Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Er Frjálslyndi flokkurinn uppbótarflokkur í ríkisstjórn ?

Fór inn á síðu Frjálslynda flokksins af gömlum vana og sá þar miðstjórnarályktun, sem virðist bera nokkurn keim af því að formaður flokksins er nú ráðgjafi ráðherra Vinstri Grænna í ríkisstjórninni.

ER flokkurinn ef til vill uppbótarflokkur í ríkisstjórn ?

 

 úr miðstjórnarályktun.

 " Þessa dagana er ríkisstjórnin að vinna að stórfelldum niðurskurði útgjalda og skattahækkunum. Frjálslyndi flokkurinn fellst á að niðurskurður fjárlaga við núverandi kringumstæður sé nauðsynlegur, þótt hlífa þurfi viðkvæmustu þáttum velferðarkerfisins að því er varðar sjúka, aldraða og öryrkja. Miklar skattahækkanir á almennar launatekjur eru þó ekki vænlegar til árangurs og ber að varast þær.
 "

kv.Guðrún María.


mbl.is Háskalegar skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer Steingrímur einn til Istanbúl á morgun ?

Það væri fróðlegt að vita hvort sendinefnd fer með Steingrími utan eða hvort hann fer einn.

 

úr fréttinni.

" Að þessum fundum loknum á morgun mun Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra halda utan til Istanbúl í Tyrklandi til að sitja ársfund Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS. Mun Steingrímur þar eiga fundi með fjármálaráðherrum Bretlands og Hollands, auk fleiri þjóða. Verður úrslitatilraun gerð til að ná samkomulagi við þessar þjóðir en í Kastljósviðtali í kvöld sagði Steingrímur það „lífsnauðsynlegt“ að ljúka málinu. "

kv.Guðrún María.


mbl.is Fundað með stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengur Steingrímur í Samfylkinguna ?

Það er með ólíkindum hve mjög formaður VG hefur teygt og togað stefnumið eigin flokks til þess eins að halda saman völdum við stjórnvölinn, með samstarfsflokknum, með þeim afrakstri að missa ráðherra úr eigin þingflokki við afsögn í dag.

Slíkt miðjumoð verður aldrei nægilega trúverðugt og það að semja stefnu af sér í málum eins og aðildarumsókn að Evrópusambandinu, mun verða loddarahjúp hulið.

Ýmis konar ráðherraathafnir svo sem umhverfismat er frestar framkvæmdum, meðan hinn samstarfsflokkurinn boðar aðgerðir í efnahagsmálum virðist birtingamynd togstreitu millum flokkanna tveggja, sýndarmennska um áherslur að hluta til.

kann ekki góðri lukku að stýra.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Þingflokkur VG á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin íslenzku eftirlitskerfi hins opinbera, virka þau vel ?

Ágæt umræða hefur farið fram á Útvarpi Sögu undanfarið varðandi eftirlitshlutverk hins opinbera til dæmis varðandi Barnaverndamál og meðferðarheimili hins opinbera og þolendur ofbeldis í einhverri mynd á stofnunum sem slíkum.

Hér á ferð stórnauðsynleg umræða einkum og sér í lagi hvað varðar það atriði að innra eftirlit hins opinbera sé virkt og þar gildi ekki einhver samtrygging um að kerfið sjálft sé alltaf allt í lagi og kerfið verji sjálft sig út í hið óendanlega burtséð frá umkvörtunum um það sem miður fer.

Tilhneiging til þess hins sama hefur því miður verið fyrir hendi og sú er þetta ritar þekkir slíkt all vel af baráttu fyrir hagsmunum sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, þegar loks tókst að ræða mistök lækna sem mögulegan hluta af kerfi heilbrigðismála fyrir rúmum áratug.

Hvers konar innra eftirlit með þjónustu hins opinbera hvoru tveggja þarf og verður að vera í lagi þar sem tekið er faglega á málum hverju sinni, þannig að ekki leiki minnsti vafi á því að hið opinbera fylgi í einu og öllu þeim faglegu markmiðum laga um hvers konar starfssemi sem slíka og umkvartanir allar yfir annmörkum njóti áheyrnar og eftirfylgni.

Frá mínum sjónarhóli séð hafa þessi mál að hluta til ekki lotið yfirsýn kjörinna fulltrúa á þjóðþinginu sem heitið getur og framkvæmdavaldið í stofnunum eins konar eyðieyja í kerfinu, þar sem sömu embættismenn sitja áratugum saman.  Jafnframt skortir verulega á samhæfingu stjórnsýslustiganna annars vegar ríkis og hins vegar sveitarfélaga.

Útvarp Saga á þakkir skildar fyrir að ræða þessi mál.

kv.Guðrún María.

 


Varaformaður Samfylkingar tilkynnir breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Er búið að kynna breytingar á fiskveiðstjórnunarkerfinu og ef svo er þá hefur slíkt alveg farið framhjá mér ?

Samfylkingin er greinilega komin með þetta á kortið sem Dagur segir hér frá þ.a að kalla inn aflaheimildir á næsta fiskveiðiári.

Ég  hélt ég hefði lesið það einhvers staðar að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra,  hefði verið að skipa nefnd til endurskoðunar á kerfinu nú nýlega, kanski tala ríkisstjórnarflokkarnir ekki nógu mikið saman núorðið.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Innköllun veiðiheimilda hefst eftir ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband