Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Hver kaupir könnunina ?
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Það er ekki hringt í mig lengur af kannanafyrirtækjum, vegna þess að ég vil alltaf fá að vita hver kaupir viðkomandi könnun og slíkar upplýsingar eru ekki fyrir hendi alla jafna.
Viðhorf til vörumerkja hlýtur eitthvað að hafa að gera með traust og ímynd, eða hvað ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Lögðu ekki mat á ímynd og traust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verður Læknaráð lagt af ?
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Taka verður undir áhyggjur Læknaráðs LSH varðandi það atriði sem kemur fram í þeirra ályktun þ.e að í góðærinu hefa sparnaðarkröfur á sparnaðarkröfur dunið á spítalanum og frekari kröfur um sparnað hljóta því að þurfa að skoðast í ljósi þess að ár hvert þjónar sjúkrahúsið fleiri sjúklingum.
Mikilvægt er í þessu sambandi að fá fram upplýsingar um það hvaða þjónusta það er sem hugsanlega myndi þurfa að leggjast af varðandi frekari sparnað og hvað stendur eftir í þvi sambandi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Læknaráð lýsir áhyggjum af sparnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afar fróðlegt, hvað kostar maurasamstarf ríkisstjórnarinnar ?
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Tveir vinnuhópar á launum virðast eiga að vinna í því að finna framtíðarhugmyndir sóknaráætlunar, grunngilda Íslendinga, að loknum maurafundi í Laugardalshöllinni.
Mér leikur hugur á að vita hvort fólkið á fundinum vissi að sú hin sama vinna yrði samvinna við ríkisstjórnina sem nú situr ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Stjórnvöld í samstarf við Mauraþúfuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun Verkalýðshreyfingin verja stöðu láglaunamannsins og þá hvernig ?
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Hvar eru mótmæli verkalýðshreyfingarinnar gagnvart þeim klyfjum sem verið er að setja á þjóðina í formi ísklafanna ? Það hefur farið framhjá mér.
Það verður mjög fróðlegt að fylgast með því hvernig verkalýðshreyfingin ætlar að verja kaupmátt sinna launþega nú við skattahugmyndir stjórnvalda sem til umræðu eru í þinginu.
Það gefur augaleið að tekjuskattsprósenta er lækkuð en aðrir skattar hækkaðir sem kemur í sama stað niður og veldur kaupmáttarskerðingu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Lægri lágtekjuskatt og meiri stóreignaskatt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
HVENÆR ætlar Hafrannsóknarstofnun að koma fram með gagnrýni á lagaumhverfi fiskveiða ?
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Mín skoðun er sú að Hafrannsóknarstofnun hvoru tveggja þurfi og verði að benda á ýmsa þá annmarka sem finna má í lögum um stjórn fiskveiða hvað varðar eitthvað samræmi í veiðum úr mismunandi stofnum samtimis, samkvæmt ákvörðunum stjórnvalda hverju sinni.
Til dæmis með það að markmiði að hvati að því að koma með ALLAN FISK AÐ LANDI sé fyrir hendi, sem og hver áhrif skerðingar heimilda í einum stofni á einum tíma kann að hafa á annan stofn á sama tíma, sem þá kann að hafa komið vel út úr mælingum.
Einnig væri sjálfsagt að Hafrannsóknarstofnun hefði á reiðum höndum áhrif fullrar afkastagetu íslenska fiskiskipastólsins, skilgreint í einingar, varðandi hugmyndir um frjálsar veiðar flotans og áhrif þess á lífríki sjávar kring um landið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Staða ýsustofnsins slök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málið allt til háborinnar skammar, fyrir sitjandi ráðamenn.
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Samfylkingin dansaði hrunadansinn í góðærinu, nær gagnrýnislaust sem stjórnarandstöðuflokkur þá, það skyldi ekki gleymast, en munur á þeim flokki og öðrum var áhugi flokksins á inngöngu í Evrópusambandið.
Fyrsta verk flokksins í ríkisstjórn var að troða í gegn umsókn að sambandinu, áður en endar voru hnýttir varðandi mál eins og icesave er tengdist sambandsþjóðum þar innbyrðis.
Með ólíkindum er að samstarfsflokkurinn VG, skuli hafa samjammað þessa aðferðafræði, en í raun eru flokkarnir tveir að setja ábyrgð af einkabankaalþjóðavæðingu yfir á Íslendinga, eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Miðjumoðsuðan kring um þetta mál er algjör, og reynt að telja þjóðinni trú um hún verði að borga þetta annars lokist allar dyr, en ef til vill er þar einungis um að ræða dyrnar að Evrópusambandinu og þar með tilgang og markmið forystuflokksins í ríkisstjórn Samfylkingarinnar.
Mál þetta gengur gegn réttlætisvitund meginþorra íslensku þjóðarinnar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stangast ekki á við stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alltaf batnar það, virðist hafa tekið eitt ár að byggja upp þorskstofninn.....
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Einhverra hluta vegna dettur mér í hug Ragnar Reykás, sem kúvendist í afstöðu sinni, en það skyldi þó aldrei vera að hin pólítíska forsjárhyggja hafi þarna eitthvað með hlutina að gera.
Með öðrum orðum, taka þarf ákvarðanir um meiri þorskveiði og eins gott fyrir stjórnmálamenn að hafa " réttar niðurstöður " í bakhöndinni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gríðarsterkur þorskárgangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.11.2009 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Umsvif hins opinbera á báðum stjórnsýslustigum og notkun skattpeninga.
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Skattlagning á hinn almenna launamann á vinnumarkaði hér á landi afmarkast af verkefnum hins opinbera á hverjum tíma sem kjörnir fulltrúar til rikis og sveitarstjórna hafa tekið ákvarðanir um að hið opinbera skuli framkvæma.
Því miður hefur sú þróun ekki orðið að tekist hafi að minnka umsvif hins opinbera hér á landi, þvert á móti hafa þau vaxið okkur yfir höfuð, þar sem alls konar þættir hafa komið nýjir inn í fjárlög íslenska ríkisins ár eftir ár og sitjandi stjórnmálamenn lagt blessun sína yfir.
Sökum þess hefi ég oft rætt um það atriði að við launþegar höfum verið og séum þrælar á skattagaleiðunni, ekki hvað síst í ljósi þess að skattleysismörk voru fryst um árið með tilheyrandi áhrifum á jaðarskattahópa í samfélaginu.
Meginhluti vergra þjóðarútgjalda rennur í heilbrigðiskerfið, sem ekki hefur lotið breytingum sem heitið geti utan kröfu um sparnað á sparnað ofan en nota bene sama þjónustustig, sem eðli máls samkvæmt gengur illa eða ekki upp. Stjórnmálamenn hafa komið sér hjá því að taka á kerfisbreytingum hvers konar, að mínu viti mestmegnis til þess að þurfa ekki að rugga bát breytinga sem aftur þýddi mótvind fyrir þá hina sömu.
Sama máli gegnir um fleiri málaflokka sem stór þörf er fyrir að taka á kerfisbreytingum ýmis konar einu þjóðfélagi til hagsbóta, einungis með tilliti til nýtingar fjármuna í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi.
Meintar eftirlitsstofnanir með kerfum hins opinbera, hafa því miður margar hverjar verið eins konar stimpilstofnanir um ágæti alls á öllum tímum, án athugasemda sem heitið geti að undanskilinni Ríkisendurskoðun sem oft hefur komið með aðhald, en Alþingi mismikið brugðist við gegnum tíðina.
Allt hefur þetta kostað ofurskatta af launum hins vinnandi manns, sem einnig þarf að greiða þjónustugjöld hægri vinstri til viðbótar við tekjuskattana sem fara í kerfisfyrirkomulagið sjálft og ættu að nægja til þess arna.
Það hefur ekki tekist hér á landi að skilgreina hvað er eðlileg þjónusta hins opinbera í formi heilsugæslu, menntunar og félagsmála, sem ríkið skal kosta, og þá hvort ekki sé nær að umfram þjónusta sé innt af hendi af hálfu þeirra sem hafa til þess fé, og í boði fyrir þá sem vilja hana nota í stað þess að ríkið ákveði að allt skuli kostað sem í boði er að hálfu eða öllu.
Ég tel að það þurfi hugarfarsbreytingu til þess að fara að ræða þessi mál, sem hafa með að gera forsjárhyggju ellegar frelsi einstaklinganna.
því fyrr því betra.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vort auðuga málið, við eigum að virkja....
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
vekja upp vísugerð, fara að yrkja.
Finna svo hvernig, í hrynjandi tónum,
við hefjum okkur á flug, upp úr skónum.
Íslenskan er auðugt mál, svo mikið er víst og orðin sem við eigum yfir sams konar athafnir með mismunandi móti getur verið okkur til góða varðandi tilþrifsmiklar lýsingar í sögum, en aftur ef til vill togstreita þegar kemur að túlkun laga sem innihalda eðli máls samkvæmt allt það orðskrúð sem tungumálinu tilheyrir oft og iðulega.
Ljóðin eftir okkar snillinga eru fjársjóður sem og ýmsar bókmenntir þar sem tilfinning manna fyrir viðfangsefninu, endurspeglar vitund og vitneskju um augði tungumálsins.
Við þurfum að standa vörð um okkar tungumál og rækta það og færa til kynslóðanna sem erfa munu landið, ,með öllu því besta sem við getum af okkur gefið.
kv.Guðrún María.
Nefndir og ráð á vegum heilbrigðisráðuneytis VG.
Þriðjudagur, 17. nóvember 2009
Hér kemur það sem finna má í ráðuneyti Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra hvað varðar nefndir og ráð.
"
Nefndir og ráð á vegum ráðuneytisins - samkvæmt fyrirmælum í lögum og reglugerðum
Efnisyfirlit
Áfengis- og vímuvarnaráð skv. lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/2003 og skv. 2. gr. reglugerðar nr. 434/2003 um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar Geislavarnaráð skv. 6. gr. laga nr. 44/2002 um geislavarnir Landsnefnd um lýðheilsu, skv. lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/2003 og skv. rg. nr. 571/2004 um landsnefnd og sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar dags. 1. júlí 2004. Lyfjagreiðslunefnd, samkvæmt 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994. Nefnd skv. 2. gr. læknalaga nr. 53/1988, sem hefur það hlutverk að meta umsóknir um almennt lækningaleyfi. RAI-matsnefnd skv. 2. gr. reglugerðar nr. 544/2008 um mat á heilsufari og aðbúnaði íbúa í hjúkrunarrýmum Samstarfsnefnd um sóttvarnir í samræmi við ákvæði 2. mgr. 11. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997 með breytingu sem samþykkt var á Alþingi 17. mars 2007 Sérfræðinefnd skv. reglugerð nr. 555/1999 um sérfræðileyfi í félagsráðgjöfSérfræðinefnd samkvæmt reglugerð um sérfræðileyfi sálfræðinga nr. 158/1990
Sérfræðinefnd skv. reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í sjúkraþjálfun nr. 318/2001Sérfræðinefnd tannlækna sem starfar skv. 5. gr. laga um tannlækningar nr. 38/1985
Sóttvarnaráð, skv. 6. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997 Stöðunefnd framkvæmdastjóra hjúkrunar samkvæmt 36. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 Tannverndarráð, skv. lögum um Lýðheilsustöð nr. 18/2003 og skv. rg. nr. 571/2004 um landsnefnd og sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar. Úrskurðarnefnd samkvæmt 28. grein laga nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir 
 
---------------------------------------------------------
Nefndir og vinnuhópar skipaðir til að sinna ákveðnum verkefnum
Efnisyfirlit
Fagráð hvíldar- og endurhæfingarheimilisins Rjóðurs Nefnd sem gera á tillögur til ráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir Nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 305/1997 um veitingu læknaleyfa og sérfræðileyfa Nefnd til að útfæra ákvörðun ráðherra um að samhæfa starfsemi St. Jósefsspítala og Landspítala Nefnd til að útfæra ákvörðun ráðherra um að samhæfa starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Landspítala NOMESCO. Norræna heilbrigðistölfræðinefndin Ráðgjafahópur til að gera úttekt á stöðu barna- og unglingageðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.Samráðshópur um inntöku vistmanna á Hjúkrunarheimilið Sóltún Reykjavík
Starfshópur sem fer yfir viðbrögð finnskra heilbrigðisyfirvalda við kreppunni í Finnlandi á 10. áratugnum og kemur með tillögur um hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld geti nýtt þessa reynslu til aðgerða Starfshópur til að vinna að framkvæmd og framkvæmdaáætlun lyfjastefnu til ársins 2012. Starfshópur um starfsendurhæfingu Stýrihópur um upplýsingatækni á heilbrigðissviði, þar með talið um heilbrigðisnet og rafræna sjúkraskrá Vinnuhópur sem á að gera tillögu til ráðherra um skiptingu kostnaðar vegna menntunar heilbrigðisstarfsfólks Vinnuhópur til að hefja skipulagt samstarf sjúkrahúsa um samvinnu við útboð og innkaup á lyfjum til nota á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Vinnuhópur til að vinna yfirlit yfir allar þær upplýsingar sem reglubundið eru skráðar eða talið er æskilegt að skrá um heilbrigðismál hjá opinberum aðilum"
Hve mikill hluti ráða og nefnda þiggur hvað mikil laun ?
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)