Góður Landsráðsfundur Frjálslyndra á Laugarvatni.

Mjög margt athyglisvert kom fram á fundi okkar á Laugarvatni í dag, meðal annars kom Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins, með þetta sem sjá má á xf.is.

"

Ráðgjöf fiskifræðinga í Barentshafi algjörlega marklaus

Magnús Þór Hafsteinsson fór yfir ráðgjöf fiskifræðinga um þorskafla í Barentshafi á fundi Landsráðs í dag. Hann sagði að Norðmenn hefðu verið píndir af Rússum til þess að heimila 390 þús.tonn en ráðgjöfin var 110 þús.tonn. Þetta var árið 2000. Núna, árið 2009, er ennþá verið að veiða svipað eða jafnvel meira eða allt upp í hálfa milljón tonna af þorski. Atburðarásin í Barentshafi öll þessi ár hefur verið sú að þorskstofninn er alltaf að styrkjast þrátt fyrir viðvörunarorð fiskifræðinga um að þroskstofninn sé í stór hættu. Hann taldi að lykillinn að þessu

hefði verið sá að Norðmenn hafa ekki snert aðalfæðu þorsksins, loðnuna. Magnús sagði að við ættum að gera það sama hér á landi: Veiða þorskinn en að sjá til þess að fiskurinn hafi nóg að éta og hætta að veiða loðnuna. Spyrja má hvort þorskstofninn væri þetta sterkur í dag ef Rússar hefðu ekki hreinlega pínt Norðmenn til þess að virða tillögur fiskifræðinga að vettugi. Magnús sýndi máli sínu til stuðnings frétt með tölum um þetta sem birtist í norskum fjölmiðli, Fiskaren.

http://fiskeribladetfiskaren.no/?side=101&lesmer=7707 "

mjög atlhyglisvert og ætti að segja okkur Íslendingum eitthvað.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Allt velmeinandi landráð er gott, hvaðan sem það kemur, sé meiningin að koma á siðmenntuðu samfélagi

Aðalheiður Ámundadóttir, 8.6.2008 kl. 01:21

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ehh, ætli ég verði tekin föst vegna þessara ummæla, fyrir 'Propaganda for war'?

Aðalheiður Ámundadóttir, 8.6.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl vertu.

Var nýlega að frétta það að þú værir ein af þeim fáu sem standa vilja vörð um grundvallarmannréttindi hér á landi, og tek ofan hattinn fyrir þér í því efni.

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum viðhafði friðsamleg mótmæli á sjómannadaginn varðandi það atriði.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.6.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já takk fyrir síðast GMaría. Þetta var fínn fundur. Hann var frekar rólegur og málefnalegur en leiðinlegt hvað margir fóru um miðjan dag. Kvöldverðurinn var  nefnilega ferlega góður og svo auðvitað söngur og gamanmál að hætti Frjálslyndra. Formaðurinn söng á færeysku og Pétur Bjarna á dönsku og einn skemmtilegur maður sem ég veit ekki hvað heitir söng enska gamanvísu. Svo voru einnig tekin nokkur gömul lög á gamla góða ylhýra nema hvað. Rosa stuð. Kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.6.2008 kl. 07:34

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolla.

Sömuleiðis, fundurinn var fínn og gaman að vita að það hafi verið fjör í söng og gleði um kvöldið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.6.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband