Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Marsera vísindin áfram gagnrýnislaus ?
Föstudagur, 6. júní 2008
Er vísindasamfélagið um of einangrað af þröngum hópi sérfræðinga sem ekki fá nægilega gagnrýni ?
Hvort sem um er að ræða hafrannsóknir, læknavísindi ,eða hagfræði ?
Trúum við ef til vill of blint á vísindi alls konar sem hið eina sanna leiðarljós okkur til handa ?
Það er hægt að spyrja endalausra spurninga í þessu sambandi en það er víst að ekki hefur tekist að byggja upp þorksstofninn hér við land samkvæmt hafrannsóknum hér á landi.
Það hefur heldur ekki gengið vel að lækna þjóðina nema með ofboðslegum lyfjakostnaði allra handa, að virðist.
Nútíma hagfræði frjálshyggjufrumskógarmarkaðshyggju tók ekki mið af fæð og smæð þjóðar á norðurhjara veraldar og frelsi varð að helsi líkt og fyrrum.
kv.gmaria.
Skattkerfið og notkun þess.
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Skattkerfið er það hagstjórnartæki sem stjórnmálamenn hafa til þess að stjórna réttlátlega við stjórnvölinn þar sem hvers konar mismunun millum þjóðfélagsþegna skyldi ekki vera fyrir hendi.
Allt of flókið kerfi gerir það að verkum að hvers konar möguleikar manna til þess að komast hjá því að greiða réttlátlega skatta kunna hugsanlega að vera fyrir hendi.
Mín skoðun er sú að prósenta tekjuskatts einstakinga og fyrirtækja eigi að vera sú hin sama sem aftur einfaldar skattkerfi verulega og forðar alls konar endurgreiðslusystemi hins opinbera sem kostar fjármuni við útreikninga allra handa.
Það atriði að persónuafsláttur standi í stað í áraraðir meðan laun og verðlag hækkar upp úr öllu valdi gengur einfaldlega illa eða ekki upp.
Alls konar málamyndaaðgerðir í formi hækkunar einhvers konar bóta hér og þar til að stoppa í annars of háa tekjuskattsprósentu til handa einstaklingum, heitir að færa einn aur úr vinstri vasanum yfir í þann hægri.
Skattkerfið á að vera þess umkomið að skapa hvata fyrir mögulega vinnuþáttöku allra sem vettlingi geta valdið en samtímis að hlúa að uppbyggingu eins samfélags við uppeldi barna og samveru fjölskyldna svo mest sem verða má.
Yfirsýn sitjandi stjórnvalda á heimildir til gjaldtöku í formi skatta og gjalda af hálfu hins opinbera, og þunga þess hins arna til handa einstaklingum hverju sinni, þarf að vera fyrir hendi, þar sem byrðar skyldu aldrei ofviða þeim er taka lægstu laun á vinnumarkaði.
Ég tel að við Íslendingar séum afar sofandi varðandi það atriði að nota skattkerfið til ívílnana af ýmsum toga þar sem ákveðin háttsemi manna ellegar atvinnustarfssemi fær timabundinn skattafslátt sem hvetja kann til framþróunar.
kv.gmaria.
Stjórnmálin snúast um hagsmuni fólksins í landinu.
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Málefni skyldu ætíð ofar mönnum í pólítík og hvers konar barátta manna í millum innan flokka og utan á lítið erindi við almenning. Stjórnmálin snúast um hagsmuni fólksins í landinu og hvernig þeim hinum sömu hagsmunum verði best borgið hverju sinni.
Ég hefi oft velt því fyrir mér hve mikið magn af umfjöllun starfandi fjölmiðla í landinu fer í það að segja fréttir af ágreiningi um lítið sem ekki neitt meðan skortir á sýn yfir svið þjóðmála, og framfara einni þjóð til heilla.
Skortur á nauðsynlegri umfjöllun starfandi fjölmiðla í landinu á fiskveiðistjórnunarkerfið og alla þá afar mörgu ágalla þess í tvo áratugi, er og hefur verið í slíkri mýflugumynd miðað við fréttir af deilum og erjum manna milli og agnúahátt alls konar um keisarans skegg oft og iðulega.
Landbúnaður í landinu hefur heldur ekki fengið umfjöllun sem þjóðarhagur þvert á móti helst sem vandamál, og engin gagnrýni til staðar sem heitið getur á aðferðir stjórnvalda við að fækka og stækka einingar í landbúnaði.
Heilbrigðismál, menntamál, félagsmál og svo mætti áfram telja varðandi það atrði að markviss og fagleg úttekt fjölmiðla í landinu á hverju málasviði fyrir sig væri það sem almenningur fengi að sjá og heyra í stað dægurþras illinda og erja ellegar einungis þess sem er að gerast hverju sinni.
Á þessu finnast undantekningar en betur má ef duga skal.
kv.gmaria.
Fyrrverandi utanríkisráðherra hefði væntanlega ekki sótt kvenleiðtogafund eða hvað ?
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Þess er vonandi að vænta að þetta ferðalag skili okkur Íslendingum einhverju eða hefði ella ekki verið farið en einhverra hluta vegna ber mun meira á ferðalögum núverandi ráðherra Samfylkingar en þeim sem áður sat fyrir tilkomu flokksins í ríkisstjórn.
kv.gmaria.
![]() |
Utanríkisráðherra á ferð og flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Öfgaumhverfisvernd og öryggi manna.
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Þegar vega þarf og meta það tvennt hvort hætta sé búin öryggi mannslífa vegna þess að ísbjörn gengur á land, og það atriði að ná dýrinu lifandi, þá er það einfalt hvort sjónarmiðið vegur þyngra á vogarskálum vitrænna aðferða að ég tel.
Þegar menn hlaupa fram með offorsi og leyfa sér að gagnrýna hluti sem þeir hinir sömu standa sjálfir ekki frammi fyrir í þessu efni afar óvenjulegum hlut sem gerist sjaldan en góð vitneskja er til um hvað getur haft í för með sér, þá hljóta menn að sjá að þeir sem standa frammi fyrir aðstæðum eru þeir sem taka þurfa ákvarðanir, engir aðrir.
Ráðherra umhverfismála þarf því ekki að gangrýna fyrir þessa einstöku ákvarðanatöku og mál sem slíkt ætti ekki að lúta einhverjum pólítiskum línum, sem tilefni til gagnrýni.
kv.gmaria.
Auðvitað fól ráðherra heimamönnum að meta aðstæður.
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Sjaldan eða aldrei hefi ég heyrt eins ómaklega gagnrýni og kom fram frá þingmanni Vinstri Grænna við umhverfisráðherra í sjónvarpi í kvöld.
Það mátti helst skilja á Álfheiði Ingadóttur að það að fanga ísbjörn væri eins og ná heimilisketti ofan úr tré, eða kindum af fjalli svo sjálfsagt taldi þingmaðurinn vera að hægt hefði verið að fanga björninn lifandi.
Það skyldi þó aldrei vera að heimamenn hafi gert sér grein fyrir því að björnin hefði hugsanlega getið rekist á gangandi ferðamenn á svæðinu og sennilega étið þá enda dýrið svangt.
Hvaða gagnrýni skyldi þá hafa komið úr stokknum ?
kv.gmaria.
![]() |
Ísbjörn við Þverárfjall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Koma menn af fjöllum varðandi ofurbílaeign Íslendinga ?
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Fyrst nú árið 2008 eru stjórnvöld hér á landi að viðra það atriði að fara að hugsa um eyðslufrek ökutæki og koltvísýringslosun í þvi sambandi. Halelúja....
Næstum annar hver landsmaður ekur á amerískum pallbíl, sem vegna lítilla tolla hefur nýlega verið fluttur til landsins.
Nákvæmlega ekki nokkurn skapaðan hlut hefur verið að því gert síðastliðinn hálfann áratug að stuðla að því að landsmenn noti og nýti eyðsluminni ökutæki sem einnig slita gatnakerfi minna og valda þar með minni kostnaði í raun á heildina litið.
Ekkert hefur verið horft á díselolíu versus bensín í þessu sambandi ekki neitt ólíkt öðrum þjóðum.
Fiskiskipaflotinn, landbúnaðurinn skyldi þar vera um að ræða ofurtól í formi orkufrekra eininga ?
Hugsanlega hefur " stærðarhagkvæmnin " ekki verið reiknuð til enda.
Allt í einu hefur starfshópur á vegum stjórnvalda uppgötvað vandamálið.
Það er þó fyrsta skrefið.
kv.gmaria.
Þjónustustig heilbrigðisþjónustu samkvæmt gæðastöðlum ?
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Öll þjónusta hins opinbera hvort sem um er að ræða heilbrigðisþjónustu eða aðra opinbera þjónustu á að vera þess umkominn að skilgreina sig samkvæmt þjónustustigi á hverjum tímapunkti, sem tekur mið af gæðastöðlum þeim sem hvers konar fagmenntun til starfanna inniheldur.
Það er hins vegar ekki nóg að hafa gæðastaðlana ef ekkert virkt eftirlit er fyrir hendi með þeirri hinni sömu framkvæmd, því þá er ekki hægt að tala um gæðastaðlaða þjónustu.
Rétt eins og læknavísindin þurfa að sannreyna hin ýmsu lyf við sjúkdómum, þá þarf nákvæmlega hið sama að vera fyrir hendi um þjónustuna í heild sem slika frá a-ö.
Gæðaeftirlit kostar fjármuni en skilar sér sem stöðugleiki til langtíma, og setur þjónustu mörk sem meðal annars innihalda mannafla að störfum, nauðsynleg tæki og tól, og fagmenntaða aðila til verka við vinnu.
Þeim fjármunum skyldum við ekki sjá eftir
kv.gmaria.
Upplýsingaskylda stjórnvalda um almannavarnir.
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Þegar hamfarir af völdum jarðskjálfta kemur til sögu hjá okkur eins og átti sér stað sl. fimmtudag, þá er það nauðsynlegt að mínu viti að fræða almenning um viðbrögð við jarðskjálftum af hálfu opinberra aðila svo mest sem verða má.
Fræðsla dregur úr ótta, og á sínum tíma voru almannavarnaflautur prófaðar reglulega sem vissulega vakti hverju sinni til umhugsunar um tilganginn.
Ég trúi ekki öðru en til sé efni til myndsýninga í ljósvakamiðlum um fyrstu viðbrögð við jarðskjálfta og tel að það sé hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að draga það fram og veita þar með upplýsingar sem skipta máli, og aftur veita almenningi ákveðið öryggi.
kv.gmaria.
Gengisfelling og mótvægisaðgerðir til handa " markaðskerfi " sjávarútvegs ?
Mánudagur, 2. júní 2008
Það er nokkuð hjákátlegt að skoða röksemdir ráðherra sjávarútvegsmála hér á landi sé tekið tillit til málflutnings flokksmanna Sjálfstæðisflokksins varðandi kerfi sjávarútvegs hér á landi áður en núverandi kvótakerfi var tekið í notkun.
Sá málflutningur hefur einkum beinst að því atriði að áður hafi vanda sjávarútvegsins verið sópað undir teppið í formi gengisfellinga...... en er hér um eitthvað annað að ræða nú um stundir ?
úrdráttur úr ræðu ráðherra.
"
"Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár," sagði Einar.
Hann sagði, að í kjölfarið á þessum niðurskurði hefðu stjórnendur og annað starfsfólk í sjávarútvegi enn sem fyrr sýnt þá ótrúlegu útsjónarsemi, sem hafi verið aðalsmerki þessarar atvinnugreinar.
Menn hafa fundið leiðir til að búa til meiri tekjur úr minni heimildum, m.a. með hjálp þeirrar stórkostlegu tækni, sem einkennir fiskvinnslu og fiskveiðar okkar. Hækkun afurðaverðs í þorski og lækkun gengis íslensku krónunnar hefur vegið á móti þeirri tekjuminnkun sem þorskaflaskerðingin hefur valdið atvinnugreininni og gert mönnum auðveldara en ella, að sigla í gegn um þennan mikla brimskafl," sagði Einar." "
kv.gmaria.
![]() |
Kvótaniðurskurður hefur skilað árangri í markaðsstarfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)