Gengisfelling og mótvægisaðgerðir til handa " markaðskerfi " sjávarútvegs ?

Það er nokkuð hjákátlegt að skoða röksemdir ráðherra sjávarútvegsmála hér á landi sé tekið tillit til málflutnings flokksmanna Sjálfstæðisflokksins varðandi kerfi sjávarútvegs hér á landi áður en núverandi kvótakerfi var tekið í notkun.

Sá málflutningur hefur einkum beinst að því atriði að áður hafi vanda sjávarútvegsins verið sópað undir teppið í formi gengisfellinga......  en er hér um eitthvað annað að ræða nú um stundir ?

úrdráttur úr ræðu ráðherra.

"

 "Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár," sagði Einar.

Hann sagði, að í kjölfarið á þessum niðurskurði hefðu stjórnendur og annað starfsfólk í sjávarútvegi enn sem fyrr sýnt þá ótrúlegu útsjónarsemi, sem hafi verið aðalsmerki þessarar atvinnugreinar.

„Menn hafa fundið leiðir til að búa til meiri tekjur úr minni heimildum, m.a. með hjálp þeirrar stórkostlegu tækni, sem einkennir fiskvinnslu og fiskveiðar okkar. Hækkun afurðaverðs í þorski og lækkun gengis íslensku krónunnar hefur vegið á móti þeirri tekjuminnkun sem þorskaflaskerðingin hefur valdið atvinnugreininni og gert mönnum auðveldara en ella, að sigla í gegn um þennan mikla brimskafl," sagði Einar." "

 

kv.gmaria.


mbl.is Kvótaniðurskurður hefur skilað árangri í markaðsstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Þetta kerfi er að niðurlotum komið.  Ein einföld spurning; hvernig virkar það eftir fimm ár?  Tíu ár????

Bjarni G. P. Hjarðar, 2.6.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Í minum huga virkar það einfaldlega ekki og því ver sem tíminn líður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.6.2008 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband