Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Á Evrópusambandið að bjarga gömlu flokkunum frá mestu stjórnmálamistökum síðustu aldar.
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Lögleiðing hins frjálsa framsals með aflaheimildir á Íslandsmiðum sneri einu þjóðfélagi á annan endann þar sem ofurgróðabrask varð til með tilheyrandi ofþenslu í efnahagslífinu.
Allt tal um inngöngu í Evrópusambandið nú við innbyrðis efnahagsleg mistök ásamt erfiðum ytri skilyrðum við olíuverðshækkanir er tækifærismennska fram í fingurgóma, annað ekki.
Allir stjórnmálaflokkar hverju nafni sem þeir nefnast nú nema Frjálslyndi flokkurinn eiga þátt í því að taka þátt í lagasetningu um frjálst framsal aflaheimilda inn í fiskveiðistjórnunarlögin.
Lög sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna komst að að væri mismunun þegnanna hér á landi og ekki varð undrunarefni til handa þeim er kerfisskipulagið hafa gagnrýnt í áratug að minnsta kosti.
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins situr nú sem ritstjóri fríblaðs markaðsfyrirtækis þar sem yfirmaður hans í fyrirtækinu er fyrrverandi aðstoðarmaður hans sem ráðherra sjávarútvegsmála.
Blað þetta hefur litið fjallað um kvótakerfið og annmarka þess og rítstjórnargreinar eru allar á eina lund, ágæti kerfisins er dásamað ásamt aðild að Evrópusambandinu sem myndi án efa opna leiðir fyrir hið sama fyrirtæki á Evrópumarkað.
Þetta er sú matreiðsla fréttaefnis sem þjóðinni er færð á siflurfati fríblaðamennsku og frjálsræðis hér á landi, þar sem engu skiptir hvort viðkomandi hafi haft með mál er fjallað er um að gera á fyrri stigum hvers konar, jafnvel ekki sem ráðherra.
Skyldi einhver undra að flokkur eins og Frjálslyndi flokkurinn sem gagnrýnt hefur kvótakerfið í áratug, sem stjórnarandstöðuflokkur , hafi ekki fengið mikið pláss fyrir sína gagnrýni , þegar svo er í pottinn búið ?
Spyr sá sem ekki veit ?
kv.gmaria.
Alþingi Íslendinga fékk ekki að fjalla um svar stjórnvalda til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna .
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis lætur hafa það eftir sér á einhverjum fréttamiðli í dag að sá hinn sami telji mikilvægt að allir komi að endurskoðun kvótakerfis sjávarútvegs, en sá hinn sami stóð ekki fyrir því að Alþingi fengi að fjalla um svar Íslands til Mannréttindanefndarinnar.
Hvernig lítur það hið sama svar út í heild og hvaða röksemdir hefur ríkisstjórnin sent erlendis án þess að kjörnir fulltrúar fái augum að líta svarið áður.
Hér er um að ræða mál af þeirri stærðargráðu að varðar alla þjóðina og því með ólíkindum að svar Íslendinga skuli ekki hafa verið birt öllum kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á þingi.
Orð formanns Samfylkingar í síðasta Silfri Egils þess efnis að Íslendingar gætu bara svarað að þeir væru að gera " eitthvað " ..... að virðist með það helst að markmiði að láta það ekki trufla mikið önnur störf ríkisstjórnar hvers konar, skyldi þó aldrei gera það að verkum að allt starf við framboð til Öryggisáðs Sameinuðu þjóðanna strandaði á þeirri hinni sömu afstöðu vegna andvaraleysis í þessu stóra máli.
Það yrði vægast sagt skipstrand núverandi ríkisstjórnarflokka.
kv.gmaria.
![]() |
Svar sent til mannréttindanefndar SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aukinn þorskveiði er bjarghringur efnahagslegs öngþveitis á Íslandi.
Mánudagur, 9. júní 2008
Formaður Frjálslynda flokksins Guðjón Arnar Kristjánsson hefur komið fram með einu raunhæfu tillögurnar til handa þjóðinni í því efnahagslega öngþveiti sem til staðar er hér á landi, sem er það atriði að leggja til ákvarðanatöku um auknar veiðiheimildir í þorski á Íslandsmiðum, þrátt fyrir ráðgjöf rannsóknaraðila þar að lútandi um magn veiða.
Raunin er sú að ráðgjöf þessi er pikkföst í uppfundnum stöðluðum formúlum sem illa eða ekki hafa lotið nokkurri einustu endurskoðun með afar takmarkaðar sannreyndar vísindaaðferðir til grundvallar niðurstöðum ráðlegginga.
Vísindamenn eru ekki alvitrir það bera tölurnar um þorskinn í Barentshafi raun vitni þar sem Norðmenn og Rússar hafa tekið ákvörðun um meiri veiðar en ráðleggingar hafa verið um án þess að stofninn hafi sjáanlega borið skaða af, þvert á móti hefur stofninn byggst upp.
Það er ekki nóg að tala um það á hátíðisdögum að hlusta eigi á fiskifræði sjómannsins líkt og tveir ráðherrar sjávarútvegsmála hafa gert, slíkt þarf að vera fyrir hendi í framkvæmd mála einnig.
kv.gmaria.
Gömul mynd frá Flateyri við Önundarfjörð.
Mánudagur, 9. júní 2008
Mynd af mynd, frá Flateyri við Önundarfjörð, myndin hennar mömmu sem ég hefi nú uppi á vegg hjá mér en myndin hefur tengst ótal frásögnum af æskuslóðum frændgarðs míns á Vestfjörðum, sem að hluta til urðu lifandi fyrir hugskotsjónum og hluti míns uppvaxtar í sveit á Suðurlandi.
kv.gmaria.
Hagfræðingur sem leggur sannleikann á borðið.
Mánudagur, 9. júní 2008
Ef litið er til þess gengdarlausa áróðurs sem verið hefur á ferð í allan vetur af hálfu ráðherra Samfylkingar í ríkisstjórn meðal annars varðandi upptöku Evru og ESB aðild er það ljóst að þeir hinir sömu hafa lítið annað gert en að slá ryki í augu þjóðarinnar með slíku tali, sem hagfræðingur við London School of Economics, slær hér út af borðinu.
úrdráttur úr fréttinni.
"
Jón sagði umræðuna um upptöku evru á íslandi furðulega við þessar aðstæður. Rétt væri að vandi efnahagslífsins væri minni ef hér væri notuð evra. Hins vegar sé upptaka annars gjaldmiðils langt ferli. Gengi krónunnar þyrfti að vera rétt skráð og lönd hefðu tengt gjaldmiðil sinn við evru í hálfan áratug áður en gengið væri inn í myntsamstarf. Gengið þyrfti að vera rétt skráð því annars myndi kreppa ganga yfir. Það hefði gerst í Þýskalandi og á Spáni og þar hefðu sveiflur verið miklu, miklu minni en á Íslandi."
kv.gmaria.
![]() |
Viðbrögð við kreppu hættulegust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veröldin er full af ýmsu fagurlega gerðu.....
Sunnudagur, 8. júní 2008
Veröldin er full af ýmsu fagurlega gerðu,
ef að aðeins örlítið, af tíma þínum verðu.
Til að lita kring um þig og sjá það sem að er,
finnurðu út að fegurðin, fylgir alltaf þér.
kv.gmaria.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góður Landsráðsfundur Frjálslyndra á Laugarvatni.
Sunnudagur, 8. júní 2008
Mjög margt athyglisvert kom fram á fundi okkar á Laugarvatni í dag, meðal annars kom Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins, með þetta sem sjá má á xf.is.
"
Ráðgjöf fiskifræðinga í Barentshafi algjörlega marklaus |
Magnús Þór Hafsteinsson fór yfir ráðgjöf fiskifræðinga um hefði verið sá að Norðmenn hafa ekki snert aðalfæðu þorsksins, loðnuna. Magnús sagði að við ættum að gera það sama hér á landi: Veiða þorskinn en að sjá til þess að fiskurinn hafi nóg að éta og hætta að veiða loðnuna. Spyrja má hvort þorskstofninn væri þetta sterkur í dag ef Rússar hefðu ekki hreinlega pínt Norðmenn til þess að virða tillögur fiskifræðinga að vettugi. Magnús sýndi máli sínu til stuðnings frétt með tölum um þetta sem birtist í norskum fjölmiðli, Fiskaren. http://fiskeribladetfiskaren.no/?side=101&lesmer=7707 " mjög atlhyglisvert og ætti að segja okkur Íslendingum eitthvað. kv.gmaria. |
Vinstri og hægri forræðishyggja hér á landi.
Laugardagur, 7. júní 2008
Að vissu leyti má segja að almenn mannleg skynsemi finni sér varla stað í pólítik öfganna á milli til vinstri og hægri hér á landi.
Meintur jafnaðarmannaflokkur í ríkisstjórn Samfylkingin er helsti talsmaður þess að ganga inn í Evrópubandalagið og rekur fyrir því mikinn áróður ljóst og leynt í sinni setu við valdataumana, en flokkurinn hefur að mestu frá stofnun komið sér hjá því að hafa skoðanir á skipan mála við fiskveiðistjórn hér við land, og því ekki tekið þátt í baráttu fyrir breytingum á ónýtu kerfisskipulagi.
Vinstri Grænir hafa sankað að sér fylgi undir formerkjum þess að vernda móður náttúru en hafa heldur ekki litið út fyrir landsteinanna í því efni á fiskimiðin og notkun þeirra fyrr en allt í einu nú nýlega eftir dúk og disk. Öfgaafstaða þeirra í ýmsum málum eins og atvinnusköpun við framleiðslu áls hér á landi, málar þeirra málflutning út í horn, svo ekki sé minnst á ísbjörninn sem gekk á land.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki svipur hjá sjón frá því sem var og valdþreyta og forystukreppa ýmis konar einkennir athafnir allar af hálfu ríkisstjórnarþáttöku nú um stundir þar sem enn er varðstaða um ómögulegt kerfi sjávarútvegs einni þjóð til handa.
Framsóknarflokkurinn má muna sinn fífil fegri en að öllum líkindum er hann að mestu leyti samferða Frjálslynda flokknum sem miðju borgaralegur flokkur hægra megin við miðju, án öfga í báðar áttir, utan þess þó að vera þáttakandi í því að búa til ónýtt fiskveiðikerfi fyrir land og þjóð, þar sem flokkana greinir algjörlega á um.
Vinstri og hægri forræðishyggja hafa að vissu leyti hamlað framþróun hér á landi þar sem nauðsynleg endurskoðun aðferðarfræði hvers konar hefur ekki verið fyrir hendi og annað hvort einhliða sýn á mátt hagkvæmni í formi skammtímahagsmuna ellegar það að snúa hjólum atvinnulífs afturábak með algerri stöðnun.
Ekkert þar á milli.
kv.gmaria.
Hverjir fjárfestu í sjávarútvegsfyrirtækjunum á hlutabréfamarkaðnum á sínum tíma ?
Föstudagur, 6. júní 2008
Voru það lífeyrissjóðir landsmanna sem upphaflega hlupu af stað til þess að festa í sessi það kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi sem EKKI hefur byggt upp þorksstofninn, og EKKI byggt upp atvinnu í landinu með fjárfestingum í hlutabréfum í sjávarútvegi ?
Hurfu sjávarútvegsfyrirtæki af markaði þegar lífeyrissjóðirnir færðu sínar fjárfestingar ?
Ef til vil með góða skuldastöðu ?
hér er úrdráttur úr bloggpistli sjávarútvegsráðherra um íslenskan sjávarútveg.
"
Við Íslendingar höfum unnið gegn niðurgreiðslum í sjávarútvegi og flutt fram margvísleg rök. Meðal annars þau að niðurgreiðslurnar stuðli að því að menn stundi rányrkju. Haldi úti skipum til veiða úr stofnum langt umfram afrakstursgetuna og það geti menn með opinberum stuðningi. Þegar fiskistofnar minnka verður veiði úr þeim almennt óhagkvæm. Við slíkar aðstæður er ríkisstyrkur stórhættulegur og algjörlega ábyrgðarlaus. "
Því til viðbótar má spyrja um hvers vegna núverandi ríkisstjórn hafi hlaupið upp til handa og fóta varðandi mótvægisaðgerðir þegar niðurskurður í þorskstofni kom til í fyrra.
Eru mótvægisaðgerðir ekki ríkisstyrkur ?
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað kemur okkur Íslendingum þetta við ?
Föstudagur, 6. júní 2008
Íslendingar eru EKKI ríki í ESB og umhverfismálaframkvæmdarstjórnarmaður í sambandinu sem viðrar skoðinir sínar í brezku blaði, um hvalveiðar, varðandi það atrið að hvetja þjóðir sambandsins til að standa gegn slíku...... hvað kemur það okkur við ?
kv.gmaria.
![]() |
Hvetur ríki ESB til að sameinast gegn hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |