Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kannanir um flokkun þjóðfélagshópa til þjónkunar við markaðinn á gráu svæði.

Ég tek yfirleitt aldrei þátt í könnunum vegna þess að fyrsta spurning mín er hver kaupir könnunina, og mér er tjáð að það fáist ekki uppgefið.

Fréttin um þessa könnum þess efnis að vel launaðir menntamenn lesi meira tiltekna fjölmiðla, er nokkuð hjákátleg og í anda einhvers gamals stéttskiptingarvirðingarstigamælikvarða.

Skilgreininga og flokkunariðinaðurinn lætur ekki að sér hæða eða hvað ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Vel launaðir menntamenn fylgjast með RÚV og mbl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavædd heilbrigðisþjónusta ?

Það er ágætt að menn fari að skilgreina í hvað aurar skulu fara og hvað ekki en ég minni á að miklar umræður fóru fram um Sóltún á sínum tíma. Hið opinbera á að sjálfsögðu ekki að niðurgreiða með kostanaðarþáttöku eitt verkútboð á kostnað annarrar þjónstu við aldraða annars staðar.

Jafnræði millum sams konar úrræða veittrar þjónustu þarf að vera til staðar fyrir landsmenn.

kv.gmaria.


mbl.is Ríkisendurskoðun með úttekt á rekstri Sóltúns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að lögreglu gangi vel að finna manninn.

Það er frekar ógeðfellt að vita að rán hvers konar verða æ tíðari í okkar samfélagi og maður veltir fyrir sér hvað er til ráða til þess að sporna við slíku.

Hafandi skoðað þessar myndir velti ég því fyrir mér hvort tæknin hefði ekki getað komið við sögu og um leið og ræninginn gekk út um fyrri opnanlegar dyr bankans hefðu hinar ytri og hinar innri lokast og sá hinn sami lokast einn inni í glerbúri.

Veit ekki ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Ræninginn ófundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða öll sveitarfélög með mannréttindastjóra á sínum vegum ?

Mun höfuðborgin skapa hér fordæmi fyrir önnur sveitarfélög í landinu í þessu efni ?

Ef það kemur til þá munu slíkir aðilar væntanlega fylgja vel eftir að Ísland virði niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi mismunun þegnanna við aðkomu að sjávarútvegi á Íslandi.

kv.gmaria.


mbl.is Staða mannréttindastjóra auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir fíkniefnahundi Vestmanneyinga, veri hann ætíð velkominn í heimsókn ef samgöngur leyfa...

Hverju einasta grammi sem gert er upptækt af efnum til eyðileggingar á heilastarfssemi landsmanna, ber að fagna og þakka lögreglu athhafnasemi sem slíka.

kv.gmaria.


mbl.is Talsvert fannst af fíkniefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattaívilnanir nær óþekkt fyrirbæri hér á landi.

Meðan aðrar þjóðir nota skattívilnanir á hinum ýmsu sviðum höfum við Íslendingar setið með uppi með skattkerfi sem stjórnmálamenn hafa varla hnikað umbreytingum á í áratugi eins furðulegt og það er.

Upptaka virðisaukaskatts hefði aldrei átt að koma til sögu að mínu viti enda þar um of kostnaðarsöm flókindi að ræða sem aftur hefur valdið minni skattskilum en ella væri.

Frysting skattleysismarka við upphæðir við fátæktarmörk í mörg herrans ár eru vitnisburður offars stjórnvalda í skattöku gagnvart almenningi í landinu og endurskoðunarleysi valdhafa þar að lútandi í allt of langan tíma.

Meira og minna hafa ýmsar aðgerðir valdhafa miðast við það að stagbæta helstu göt kerfisins með sértækum aðgerðum eins fáránlegt og það er og heitir að færa eina krónu úr vinstri vasanum yfir í þann hægri svo sem hækkun húsaleigubóta vegna þess að fólk greiðir of háa skatta af launum.

Áhorf á skattkerfið og þá jákvæðu hvata sem nota má og nýta til dæmis í formi skattaívilnana á hinum ýmsu sviðum er að vissu leyti óplægður akur hér á landi og löngu kominn tími til þess að menn fari að eygja þá sýn.

Tímabundin niðurfelling hins opinbera á gjaldi á díselolíu er til dæmis dæmi um slíka aðgerð, með það að markmiði að veita ívilnun undir formerkjum umhverfsvænni orkunotkunar ásamt því að takast á við skell hækkandi verðs á heimsmörkuðum.

kv.gmaria.

 


Þarf að endurmeta stærðarhagkvæmnisforsendur atvinnuvega á Íslandi ?

Töfraorð hins meinta markaðssamfélags hér á landi undanfarin misseri hafa verið tvö, FÆKKUN OG STÆKKUN. Það er hins vegar álitamál hvort slíkt á rétt á sér þegar svo er komið að hugsanlega kann mörg þúsund tonna fiskiskip að eyða miklu olíumagni við leit að fiski við landið, meðan smærri útgerðareiningar hafa verið aflagðar til þáttöku að miklu leyti.

Hvers konar ofur tóla og tækjavæðing hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða landbúnað útheimtir óhjákvæmiega olíuna sem stóran þátt verðlagningar í framleiðslunni sem hlýtur að kalla á áhorf stjórnvalda fyrr eða síðar á það hið sama atriði.

kv.gmaria.


mbl.is Olíuverð í hæstu hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa stjórnvöld eitthvað að gert til þess að stuðla að notkun eyðsluminni ökutækja í umferð ?

Hvað veldur því að stór hluti ökutækja á vegum eru þung og eyðslufrek ökutæki sem einnig valda all mikilli endurnýjun gatna við notkun nagladekkja innanbæjar ?

Getur það verið að stjórnvöld í landinu hafi ekki burði til þess að stýra að einhverju leyti þróun í fjölda eyðslufrekra ökutækja í landinu ?

Varla er nokkuð sjálfsagðara á þessum síðustu og verstu tímum olíuverðs í sögulegu hámarki, en að almenningur eigi þess kost að kaupa ökutæki sem eyða hvað minnstu eldsneyti í ferðalögum á milli staða og þar hljóta tollar og innflutningsgjöld að vega nokkuð.

kv.gmaria.


Hvers vegna liggur svona mikið á að innleiða matvælalöggjöf ESB á Íslandi ?

Svo virðist sem umsagnaraðilum hafi ekki gefist nema hálfur mánuður upphaflega til þess að skila inn umsögnum um þetta mál og umkvartanir þeirra hinna sömu því skiljanlegar.

Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir okkur Íslendinga og er þetta hluti af EES samningum eða hvað ?

Eða ákvörðun núverandi ráðamanna ?

kv.gmaria.


mbl.is Frestur til athugasemda ekki framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostar það ekkert að flytja matvæli yfir Atlantshafið ?

Getur það verið að einhver önnur lögmál gildi um innflutning landbúnaðarafurða inn i landið heldur en frá því ?

Það hlýtur að kosta ákveðna upphæð að flytja vöru á milli landa og hver borgar þann kostnað fyrst og síðast nema neytendur, kaupendur vörunnar í viðkomandi landi.

Sé hægt að framleiða landbúnaðarafurðir innanlands til innanlandsþarfa þá gefur það augaleið að slíkt er hagkvæmara en að flytja sams konar afurðir yfir Atlantshafið með tilheyrandi olíukostnaði sem leggst á vöruna við flutning og umsýslugjaldi innflutningsaðila.

Sjálfbærni hverrar þjóðar inniheldur það að framleiða mat að þörfum innanlands, án einokunar eða okurs hvers konar í slíku og þau hin sömu skilyrði er auðveldlega hægt að skapa í landbúnaði hér á landi þar sem þekking er fyrir hendi.

kv.gmaria.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband