Gott starf Umboðsmanns Alþingis.

Þessi frétt um starf Umboðsmanns, þessu sinni varðandi hið félagslega hlutverk sveitarfélaga er allrar athygli verð, ekki hvað síst vegna þess að Umboðsmaður ákveður að nýta þá lagaheimild sem hann hefur til þess að hefja sjálfstæða skoðun á máli þessu.

Sveitarfélög hafa að virðist útfært framkvæmd laga um félagsþjónustu með því móti að fela sérstökum fyrirtækjum rekstur leiguíbúða, og framkvæmd mála sem að sjá má virðist að hluta til í hnút þegar til kastanna kemur.

Auðvitað eru mál sem þessi eins misjöfn og þau eru mörg en eigi að síður er hér spurning á ferð varðandi það atriði hvort hið opinbera sinnir því félagslega hlutverki sem lög kveða á um að sjá má.

kv.Guðrún María.


mbl.is Spyr um vinnubrögð Félagsbústaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband