Umsvif hins opinbera á báðum stjórnsýslustigum og notkun skattpeninga.

Skattlagning á hinn almenna launamann á vinnumarkaði hér á landi afmarkast af verkefnum hins opinbera á hverjum tíma sem kjörnir fulltrúar til rikis og sveitarstjórna hafa tekið ákvarðanir um að hið opinbera skuli framkvæma.

Því miður hefur sú þróun ekki orðið að tekist hafi að minnka umsvif hins opinbera hér á landi, þvert á móti hafa þau vaxið okkur yfir höfuð, þar sem alls konar þættir hafa komið nýjir inn í fjárlög íslenska ríkisins ár eftir ár og sitjandi stjórnmálamenn lagt blessun sína yfir.

Sökum þess hefi ég oft rætt um það atriði að við launþegar höfum verið og séum þrælar á skattagaleiðunni, ekki hvað síst í ljósi þess að skattleysismörk voru fryst um árið með tilheyrandi áhrifum á jaðarskattahópa í samfélaginu.

Meginhluti vergra þjóðarútgjalda rennur í heilbrigðiskerfið, sem ekki hefur lotið breytingum sem heitið geti utan kröfu um sparnað á sparnað ofan en nota bene sama þjónustustig, sem eðli máls samkvæmt gengur illa eða ekki upp. Stjórnmálamenn hafa komið sér hjá því að taka á kerfisbreytingum hvers konar, að mínu viti mestmegnis til þess að þurfa ekki að rugga bát breytinga sem aftur þýddi mótvind fyrir þá hina sömu.

Sama máli gegnir um fleiri málaflokka sem stór þörf er fyrir að taka á kerfisbreytingum ýmis konar einu þjóðfélagi til hagsbóta, einungis með tilliti til nýtingar fjármuna í þrjú hundruð þúsund manna samfélagi.

Meintar eftirlitsstofnanir með kerfum hins opinbera, hafa því miður margar hverjar verið eins konar stimpilstofnanir um ágæti alls á öllum tímum, án athugasemda sem heitið geti að undanskilinni Ríkisendurskoðun sem oft hefur komið með aðhald, en Alþingi mismikið brugðist við gegnum tíðina.

Allt hefur þetta kostað ofurskatta af launum hins vinnandi manns, sem einnig þarf að greiða þjónustugjöld hægri vinstri til viðbótar við tekjuskattana sem fara í kerfisfyrirkomulagið sjálft og ættu að nægja til þess arna.

Það hefur ekki tekist hér á landi að skilgreina hvað er eðlileg þjónusta hins opinbera í formi heilsugæslu, menntunar og félagsmála, sem ríkið skal kosta, og þá hvort ekki sé nær að umfram þjónusta sé innt af hendi af hálfu þeirra sem hafa til þess fé, og í boði fyrir þá sem vilja hana nota í stað þess að ríkið ákveði að allt skuli kostað sem í boði er að hálfu eða öllu.

Ég tel að það þurfi hugarfarsbreytingu til þess að fara að ræða þessi mál, sem hafa með að gera forsjárhyggju ellegar frelsi einstaklinganna.

því fyrr því betra.

kv.Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband