Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Að flýta sér of mikið.....
Föstudagur, 5. september 2008
Brá mér örfá spor út fyrir dyrnar í vinnunni í morgun og flýtti mér of mikið til baka á mínum klossum.
Steig vitlaust á gangstéttarhellu og ökklinn snerist út og ég féll fram á hnén sem voru eins og gatasigti eftir.
Ég fékk plástur á mitt hné og kláraði vinnu mína í dag, en þegar ég hafði aðeins sest niður heima þá hafði ökklinn bólgnað og ég haltraði um.
Þurfti að erindast inn í Reykjavík eina ferð og hafði það af en henti mér svo í rúmið að hvíla löppina.
Sem sagt svona hrakfalladagur sem aftur segir manni það að ætíð skyldi maður flýta sér hægt.
kv.gmaria.
Láglaunapólítikin í kvennastéttum vors þjóðfélags.
Föstudagur, 5. september 2008
Vanmat á launum kvenna á vinnumarkaði er gömul og ný saga, og því miður hefur þar lítið þokast sem heitið geti fram á veg.
Menntun hefur þar ekki skilað sér að raunvirði í formi launa, sem er afar slæmt því sannarlega þarf sá hvati að vera fyrir hendi á hverjum tíma. Að öðrum kosti verður ekki til endurnýjun fagmenntaðra að störfum.
Hvaða vinnuveitandi skyldi það vera sem stórar kvennastéttir eiga í samningum við um laun ?
Jú hið opinbera, ríki og sveitarfélög, sem af öllum ættu að ganga á undan með góðu fordæmi og sjá til þess að laun séu í samræmi við menntun starfsmanna sinna.
Reyndar gildir sama láglaunapólítíkin einnig um ófaglærða í kvennastéttum og við skólaliðar förum ekki varhluta af því.
Því ber hins vegar að fagna að kvennastétt eins og ljósmæður standi fast á hvoru tveggja sjálfsögðum og eðlilegum rétti sínum að óska launa í samræmi við menntun.
Hér þarf að koma til sögu viðhorfsbreyting þess efnis að almannaþjónusta kosti fjármuni, lengur en eitt eða tvö ár í senn.
kv.gmaria.
Vegferðin.
Fimmtudagur, 4. september 2008
Hinn mannlegi þáttur, hann má ekki falla í valinn,
þótt deili menn hvernig sé best að ferðast um dalinn.
Sanngirni og réttlæti í farteski, ætíð skal finna,
þannig mun farsælast verkin hver einustu að vinna.
Við þurfum menn sem að vita hvert veginn skal feta,
við þurfum menn sem að vilja bæði og geta,
við þurfum menn sem að þora að þoka hér málum,
við þurfum menn sem ei dansa á vogarskálum.
kv.gmaria.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þarf ekki að fara að endurskoða reikniformúlur í þjóðfélagi voru ?
Fimmtudagur, 4. september 2008
Ég er ansi hrædd um það að menn þurfi að fara að reikna ýmislegt betur en gert hefur verið hvað varðar skattöku hins opinbera, sem áhrifavald krafna um launahækkanir ásamt vísitölutengingu launa og verðlags, þar sem verðtrygging fjárskuldbindinga er eins og rússnesk rúlletta sem viðheldur ofurverðbólgu.
Hygg að það sé kominn tími til að tengja orsök og afleiðingu í þessu sambandi án þess að flækja málin frekar.
Því fyrr því betra.
kv.gmaria.
Þyrfti ef til vill að skoða skaðabótalöggjöfina ?
Fimmtudagur, 4. september 2008
Því miður hefur það verið hinu opinbera til vansa hve lítið mið er tekið af mannlegri þjáningu í formi miska í þeim skaðabótamálum sem innihalda slíkt.
Í þessu máli skorti ekki yfirlýsingar ráðamanna, og því sorglegt að sjá hverjar hugmyndir menn hér bera fram í ljósi þess.
kv.gmaria.
![]() |
Telja bætur of lágar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin er enn sem áður, skoðanalaus um íslenskan sjávarútveg.
Miðvikudagur, 3. september 2008
Frá upphafi hefur Samfylkingin algjörlega komið sér hjá því að ræða málefni sjávarútvegs hér á landi og þá hina afar mörgu annmarka núverandi kvótakerfis.
Flokkurinn var með hugmyndir um fyrningar aflaheimilda í farteskinu í kosningunum 2003, sem þá voru út úr kú. Í kosningum 2007 var um nær algjört skoðanaleysi að ræða, og flokkurinn hefur frá upphafi komið sér hjá því að ræða þessi mál sem ekki hvað síst varða landsbyggðina.
Það virðist því að Samfylking sé samferða Sjálfstæðisflokknum í varðstöðu um kerfi sem meirihluti landsmanna er andvígur og hefur ekki skilað upphaflegum árangri í áratugi.
Skuldir sjavarútvegsfyrirtækja í bönkum og hækkandi olíuverð stórútgerðar sem meðal annars hefur reifað það að nota segl til að fleyta fleyjum sínum hefur ekki vakið athygli þessa flokks.
kv.gmaria.
![]() |
Ekki meiri bankabónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Og lausnin er hver ?
Miðvikudagur, 3. september 2008
Það munaði litlu að Jóhanna í Kastljósi saumaði svo vel að formanni VG, hinum annars málglaða forystumanni að honum yrði svara vant, varðandi lausnir flokksins í efnahagsmálunum.
Hún margspurði hann um hið sama en hann hélt áfram í söguskýringum um núverandi ástand fram og til baka.
Eina sem ég náði að kæmi þarna fram var að efla gjaldeyrisvarasjóðinn en kanski hefi ég misst af einhverju.
kv.gmaria.
![]() |
Föst í vítahring ofurverðbólgu og vaxta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Örfá sjávarútvegsfyrirtæki sitja að veiðiheimildum á Íslandsmiðum, ekki landsmenn allir !
Miðvikudagur, 3. september 2008
Svo virðist sem forsætisráðherra sneiði sérstaklega hjá því að minnast á auðlind sjávar og kvótakerfið þar sem stjórnvöld hafa fengið álit um mannréttindabrot í eigin landi, varðandi aðgang manna að atvinnu.
Það er með ólíkindum að menn skuli ekki vakna af þeim Þyrnirósarsvefni sem endurskoðunarleysi þessa kerfis er, þar sem nú í dag væri hægt að dreifa atvinnutækifærum við fiskveiðar milli þegna landsins með ákvarðanatöku um breytingar á því hinu sama kerfi.
Ríkisstjórn sem gæti slegið þrjár flugur í einu höggi með endurskoðun kerfis sjávarútvegs, kýs að sitja með hendur í skauti áfram enn.
Aukning þorksveiða, og jafnstöðuafli til þriggja ára, myndi grisja stofninn og byggja upp.
Hjólum atvinnulífsins á landsbyggðinni væri komið í gang.
Fleiri framleiðendur og atvinna er aftur skapar þjóðhagsleg verðmæti.
kv.gmaria.
![]() |
Forgangsverkefni að tryggja fulla atvinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ráðuneyti í heimahéruð þingmanna sem þeim stjórna ?
Þriðjudagur, 2. september 2008
Er eitthvað því til fyrirstöðu að flytja ráðuneyti út á land, til dæmis í heimahéruð þeirra þingmanna sem þeim stjórna á hverjum tíma ?
Tilraunir hins opinbera til þess að flytja starfssemi stofnanna út á land hafa verið i mýflugumynd enn sem komið er og ég tel að það megi alveg skoða það atriði að flytja ráðuneyti í heilu lagi út á land.
Ísland er á góðri leið til þess að verða borgriki á Reykjanesskaganum sem er sannarlega ekki mín sýn á framtíð þessa lands, þar sem ég tel að við hvoru tveggja þurfum og verðum að stuðla að því að auka vægi byggðar á landinu öllu með hverju því móti sem verða má.
Eftir höfðinu dansa limirnir og ef til vill þarf hið opinbera að ganga undan með góðu fordæmi.
kv.gmaria.
Vinnuumhverfi og eftirlit verkalýðsfélaga um gildandi samninga.
Mánudagur, 1. september 2008
Því miður er það allt of algengt að ungt fólk á vinnumarkaði megi þola það að hafa ofgert líkama sínum vegna vinnuálags, þar sem hvoru tveggja vinnuumhverfi og álag vinnunar beinlínis orsaka slíkt.
Launasposlur vegna undirmönnunar ef einhverjar eru laga ekki likama sem hefur mátt þurfa að vinna allt of lengi í allt of miklu álagi líkamlega, þar sem ekki stendur steinn yfir steini af gerðum kjarasamningum í raun, hvað varðar eðlilegt vinnuumhverfi.
Vinnuvernd hvað varðar almennt heilbrigði er atriði sem ég tel að verkalýðsfélögin hvoru tveggja þurfi og verði að láta sig varða frekar en verið hefur til þessa og sem aldrei fyrr nú á tímum niðurskurðar í mannahaldi svo víða í atvinnulífinu.
Ég hygg að félögunum væri nær að viðhafa verkefni sem slíkt í stað þess að standa í verðlagseftirliti sem ég tel verkefni hins opinbera ekki verkalýðsfélaga.
kv.gmaria.