Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
OPNA þarf kerfi gömlu framleiðsluatvinnuveganna hér á landi, eins og skot.
Þriðjudagur, 6. október 2009
Vinstri flokkarnir Samfylking og Vinstri Grænir höfðu engar hugmyndir fram að bera sem stjórnarandstöðuflokkar á sínum tíma um breytingar á kvótakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar, því miður.
Stefnubreyting varð til hjá Samfylkingu fyrir síðustu kosningar og það kom fram hjá þingmanni flokksins á eldhúsdeginum að fyrna ætti kvótakerfi sjávarútvegs á 20 árum, ......
Halelúja, það breytir engu.
Nú þegar þarf að taka til við það að opna kerfi landbúnaðar og sjávarútvegs til framleiðslu, með frelsi í bæði kerfin undir formerkjum sjálfbærrar þróunar fyrst og fremst.
Auðvitað ætti Vinstri hreyfingin Grænt framboð að hafa haft þar forsvar um nú þegar, en því er ekki að heilsa enn sem komið er, og strandveiðar aðeins agnarsmátt skref að slíkum áfanga.
Frelsi til framleiðslu skyldi mest til handa þeim sem aflað geta matarforða af landi eða sjó, með minnstu notkun mengandi orkugjafa, punktur.....
Ísland getur orðið matarforðabúr þjóða heims, í þessu samhengi, því við höfum ónýtt ræktað land í miklu magni vegna fækkunar og stækkunar búa í stefnu undanfarinna ára, en hið sama gildir einnig um nýtingu fiskjar úr sæ, þvi þar má sækja fisk með mun minni tilkostnaði en sem nemur þeim offjárfestingum og ævintýrabraski sem viðgengist hefur of lengi.
Núverandi kvótakerfi sjávarútvegs má fyrna samhliða nýju kerfi í sjávarútvegi er lúti slíkum markmiðum.
kv. Guðrún María.
Var aðildarumsókn að Evrópusambandinu ofar skuldavanda heimilanna hér á landi ?
Þriðjudagur, 6. október 2009
Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varðandi afgreiðslu mála í upphafi eru stórpólítísk mistök, það er að taka á dagskrá aðild að Evrópusambandinu sem forgangsmál, í þinginu áður en svo mikið sem hægt var að snúa sér að þvi að taka á skuldavanda heimila og fyrirtækja.
Um það hið sama ríkti ekki sátt millum flokkanna í ríkisstjórn en forsvarsflokkurinn Samfylkingin þvingaði mál þetta í gegn án þess að spyrja þjóðina álits, enda þar um að ræða sérstakt stefnumál Samfylkingarinnar.
Að' taka síðan til við að afgreiða óreiðuskuldir fjármálaævintýramennskunnar erlendis, í kjölfarið gerði ekkert annað en að blanda þessum tveim málum saman í einn hrærigraut.
Efnahagsmál hér innanlands urðu ekki forgangsverkefni, og fyrst nú ári eftir hrunið hafa loks litið dagsins ljós einhverjar hugmyndir um tök á skuldavanda sem þó ekki er sýnilegt hvort muni taka á þeim vanda sem fyrir hendi er, svo nokkru nemi.
Þessi verkefnaröðun sitjandi ríkisstjórnar er síst til þess fallin að koma einhverju fram á veg.
kv.Guðrún María.
Hver borgar ?
Mánudagur, 5. október 2009
Á kanski að leggja á þjóðir heims nýja skatta til þess að kosta starfssemi sjóðsins ?
Hvað annað ?
kv.Guðrún María.
![]() |
AGS þarf meira fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sigmundur Davíð sagði sannleikann.
Mánudagur, 5. október 2009
Er þetta ekki nákvæmlega það sem málið snýst um, þ.e að stjórnvöld hér á landi samþykkja það að AGS, sé innheimtustofnun fyrir þjóðir innan ESB í krafti stærðar þeirra hinna sömu, án andmæla ?
úr fréttinni.
" Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði ekkert lært af reynslunni og nálgaðist hlutina á sama hátt hér og í öðrum löndum. Þá hefði sjóðurinn komið fram eins og innheimtustofnun fyrir stóra erlenda fjármagnseigendur. "
kv.Guðrún María.
![]() |
Óhyggilegt að afþakka aðstoð AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenska þjóðin mun ekki þola þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin rær að.
Mánudagur, 5. október 2009
Það var nokkuð fróðlegt að sjá Silfur Egils í dag, þar sem Egil rak í rogastans, að virtist, þegar nefndir voru 100 milljarðar í vaxtagreiðslur af icesave og sá hinn sami hváði við líkt og hann hefði ekki uppgötvað það hið sama áður.
Raunin er sú að íslensk stjórnvöld eru að reyna að gera hið ómögulega í milliríkjasamningum við aðrar þjóðir, þ.e. að setja ábyrgð fjármálagerninga fjármálastofnanna á einkagrundvelli sem þrifust innan hins Evrópska regluverkakerfis, yfir á almenning hér á landi ekki hvað síst vegna þess að annar ríkisstjórnarflokkurinn hefur nú þegar komið í gegn sérstökum flokksmarkmiðum sínum sem eru aðildarumsókn að Evrópusambandinu.
Aðildarumsókn að Evrópusambandinu átti ekkert erindi sem mál inn á Alþingi í þeirri kreppu sem dunið hefur yfir okkar þjóð sem aðra, ekkert. Aldrei skyldi því máli hafa verið blandað saman við fjármálagerningana eins og ríkisstjórnin gerði óhjákvæmilega með forgangsröððun mála.
Það eru alvarlega pólítísk mistök.
Tilraunir stjórnvalda til þess að leggja á þjóðina sinýjar álögur til þess að loka fjárlagagati eru út úr kú, vægast sagt þegar atvinnuleysi er tveggja stafa tala.
Raunsæ vinnubrögð er ekki að finna, því miður.
kv.Guðrún María.
Rödd skynseminnar hefur talað.
Sunnudagur, 4. október 2009
Það var mjög athyglisvert að hlýða Guðfríði Lilju í dag, þar sem hún ræddi tæpitungulaust vandann á ríkisstjórnarheimilinu. Hún afhjúpaði að vissu leyti vinnubrögð ríkisstjórnar í icesavemálinu sem var alveg tímabært og hljómar saman við tilfinningu afar margra að ég tel.´
Ríkisstjórnin er vart á vetur setjandi sem heildstæð eining, og sannarlega stóralvarlegt þegar svo brýn verkefni krefja á um samstæð vinnubrögð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Samþykktu Icesave blindandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun íslenski fjármálaráðherrann mótmæla á ársfundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins ?
Laugardagur, 3. október 2009
Steingrímur J. Sigfússon mun sitja ársfund AGS, í Istanbul, en ekkert hefur maður heyrt um það hvort hann hyggist mótmæla aðferðum þess hins sama sjóðs gagnvart Íslendingum eða ekki.
Túlkun formanns Sjálfstæðisflokksins er sú að hér sé um að ræða hneisu af hálfu sjóðsins gagnvart Íslendingum, en mun sá boðskapur koma frá ríkisstjórn landsins ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Öfugmælaargaþras meintrar náttúruverndar.
Laugardagur, 3. október 2009
Einu sinni enn gellur í þeirri tómu tunnu, mótmæla gegn vatnsaflsvirkjunum hér á landi. Slík mótmæli eru álíka því sem oft hefur verið gert grín að sem var að bændur mótmæltu víst símanum á sínum tíma.
Vatnsaflsvirkjanir eru náttúruvænar og það atriði að við skulum virkilega vera að þrasa um þúfur og reiti í því efni er með ólíkindum að mínu viti, og arfur fortíðar um endalaus deiluefni á annarrri hverri þúfu sem Íslendingar hafa löngum yljað sér við.
kv.Guðrún María.
![]() |
Leggjast gegn Bitruvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna styður þú ríkisstjórnina Ögmundur ?
Föstudagur, 2. október 2009
Ég skil ekkert í Ögmundi að hverfa úr ríkisstjórn en lýsa því jafnframt yfir að hann styðji stjórnina.
Það kemur nú fremur glögglega fram hér að sá hinn sami gerir það ekki.
kv.Guðrún María.
![]() |
Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Málamyndanúllþráhyggjan í ríkisbúskapnum heitir að spara aurinn en kasta krónunni.
Föstudagur, 2. október 2009
Þvi miður er það sama að segja um ofurskattahækkanir sem ríkisstjórnin hyggst standa að, þær eru algjört glapræði í eitt lítið efnahagskerfi á tímum sem slíkum og það munu stjórnvöld uppgötva fljótlega.
Því miður er viljinn til þess að vinna að nauðsynlegum kerfisbreytingum svo sem að minnka umfang hins opinbera ekki sýnilegur í niðurskurðartillögum þessum, heldur er þjónustuskerðing og aflagðar framkvæmdir sama gamla grammófónplatan og verið hefur venjubundinn hér á landi í áraraðir.
Með öðrum orðum fækka stöðugildum sem taka oftar en ekki hvað lægst laun sem aftur skilar sér illa eða ekki á flestum stöðum.
Það er sorglegur vitnisburður þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og hefur lítið annað gert en að hefja sitt tímabil á skattahækkunum, og síðan verið upptekin við utanríkismál öllum stundum sem öll eru í flækju vegna lélegrar aðferðafræði í upphafi.
kv.Guðrún María.
![]() |
Líst illa á fjárlögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |