Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Umræðan um Evrópusambandið er smjörklípuaðferð stjórnmálaflokkanna, til þess að firra sig ábyrgð.

Það er fínt að drepa innanlandsmálum á dreif með umræðu um eitthvað annað eins og Samfylking hefur róíð út á við innkomu í ríkisstjórn og bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa nú tileiknkað sér til þess að reyna að standa af sér sjóinn varðandi ábyrgð á innanlandsstjórnmálum og þeim mistökum sem þar hafa verið til staðar.

Hef áður sagt það og segi enn að umræða um inngöngu í Esb, er ekki sú þjóðfélaglega umræða á sviði stjórnmála sem þarf að ræða um í dag, en eins og áður sagði hentar þeim hinum sömu flokkum til að drepa málum um annað á dreif, og reyna að slá sig til riddara einhvers.

kv.Guðrún María.


Hvers vegna hafa hinir " frjálsu fjölmiðlar " ekki viðhaft gagnrýni á kvótakerfið, nema Útvarp Saga ?

Nú síðast í kvöld fékk ég skilaboð þess efnis að eini maðurinn sem viðhefði gagnrýni á kvótakerfið væri Eiríkur Stefánsson á Útvarpi Sögu, svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég fæ að heyra þetta í mín eyru, en hvar hafa fjölmiðlar landsins verið síðustu áratugi í nauðsynlegri og eðlilegri þjóðfélagsrýni á réttlætismál ?

set hér inn mynd af Eiríki sem tekin var í dag og ég fann.

raddirhardar

Hann hefur allt til síns máls varðandi gagnrýni á kvótakerfi sjávarútvegs eins og margir aðrir.

kv.Guðrún María.


Hvers vegna hafa fjórir stjórnmálaflokkar þagað þunnu hljóði um galla kvótakerfisins í áraraðir ?

Ástæðan er einfölld, fimmti stjórnmálaflokkurinn tók málið sérstaklega upp á sína arma til að berjast gegn því.

Sökum þess hafa hinir stjórnmálaflokkarnir allsendis ekki, þorað að festa fingur á málinu sem heitið geti, en auk þess eru fulltrúar þeirra hinna sömu flokka meira og minna þáttakendur í að samþykkja það handónýta skipulag sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið inniheldur og valdið hefur meiri vandamálum en margan órar fyrir í íslensku efnahagslífí.

kv.Guðrún María.

 


Mótmælti þöggun um kvótakerfið á Austurvelli í dag.

Ég fór á Austurvöll í dag og mótmælti þöggun um kvótakerfið með táknrænum hætti, ásamt þöggun almennt.

Set inn eina mynd af mér að loknum mótmælum.

RIMG0004.JPG

Auðvitað sagði maður ekki mikið, en gat þó klappað fyrir ræðumönnum.

kv.Guðrún María.


Vér mótmælum ALLIR hugmyndum um afsal þjóðar yfir eigin sjálfsákvarðanarrétti.

Það er eitt að geta kosið út ónýta stjórnmálamenn í eigin landi en annað að þurfa að taka mið af ákvarðanartöku sem litið peð með örfáa fulltrúa í heilli heimsálfu samsafnsbandalags um meintan efnahag innan einnar heimsálfu.

ENN getum við kosið fólk á þing sem vill laga kerfi fiskveiðistjórnar.

ENN getum við kosið fólk á þing sem vill standa vörð um heildarhagsmuni einnar þjóðar.

ENN getum við tekið þátt í starfi við að móta ákvarðanir um eigin hag með þáttöku í stjórnmálum innan vébanda flokkakerfisins frá hægri til vinstri.

látum það tækifæri ekki renna okkur úr greipum.

kv.Guðrún María.

 


Hvað, var þetta ekki hluti af starfsseminni fyrir bankahrunið ?

Getur það verið að viðskiptaráðuneytið sé að taka við sér hér á landi hvað varðar eftirlitshlutverk gagnvart fjármálaumhverfi hvers konar ?

Að sjálfsögðu taldi maður að slík hæfnispróf væru hluti af öllu kerfi fjármálastofnanna fyrir bankahrunið en svo virðist sem það hafi ekki verið, miiðað við yfirlýsingaflóð sem nú sést allt í einu af þessum toga.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lykilstjórnendur Glitnis í hæfnispróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með hæfismat gömlu bankastjóra bankanna hér, af hálfu Fjármálaeftirlits ?

Aldrei nokkurn tímann fékk ég augum litið yfirlýsingu sem þessa um hæfi bankastjóra bankanna fyrir fjámálahrunið og óhjákvæmilega spyr maður sig hvaða kattarþvottur er hér á ferð ?

Hvers vegna fór slíkt hæfismat ekki fram reglulega frá upphafi stofnunar hlutabréfamarkaðs hér á landi ?

Það var ekki sýnilegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bankastjórar stóðust hæfismat FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fádæma aumingjaháttur kjörinna stjórnvalda í hverju landi fyrir sig.

Það er ekki nóg að einstaklingar á vinnumarkaði skili sköttum af lúsarlaunum ef fyrirtæki geta flúið skatta í samfélögum hvarvetna með tilfærslu um heiminn þverann og endilegann.

Skattkerfið er stjórntæki það hefi ég margsinnis sagt og segi enn og hvers konar landamæri gagnvart fjármagnsflutningum og undanskotum frá réttlátri þáttöku fyrirtækja í samfélögum skyldi ekki vera fyrir hendi undir formerkjum landamæraleysis í flutningum fjármagns.

Þá hefði betur verið heima setið en af stað farið, svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Nýta sér skattaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áframhaldandi skuldasöfnun í ónýtu kerfi ?

Aukning þorskafla eingöngu án umbreytinga á kerfisfyrirkomulaginu er eins og að moka sandi gegnum rör.

Menn hvoru tveggja þurfa og verða að horfast í augu við það að kerfi sjávarútvegs þarf að umbreyta til hagsbóta fyrir þjóðina alla.

LÍÚ vill ekki ræða skuldastöðuna sem ein og sér segir nógu margt um hið ónýta kerfi, sem útgerðarmenn munu þurfa að horfast í augu við endurskoðun á innan skamms tíma.

Sjálfbærni er grín um kvótakerfið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórn LÍÚ fagnar kvótaaukningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófessorinn vissi ekkert um orsök vandans í íslenzku efnahagslífi, kvótakerfi sjávarútvegs.

Það kom berlega í ljós á borgarafundinum hve lélegar upplýsingar hafa borist á erlenda grund af þróun mála hér á landi , þar sem prófessorinn taldi að við Íslendingar værum í góðum málum í sjávarútvegi............. en Eiríkur Stefánsson beindi til hans spurningum á fundinum.

Upphaf vandans í íslensku efnahagslífi er kvótakerfið og hið frálsa framsal og ofþensla í kjölfarið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Jón Þór: Áhugaverður fundur með Wade
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband