Ísland og Evrópusambandið eiga ekki samleið að svo stöddu.

Í fyrsta lagi er það svo hvort sem mönnum líkar betur eða ver að undanþágur frá því að afsala okkur mest öllum sjálfsákvarðanarétti yfir auðlindum hvers konar, þar með talið fiskimiðunum, er ekki að sækja til Esb.

Í öðru lagi er það , það síðasta sem vort þjóðfélag þyrfti á að halda að bæta við yfirstjórn og regluverk sem í raun er að hluta til voru þjóðfélagi fjötur um fót nú þegar, sökum aldagamallar hefðar þess efnis að setja lög á lög ofan.

Í þriðja lagi er Ísland eyja í Norðurhöfum þar sem engin landamæri eru að öðru ríki í næstu nálægð, sem aftur gerir það að verkum að tilkostnaður við innflutning þess sem ekki er hægt að vera sjálfum sér nógur um innan lands , mun ætíð sá hinn sami. Þar munu aðrar þjóðir ekki greiða mismun þess að nokkru leyti, nokkurn tímann.

Í fjórða og síðasta lagi er það svo að hvers konar röksemdafærsla þess efnis að ástand mála sé svo og svo slæmt hér innanlands vegna misviturra stjórnarhátta, og þess vegna skyldum við ganga í Esb, út í hött, sökum þess að við getum sjálf breytt þar um, í okkar eigin garði, með vilja þar að lútandi.

Misvitrum stjórnaháttum verður hins vegar ekki fargað með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, þar þurfa vitrænar aðferðir innanlands að koma til sögu með því að þoka fram umbreytingum.

Það á við fiskveiðistjórnarkerfið sem annað.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hér gildir ekkert „að svo stöddu“ lengur - það merkir bara „aldrei“.

Þegar allt lék í lyndi voru það rök fyrir því að við þyrftum ekki á ESB að halda - að allt léki í lyndi, hér væri allt svo fínt og á meðan svo væri þyrftum við ekki að ganga til liðs við Evrópu, - og allir vita hvernig það fór.

- Nú á eiga það að vera rök um sömu niðurstöðu að hér sé allt í kalda kol og þess vegna megi ekki ganga til liðs við Evrópu, þó líklegast sé að við fengum betri samninga sem heldur efnaminni en sem ríkast þjóð í heimi.

- Nú verðum við inn og við megum ekki láta hræðslu kvótabarónana og rakalausan hræðsluáróður þeirra við Evrópsk mannréttindi og vandaða stjórnsýsluhætti, stjórna því að hér verði byggt aftur í farvegi hamfaraflóðsins í stað þess að byggja með nýjum stað með nýjum hætti og á traustum grunni þ.e. ganga í ESB. - Við verðum núna.

- Og FF látið ekki botnalausan hræðsluáróður gjafa-kvótaliðsins rugla ykkur í þessu máli. - Hlustið á nú Jón Magnússon.

Ef menn eiga að fáð að setjast við kjötkatlana til að setja sjálfum sér reglur ti að skipta sjálfir upp þjóðarauðnum án þess að neinn horfi yfir öxl þeirra frá Evrópu vitum við öll hvernig það fer. Það verður bara „restart“ - með meir spillingu og nýtt hamfaraflóð aftur á mettíma.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.1.2009 kl. 02:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Gmaría.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:12

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg með ólíkindum hvernig þú ert blindur í þinni ESB-trúboði Helgi.
Sérstaklega þegar það liggur berlega fyrir að Íslendingar myndu
stórskaðast efnahagslega hyrfu þeir þarna inn í þetta Sambands-
ríki Evrópu með ENGIN áhrif. Enda varar breskur þingmaðu er
situr á Evrópuþinginu Íslendinga í Mbl um helgina að ganga í ESB.
Því þá yrðu Íslendingar EIN þjóða innan ESB að lúta sameiginlegri
stefnu ESB yfir sinni stærstu og mikilvægustu aðlind, fiskimiðunum.
Því sjávarútvegur er sá auðlindamálaflokkur sem er einn ofurseldur
SAMEIGINLEGRI STEFNUÁKVÆÐUM valdhafanna í Brussel.
Þá myndi kvótinn með tíð og tíma hverfa í hendur útlendinga og
þar með virðisauki hans út úr okkar hagkerfi. Það er eins og ykkur
ESB-sinnum sé bara andskotans sama um það. Því það nákvæmlega
myndi gerast hér og við Bretlandsstrendur, kvótahopp með þeim
afleiðingum að sjávarútvegur myndi nánast rústast eins og
hann hefur gerst hjá Bretum eftir þeirra aðild að ESB. Og eru þeir
þó annað fjölmennasta ríki ESB og hafa enn ekki komið sínum
málum fram í sjávarútvegsmálum gagnvart Brusselvaldinu. Að
halda að við örsmá þjóðin getum það betur er vítaverður
blekkingarvefur sem ESB - sinnar ættu að skammast sín fyrir.
Þannig að ókostirnir við ESB eru svo margfallt meiri en kostirnir
að umræðn ætti í raun ekki að vera á dagskrá.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.1.2009 kl. 21:15

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Málflutningur LÍU er óskiljanlegur þegar kemur að ESB.Fyrir það fyrsta þá er ESB, eftir öllum fréttum að dæma að skoða að taka upp kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd. Og þeir sem skráðir eru fyrir kvóta í dag myndu trúlega fá miklu hærra verð fyrir aflaheimildir ef þeir kysu að selja ,en þeir fá nú á Íslandi utan ESB.Það er ekki hægt að sjá að LÍÚsé að gæta hagsmuna sinna félagsmanna.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 7.1.2009 kl. 23:25

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því má svo bæta við að Samherji er búinn að átta sig á því að málflutningur LÍÚforystunnar skaðar félagsmenn LÍÚ.Er Samherji nú með hóp sérfræðinga sem ætlar að rökstyðja hagsmuni útgerðarinnar við það að ganga í ESB. Ályt Samherja verður væntanlaga birt fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Sigurgeir Jónsson, 7.1.2009 kl. 23:33

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Helgi Jóhann.

Afstaða mín gagnvart Evrópusambandinu er sú sama og var áður en Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður fyrir  rúmum tíu árum.

Sæll Guðmundur.

Sammála þér eins og fyrr.

Sæll Sigurgeir.

Það er fróðlegt að vita að Samherji sé að bardúsa við þetta.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.1.2009 kl. 23:46

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Guðmundur, breski þingmaðurinn sem þú talar um er helst þekktur fyrir að vera í 20 ár harðasti andstæðingur aðildar Breta að ESB. - Hann er þingmaður ESB til að berjast gegn ESB - öll þessi ár, og vildi eiga Ísland sem sönnun um hve gott væri utan ESB og hefur marg nýtt sér það, - svo honum er nú strítt á okkur.

Hann byggir eins og margir breskir íhaldsmenn á draumnum um eflingu Breska samveldisins og endurreisn breska heimsveldisins á grunni þess.

Hann færði t.d. fyrir því rök á sínum tíma að Bretar ættu að ganga úr ESB og aftur í EFTA einmitt í sama tilgangi og Bretar stofnuðu EFTA þ.e. til að geta dreymt stóra drauma um Breska samveldið/heimsveldið og viðskipta- og valdahagsmuni Breta sem felast í þessum sterku leyfum breska heimsveldisins sem Samveldið er.

Rökin um að horfa útfyrir Evrópu merkir „Breska samveldið“ og eru eins og fjölmörg önnur sem tekin hugsunarlaust upp á Íslandi, komin beint frá þessum breskum íhaldsmönnum sem dreymir stóra drauma um Breska Samveldið/heimsveldið, en finnst Evrópa þvælast fyrir heimsveldisdraumum sínum, enda eru Bretar þar höfuð og herðar og breska krúnan er tákn Samveldisins og E merki þess (Elísabet).

- Það fyndnasta eru að „Heimssýn“ á íslandi heitir í raun í höfuð heimsveldisdraums Breta þ.e. bresku rakanna að horfa til uppbyggingar Breska Samveldisins í stað Evrópu.

Rökleysa þingmannsins nær hámarki í greininni þegar hann segir í að Bretar hafi gengið í ESB vegna þess að þeir hafi þá stefnt í þjóðargjaldþrot en við það hafi þeir misst samkeppnishæfni sína , - hvað varð þá úr þjóðargjaldþrotinu?

Helgi Jóhann Hauksson, 8.1.2009 kl. 01:11

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Fiskviðistefna ESB byggir á „hlutfallslegum stöðugleika“, „hefðareglunni“ og ríkja-kvótum sem skiptir afar miklu máli og merkir að kvótar ganga til ríkjanna sem svo endurúthluta sjálf.

Hann er byggður á heildarafla og hefð í hverju rannsóknahólfi ICES og fer til hvers ríkis og ríkið má gera það sem þarf til að gæta að því að svo sé í reynd, þ.e. að kvótinn haldist í ríkinu sem á hann. - Auk þess hafa þau ríki sem háðust eru fiskveiðum forgang á aðkeyptum kvótum ESB t.d. við Grænland.

Þó við gengjum beint inn í fiskveiðistefnuna héldi Ísland öllum kvótum við Íslandsmið og mætti gera það sem þarf til að kvótinn héldist hér - væri ríkjakvóti í reynd.

Bretar hafa engum hlutfallselgum veiðirétti tapað þó þú hafir staðhæft það annarsstaðar Guðmundur.

Hefðarkerfið sem gildir umhverfis Bretland var að kröfu Breta sjálfra.

Bretar töpuðu í reynd tvöfalt með sinni eigin stefnu í þorskastríðunum geng okkur. Bretar börðust í þorskastríðunum fyrir hefðarrétti en gegn lögsögurétti. Bretar fengu sitt fram í ESB en voru þeir reknir frá Noregi, Ameríku og Íslandi. Vegna eigin kröfu Breta sjálfra um hefðarregluna þ.e. hefðarréttar-kröfu Breta sjálfra þá fengu öll þáverandi ESB-ríkin ásamt svo Spáni og Portúgl veiðiheimildir í Bresku lögsögunni eins og hvert ríki átti þá hefð til.

Bretar fengu sitt fram á röngum stað, þ.e. í sinni eigin lögsögu þar sem þeir áttu á sama tíma í stríði við Ísland um þá kröfu sína. Bretar heimtuðu að hefðarreglan giltiu  en beittu freigátum og fallbyssum gegn lögsögureglunni við Ísland. - Svo Bretar geta ekkert vorkennt sér þegar þeir fengu sott fram heima hjá sér með þeim afleiðingum að aðrir veiða meira í þvi svæði sem annars tilheyrði þeirra lögsögu en Bretar sjálfir - þeir heimtuðu það og beittu her til að fá það fram.

Í dag hinsvegar á enginn hefðarrétt til veiða við Ísland nema Íslendingar - og ríkja-kvótareglan stjórnar því að enginn getur flutt kvóta frá okkur annað.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.1.2009 kl. 01:29

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Evrópusambandið flytur sinn flota á Íslandsmið að nýju eftir per mikinn tíma undanþágna sem alltaf eru tímabundnar , þannig að hvers konar hugmyndir þess efnis að Íslendingar haldi sjálfsákvarðanarétti yfir eigin auðlindum til lands og sjávar eru því miður blekking.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2009 kl. 02:02

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Evrópusambandið getur alveg eins og reyndar frekar flutt sinn flota á Íslandsmið í dag ef það hefði vilja og geð til þess, eins og eftir ESB-inngöngu okkar.

Í báðum tilvikum væri það ólöglegt og gegn okkar vilja bæði að reglum ESB og alþjóðasamfélagsins og íslenskum lögum. Það þyrfti t.d. engar breytingar eða undanþágur á fiskveiðireglum ESB til að við gætum heindrað allt kvótahopp og kvótaflutninga úr landi þ.e. ESB byggir á ríkja-kvótum og að ríkin geti tryggt að kvótar haldist í ríkjunum.

Hinsvegar er mjög klárt alla tíð að ESB brýtur ekki gegn grundvallarhagsmunum aðildarríkis - það grundvallast á þeirri ófráríkjanlegu reglu, sama hvað, en er einfaldlega jafn skeytingalaust og aðildarríkin sjálf sem slík gangvart þeim sem utan við standa. Þessu höfum við þegar kynnst.

ESB grundvallast auk þess á „samstöðuákvarðanatökukerfi“.

ESB byggir á innri samstöðu og samstöðu um mikilvægustu ákvörðanir - þar er ekki „meirhlutaræði“ heldur „samstöðuræði“. Fyrir utan að það hefur margoft verið fært í prent, aðildarsamninga og reglur að ESB brýtur ekki gegn grunnhagsmunum aðildarríkis, enda væri þá grunnurinn þ.e. samstöðugrunnurinn sem það er byggt á hruninn ef það gerði slíkt gegn aðildarríki.

Ákvarðanir eru seinlegar í ESB vegna þessa samstöðukerfis en enn hefur ekkert ríki hugleitt úrsögn einmitt vegna þess. 

Engin dæmi eru um viðlíka yfirgang ESB gegn aðildarríki og þið ESB andstæðingar byggið hræðsluáróður ykkar á.

Ef ESB vildi níðast á okkur væri það því mikilvægt fyrir ESB að það gerðist þegar við værum utan við ESB svo það ógnaði ekki samstöðu-grundvelli samtakanna.

-

Ef þú vilt búa til hræðsluáróður væri það þó byggt á raunverulegum fordæmum ef þú smíðar hann gangavart Sameinuðu þjóðunum og við erum í Sameinuðu þjóðunum og þær þ.e. Sameinuðu þjóðirnar hafa falið öðrum ríkjum stjórn landa, eyja og ríkja, „gefið“ ríkjum land annarra ríkja og heimilað innrásir í önnur ríki.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna væri því miklu líklegra til að fela okkur Bretum í hendur í heilu lagi núna en að ESB sendi hingað svo mikið sem eitt skip gegn okkar vilja eftir inngöngu í ESB. Engin fordæmi eru um slíkan yfirgang ESB gegn aðildarríkjum en fjölmörg fordæmi um að Öryggisráðið feli landsvæði og lönd í hendur annarra ríkja, um lengri eða skemmri tíma.

Auðvitað gerir Öryggisráðið okkur ekki slíkt en ef menn vildu búa til hræðsluáróður væri það til muna nærtækar þar sem sagan geymir slík dæmi en að bulla uppá ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.1.2009 kl. 13:44

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Annars er athyglisvert Guðrún að þú byrjar á að segja „ekki að svo stöddu“ en svo upplýsir þú að þú hefur alltaf verið á móti ESB. Þar með sannar þú það sem ég er að segja að ef ekki nú þá aldrei. „Ekki að svo stöddu“ er bara sama bragð ESB-andstæðinganna og þegar þeir sögðu „ekki að svo stöddu“ - því allt léki í lyndi, allt væri svo gott og því væri engin þörf á ESB-aðild.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.1.2009 kl. 14:10

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Undirritaður var búinn að vera stuðningsmaður þess að íslendingar gengju í ESB í tíu ár, allt þar til í okt. síðastl.Það var fyrst og fremst vegna þess að ég hafði vantrú á krónunni.Líka taldi ég að ef Norðmenn færu inn um leið þá hefðum við betri samningsstöðu, að við gætum haldið kvótanum í landinu.Nú höfum við enga samningsstöðu, sjávarútvegsfyrirtækin að fara á uppboð ,og kvótinn þar með, þannig  að það er engin spurning að við missum allan kvóta í hendur útlendinga um leið og við erum komin í ESB.Og enga fáum við evruna fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu fimmtán ár miðað við verðbólgu og stöðu þjáðarbúsins og þá skilmála sem ESB setur fyrir upptöku evru.En það er engin spurning að það væri best fyrir útgerðarfyrirtæki ef þau hyggjast selja aflaheimildir að við gengjum í.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 9.1.2009 kl. 22:20

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera,gengjum í ESB.

Sigurgeir Jónsson, 9.1.2009 kl. 22:22

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg með eindæmum að lesa skrif Helga. Getur verið að maðurinn
trúi þessu sjálfur?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.1.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband