hafnfirsk æska er til sóma og börnin þau eru framtíðin og ég efa það ekki að bæjaryfirvöld hlusta á þau skilaboð sem þarna eru fram borin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Margir mættu og mótmæltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða af þessari tegund Á EKKI að þurfa að tengjast íþróttahreyfingu landsins.

Í mínum huga gildir það sama um þjóðkirkju og íþróttahreyfingu, þe. þá er koma sem fyrirmyndir fyrir æsku þessa lands að umræða sem slík hlýtur að kalla á allt annað en andvaraleysi og kattarþvott hvers konar, þar sem menn hljóta að þurfa að taka á málum sem slíkum.

Það á ekki að þurfa ábendingar af háfu öfga kvenfrelsis ( feminisma ) heldur ætti almenn mannleg skynsemi að nægja til mats á siðferðisgrundvelli aðkomu manna íþróttahreyfingar að strippbúllum í útlöndum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óskar skýringa frá KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamir unglingar í Hafnarfirði mótmæla því að spara eigi aurinn, en kasta krónunni.

Ég tek ofan hattinn fyrir unglingunum í mínum heimabæ, sem hér mótmæla því að þau hin sömu fái ekki lengur athvarf til sömu félagsaðstöðu og þau hin sömu hafa haft vegna sparnaðaraðgerða.

Ef það er eitthvað sem getur forðað börnum og ungmennum frá því að leiðast á braut til dæmis vímuefna þá er það athvarf sem slíkt.

úr fréttinni.

Við erum að mótmæla niðurskurðinum og því að við höfum aldrei verið spurð um þær skipulagsbreytingar sem verið er að gera,“ sagði Gauti. Hann sagði að búið sé að skera niður framlög til félagsmiðstöðva í bænum um fjórðung og að það muni koma niður á hópastarfi og annarri starfsemi. Enn meiri niðurskurður standi til.

Þá sagði Gauti að skera eigi niður stöðugildi og segja öllum forstöðumönnum félagsmiðstöðvanna upp. Í framtíðinni eigi einn forstöðumaður að vera yfir hverjum þremur félagsmiðstöðvum. Hann sagði unglingana vilja að niðurskurðurinn verði ekki meiri en hann er nú þegar orðinn. 

Formenn nemendaráða grunnskólanna í Hafnarfirði ætla að hitta bæjarráðsfulltrúa á fundi kl. 11 í fyrramálið. „Við ætlum að fá útskýringar og spyrja hvers vegna við vorum ekki spurð. Líka hvað eigi að gera ef þessi breyting virkar ekki,“ sagði Gauti. "

Raunin er nefnilega sú að verulegur árangur hefur náðst í forvarnarstarfi þar sem forstöðumenn félagsmiðstöðva í skólum,  hafa gegnt lykilhlutverki í samstarfi við aðra aðila svo sem lögreglu og bæjaryfirvöld.

Sökum þess heitir þessi sparnaður það að spara aur en kasta krónu til framtíðar litið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Unglingar mótmæla niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband