Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Íslenskt stjórnmálalandslag.

Seint verður hægt að segja að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafi klifið hugsjónatinda hvað varðar frumkvæði eða framtakssemi það sem af er kjörtímabili.

Óvenjumikið flakk ráðamanna á erlenda grund hefur birst sjónum almennings, frá fyrsta degi þessarar stjórnar á sama tíma og almenningur í landinu má búa við verðbólgu og vaxtabyrði, sem og atvinnuleysi í auknum mæli.

Innbyrðis ágreiningur flokkanna tveggja hefur verið sýnilegur í Evrópumálum einkum og sér í lagi og einnig hvað varðar orkunýtingarstefnu. Forsætisráðherrann hefur látið það yfir sig ganga að ráðherrar tali sitt í hvora átt í sömu málum sem ber vott um lélega stjórnun í ríkisstjórn landsins.

Skortur á vitund þess efnis að ráðamenn þurfi að koma fram og tala kjark í fólk á tímum efnahagsþrenginga, í stað þess að sitja sem fastast í Filabeinsturninum, og bíða eftir fjölmiðlum með spurningar er birtingamynd vandræðagangs.

Engar hugmyndir hafa enn verið fram færðar af hálfu ríkisstjórnaflokkanna til þess draga úr gjaldtöku á almenning í formi skattöku, né heldur nokkrar einustu hugmyndir um framþróun hvers konar er kunna að felast í endurskoðun kvótakerfis sjávarútvegs hér á landi.

Betur má ef duga skal.

kv.gmaria.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband