Upplýsingaskylda stjórnvalda um almannavarnir.

Þegar hamfarir af völdum jarðskjálfta kemur til sögu hjá okkur eins og átti sér stað sl. fimmtudag, þá er það nauðsynlegt að mínu viti að fræða almenning um viðbrögð við jarðskjálftum af hálfu opinberra aðila svo mest sem verða má.

Fræðsla dregur úr ótta, og á sínum tíma voru almannavarnaflautur prófaðar reglulega sem vissulega vakti hverju sinni til umhugsunar um tilganginn.

Ég trúi ekki öðru en til sé efni til myndsýninga í ljósvakamiðlum um fyrstu viðbrögð við jarðskjálfta og tel að það sé hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að draga það fram og veita þar með upplýsingar sem skipta máli, og aftur veita almenningi ákveðið öryggi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þeir benda á leiðbeiningar í símaskrá

Hólmdís Hjartardóttir, 3.6.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl.

Það er ekki nóg að ég tel, hygg að ekki sæki einu sinni allir Simaskrána sökum þess þeir nota netið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.6.2008 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband