Mannréttindi á Íslandi, hvað með kvótakerfi sjávarútvegs ?

Nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur hefur átt sér stað af hálfu stjórnvalda í landinu varðandi úrskurð Mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna enn sem komið er.

Sá úrskurður þýddi það að kvótakerfið sjávarútvegs bryti mannréttindi á íslenskum sjómönnum hvað varðar að meina þeim aðgöngu að atvinnu í kerfinu.

Væri ekki ágætt að fara að hefjast handa við þá hina sömu endurskoðun sem allir þóttust ætla að gera þegar Mannréttindanefndin hafði kveðið upp sinn dóm yfir kvótakerfinu íslenska ?

Frá mótmælum Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum á sjómannadaginn síðasta.

Mynd_0387648

kv.Guðrún María.


mbl.is Leita til mannréttindadómstóls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Trúlegast heyrist ekkert frá mannréttindanefndinni, vegna þess að hún hefur étið allt sitt bull ofaní sig, og áttað sig á því að samkvæmt íslenskum fiskveiðistjórnunarlögum geta engir keypt eða leigt kvóta til sín nema útgerðarmenn.Það er lika bannað samkvæmt kjarasamningum sjómanna að láta þá taka þátt í kvótakaupum.kv.

Sigurgeir Jónsson, 7.1.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband