Ráðuneyti í heimahéruð þingmanna sem þeim stjórna ?

Er eitthvað því til fyrirstöðu að flytja ráðuneyti út á land, til dæmis í heimahéruð þeirra þingmanna sem þeim stjórna á hverjum tíma ?

Tilraunir hins opinbera til þess að flytja starfssemi stofnanna út á land hafa verið i mýflugumynd enn sem komið er og ég tel að það megi alveg skoða það atriði að flytja ráðuneyti í heilu lagi út á land.

Ísland er á góðri leið til þess að verða borgriki á Reykjanesskaganum sem er sannarlega ekki mín sýn á framtíð þessa lands, þar sem ég tel að við hvoru tveggja þurfum og verðum að stuðla að því að auka vægi byggðar á landinu öllu með hverju því móti sem verða má.

Eftir höfðinu dansa limirnir og ef til vill þarf hið opinbera að ganga undan með góðu fordæmi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Humm, Gunna sástu aldrei breskuþættina "yes prime minister", gæti orðið svolítið flókið að elta heimahaga ráðherrans.

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.9.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jú Ester, Yes minister, var í algjöru uppáhaldi hjá mér ekki hvað síst Humprey.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.9.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband