Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Kvótakerfið íslenzka er uppskriftin að bankahruninu Einar Kristinn.
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Sjávarútvegsráðherra er enn við sama heygarðshornið að sjá má og reynir að halda því fram að þjóðir erlendis geti lært mikið af Íslendingum, hvað varðar fiskveiðstjórnun.
Þvílík firra sem hér kemur fram í pistli ráðherrans.
"Evrópumenn geta lært mikið af íslenskri fiskveiðistjórnun. Fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem grundvöllurinn er einstaklingsbundinn framseljanlegur fiskveiðiréttur, er aðalatriðið "
Raunin er sú að uppskriftin að bankahruninu íslenska liggur í verslun með óveiddan fisk á þurru landi sem fór vægast sagt úr böndunum og sneri einu þjóðfélagi á annan endann, alveg sama hvernig á það er litið.
Það fer ráðherra ekki vel að reyna að halda öðru fram og eins og að bera sól í gluggalausann kofan líkt og Bakkabræður gerðu forðum daga.
kv.Guðrún María.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvers vegna skýrðir þú ekki frá þessarri skoðun þinni fyrr en nú Bjarni ?
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
úr frétt mbl.
"
Hann kvaðst telja það hafa verið ranga ákvörðun hjá ríkissjóði að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs í 90 prósent. Það hafi verið röng ákvörðun hjá Kaupþingi að fara af stað með húsnæðislán með þeim hætti sem gert var án þess að tryggja fjármagn til langs tíma auk þess sem það hafi verið röng ákvörðun hjá Glitni að fara á eftir og bæta um betur. "
Viðtalið við Bjarna Ármannsson var með ólíkindum satt best að segja, og það atriði að segja frá því að skoðun hans sem bankamanns á innkomu bankanna á húsnæðismarkað hafi verið röng ákvörðun stjórnvalda í landinu, er eitthvað sem sá hinn sami hlaut að hafa átt að koma á framfæri þá.
eða hvað ?
kv.gmaria.
![]() |
Endurgreiddi 370 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hví skyldu Íslendingar einir þjóða, greiða gjaldið af ónýtu regluverki Evrópusambandsins ?
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Auðvitað er það óásættanlegt að við Íslendingar tökum á okkur skuldbindingar af starfssemi fyrirtækja um víðan völl á hinu evrópska efnahagssvæði, sem heimil voru fyrir þau áföll sem dundu yfir öll Vesturlönd í þessu efni.
Ábyrgð þeirra ríkja sem leyfðu fjármálastarfssemi í sínum löndum skyldi að sjálfsögðu vera jafnmikil og okkar Íslendinga, burtséð frá því hvort þær hinar sömu þjóðir væru saman í efnahagsbandalagi Evrópu.
Ábyrgð sitjandi valdhafa þess efnis að ganga til samninga um slíkt er vægast sagt mikil.
kv.Guðrún María.
Guðjón Arnar stígur fram með sannleika mála.
Laugardagur, 3. janúar 2009
úr fréttum ríkisútvarpsins.
"
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins segir að stjórnvöld hafi ekki leyfi til að setja íslensku þjóðina á hausinn með því að skrifa undir samninga tengda Icesave reikningum í dótturfyrirtækjum íslenskra banka erlendis.
Áætlaðar heildartekjur íslenska ríkisins eru rúmir 402 milljarðar króna og áætluð vaxtabyrði er rétt um fjórðungur þeirra tekna. Guðjón Arnar Kristjánsson, segir alls óraunhæft að ætla íslensku þjóðinni að bæta skuldbindingum vegna Icesawe reikninga ofaná þessa greiðslubyrði.
Hann er mótfallin því að skrifað verði undir samning vegna reikninganna og vill frekar að látið verði reyna á hvort ríkið beri raunverulega ábyrgð á skuldbindingum einkabannka. "
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hamingjuóskir til Svíþjóðar.
Laugardagur, 3. janúar 2009
Elsku litla frænka í Svíþjóð, hún Kristín Björg, er tveggja ára í dag.
Sendi bestu hamingjuóskir með daginn.
litla prinsessa.
kær kveðja. Gunna.
Frábær hugmynd.
Föstudagur, 2. janúar 2009
Svona framtak eins og þetta er gott dæmi um hvað hægt er að gera með góðar hugmyndir eins og þessi er sannarlega.
![]() |
Grýla fræðir um jólahald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skemmdarverk eiga ekki að þurfa að fylgja mótmælum.
Föstudagur, 2. janúar 2009
Það er sjálfsagður og eðlilegur réttur borgaranna að mótmæla, hverju sem er og það hefi ég sjálf gert á síðasta ári, nánar tiltekið á sjómannadaginn síðasta þar mannréttindabrotum stjórnvalda hérlendis var mótmælt.
Mótmælin í gær þar sem unnin voru skemmdarverk og fólk lemstrað eftir átök er eitthvað sem ég sjálf get ekki mælt bót.
Það er ef til vill ekki skrítið að sá þáttur sé vinsæll þ.e Kryddsíldin á gamlársdag hjá landsmönnum, vegna þess að þar gefst allt of sjaldgæft tilefni þar sem formenn allra stjórnmálaflokka koma saman og skiptast á skoðunum fyrir framan land og þjóð.
Slíkir þættir ættu að vera mánaðarlega á dagskrá að mínu viti , þar sem fulltrúar allra flokka á þingi skiptast á skoðunum í einum þætti.
kv.Guðrún María.
Gleðilegt nýtt ár.
Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Ég óska öllum árs og friðar á komandi ári með innilegri þökk fyrir liðnu árin.
Ég vona heitt og innilega að íslenska þjóðin komist yfir þær torfærur sem nú liggja á hennar leið, og mun leggja mitt af mörkum hvers eðlis sem er til þess að svo megi verða hvarvetna í gengnu spori.
Gleðilegt nýtt ár.
kv.
Guðrún María.