Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kostnaðarþáttaka sjúklinga við leitan í grunnþjónustu við heilbrigði má ekki hamla leitan í þjónustuna.

Það hefur verið og er enn Akkilesarhæll Íslendinga að verja nægilegu fjármagni til þess að inna af hendi grunnþjónustu heilbrigðis með góðu móti fyrir meiri hluta þjóðarinnar.

Grunnþjónustan er forvörn gagnvart síðari tíma vandamálum og þvi lykilatriði að sú hin sama þjónusta sé öllum aðgengileg og þar má kostnaðarþáttaka ellegar skortur á starfsmönnum við þjónustu ekki hamla leitan.

Greið leið alls almennings að þjónustu heimilslækna í landinu er forgangsatriði í ráðstöfunum stjórnvalda í málaflokknum og þar á ekki að skipta máli hvort viðkomandi landsmaður býr úti á landi eða á höfuðborgarsvæðinu, allir eiga að geta sótt þjónustu sem slíka með góðu aðgengi.

Það atriði að hluti landsmanna sem búa á höfuðborgarsvæðinu geti einungis gengið beint til sérfræðinga í sérfræðilækningum hinum ýmsu með kostnaðarþáttöku allra landsmanna er atriði sem án efa þarf að skoða ögn betur en verið hefur hingað til með tilliti til notkunar skattpeninga í málaflokkinn.

Hið opinbera greiðir nefnilega ekki þann mismun sem felst í ferðakostnaði sjúklinga af landsbyggðinni við leitan í sérfræðiþjónustu þá sem íbúar Stór Reykjavíkursvæðisins geta gengið beint í án mikils ferðakostnaðar til þess hins sama.

Opinber þjónusta með skilgreind markmið og tilgang hlýtur því ætið að taka mið af því að landsmenn allir sitji við sama borð varðandi þá hina sömu þjónustu varðandi aðgengi að slíku.

Mat á þjónustuþörf ætti að liggja hjá starfsmönnum grunnþjónustuþátta kerfisins eðli máls samkvæmt, alls staðar á landinu er hafa fagmenntun til þess hins sama.

kv.gmaria.


Ragnar Arnalds lagði rökin gegn aðild að Evrópusambandinu á borðið.

Þeir Ragnar Arnalds og Jón Baldvin tókust á í Silfri Egils um Evrópumál þar sem Ragnar lagði á borðið þau rök sem eru gegn hugsanlegri aðild Íslendinga að Evrópusambandinu þ.e það fást engar " sérlausnir " eða undanþágur öðru nafni varðandi yfirráð yfir fiskimiðunum við landið.

Það var nú annars svolítið sérstakt að sjá Jón Baldvin ræða um kvótakerfi sjávarútvegs og ræða um að það þyrfti að láta reyna á það hvort það stæðist fyrir dómsstólum, en Jón er einn af þeim sem ber ábyrgð á tilvist þess hins sama með þáttöku í ríkisstjórn þess tíma.

Raunin er hins vegar sú að þeir sem vilja vita það atriði að enn sem komið er getum við Íslendingar ekki fengið neinar sérundanþágur varðandi okkar fiskimið við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið og það stórkostlega fullveldisafslal sem það myndi þýða að ganga þangað inn við þau skilyrði þar að lútandi þýðir í raun að við gætum EKKERT haft um það að segja hvernig tæplega helming þjóðartekna væri ráðstafað.

kv.gmaria.


Hestar og reiðhjól í framtíðinni ?

Það endar með þvi að enginn hefur efni á bensíni á blikkbeljurnar , einkum og sér í lagi þá stærstu og eyðslufrekustu sem stjórnvöld hafa ekki lagt miklar hömlur á, í formi tolla,  þótt umhverfisvitund eigi að vera á ferð með vitund um slíkt í málum öllum.

Það kann því að vera ágætt að eiga fararskjóta sem reiðhjól eða hest, sem ef til vill fer að fá tilheyrandi stæði sem fararskjóti á ný, hver veit ?

kv.gmaria.

 


mbl.is Samdráttarskeið á bílamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýr hænsni í stað atvinnu í landinu ?

Hversu lengi munu innflutningsfyrirtæki þess umkominn að viðhalda lágu verði á hænsnum yfir hafið ? Skyldi það ekki fara eftir magni og hvað skyldi það kosta samfélag vort að tapa atvinnu af starfssemi sem slíkri innanlands ?

Allt hlýtur að þurfa að vega og meta á lóðarskálum ákvarðanatöku um slikt.

kv.gmaria.


mbl.is Spáir miklum innflutningi á kjúklingabringum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðshyggjuþokumóðan, þrítugasti og fyrsti kapítuli.

Ákveðin tegund öfganýfrjálshyggju hefur verið og er til staðar í stjórnvaldsathöfnum undanfarinna ára þar sem meðferðis eru markmið þess efnis að Ísland sé markaður, þótt þjóðfélagið telji aðeins þrjú hundruð þúsund manns, sem ekki telst markaður.

Þjóðin hefur ekki einungis mátt við það búa að hent væri yfir okkur einhvers konar " markaði " á öllum sviðum ( án þess að hann væri til ) með tilheyrandi einokun, heldur einnig þáttöku hins opinbera í sliku tilstandi með rekstri hins opinbera í járnum og með tekjuafgangi meðan almenningur lepur dauðann úr skel vegna alls konar skattaoffars og gjaldtöku í opinberri þjónustu, á flestum sviðum.

Framsal og leiga aflaheimilda í sjávarútvegi setti þjóðfélagið á annan endann, og eru mestu stjórnmálalegu mistök Íslandssögunnar sem allir flokkar á þingi bera ábyrgð á nema Frjálslyndi flokkurinn.  Fjármálaumsýsla sem slík jafngilti nefnilega innistæðulausri ávísun sem rúllað hefur veríð áfram allt til dagsins í dag.

Þjóðfélag liðskiptingar kom til sögu líkt og fyrir einni öld síðan, leiguliðar í sjávarútvegi, sjúkraliðar í heilsugæslu, skólaliðar í skólum, osfrv....

Stéttskipting og flokkun sem andvaralaus verkalýðshreyfing hefur látið yfir sig ganga, í áraraðir með tilheyrandi gjá milli tekjuhópa í samfélaginu þar sem mikill hluti af upphaflegum markmiðum og tilgangi hefur verið saltað í tunnu meintrar þjóðarsáttar um stöðugleika í efnahagsmálum sem auðvitað er enginn þegar grannt er skoðað.

Markaðslögmálin hér á landi hafa verið með þeim hætti að nautum hefur verið sleppt lausum úr húsi án þess að nokkuð hafi verið haft fyrir því að girða girðingar áður en sú athöfn kom til, með tilheyrandi ástandi frumskógarlögmála og einokunar, í landi sem ekki einu sinni telst markaður að höfðatölu. 

Það alvarlegasta er hins vegar það að sitjandi stjórnmálamenn sem teljast eiga valdhafar við stjórnartauma þykjast ekki lengur geta tekið ákvarðanir og firra sig þar með ábyrgð sem kjörnir fulltrúar almennings í landinu sem innheimtir skatta og veita skal þjónustu til almennings í samræmi við það.

Þeir hafa heldur ekki bein í nefinu til þess að búa til efnahagsumhverfi í einu landi og leyfa fjármálafyrirtækjum að hafa lausann tauminn í þvi efni, sem er jafn alvarlegt og verulegt umhugsunarefni.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Ábyrgð fjármálafyrirtækja og innkoma á húsnæðislánamarkað.

Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala var gestur á Súpufundi okkar í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum í dag og var erindi hennar afar fróðlegt og hennar víðsýni yfir þetta málasvið er mikil og góð.

Efst í mínum huga eftir að hafa hlýtt á erindi hennar, er það atriði hve illa sýnileg ábyrgð innkomu fjármálafyrirtækja á húsnæðislánamarkað virðist vera, varðandi það atriði að vaða af stað með lán að viritist í samkeppni við Íbúðalánasjóð, en nú rúmu ári síðar frysta útlán á íbúðamarkaði.

Það að þetta skuli vera hægt hér á landi undir formerkjum markaðsfrelsis fjármálafyrirtækja, hlýtur að varpa spurningum á sitjandi stjórnvöld um starfsskilyrði fjármálastofnanna og lagaramma um lánveitingar sem slíkar.

Því miður er það svo meðan Ríkisstjórnir sem sitja í landinu telja sig máttlausar gegn markaðsöflum þá gerist ekki neitt fyrr en menn með bein í nefinu koma að valdataumum í landinu og þora að taka ákvarðanir um annað en að fljóta sofandi með að feigðarósi.

kv.gmaria.


Það er þjóðarhagur að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu sem fyrst.

Það er hverjum ljóst er vill vita að skipan mála í sjávarútvegi hefur með það að gera hvort landsmenn byggi landið allt eða safnist saman á litlum skika lands við tilheyrandi ofþenslu á því hinu sama svæði, með tilheyrandi vandamálum.

Það veltur á útdeilingu atvinnutækifæra í atvinnugreininni þar sem nýliðun þarf að að eiga sér stað svo hægt´sé að byggja landið allt með nýtingu þeirra verðmæta sem til staðar eru hvarvetna um land allt.

Því meiri nýlíðun sem á sér stað þýðir aftur meiri tekjur fyrir þjóðarbúið í formi skatta af atvinnu einstaklinga, eðli máls samkvæmt.

Skipulagið þarf því að taka mið af slíku.

kv.gmaria.


Samkvæmt GILDANDI, lögum í landinu ,SKAL kvóti EKKI mynda eignarétt eða óafturkallanleg yfriráð einstakra aðila yfir aflaheimildum.

Með öðrum orðum sú íslenzka ríkisstjórn sem situr hefur það í hendi sinni að breyta kerfi fiskveiðistjórnunar í landinu, til hagsbóta fyrir land og þjóð.

Hvers konar túlkun laga þessara hingað til breytir ekki orðanna hljóðan í lagabókstafnum sem segir að útgerðarmenn ,handhafar veiðiheimilda á Íslandsmiðum, eigi ekki þær hinar sömu heimildir, og geti ekki nýtt þær sem eign sérstaklega.

Mjög skýrt í raun.

kv.gmaria.


Rökin gegn kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi.

Kerfið hefur ekki þjónað upphaflegum tilgangi sínum þess efnis að byggja upp verðmesta fiskistofninn þorsk, sem útflutningsvöru fyrir land og þjóð.

Kerfið og upphaflegar úthlutunarreglur byggðu á þriggja ára veiðireynslu þáverandi aðila í atvinnugreininni, þær úthlutunarreglur fengust aldrei endurskoðaðar ellegar að áfrýjunarnefnd væri sett á fót líkt og tíðkaðist um stjórnvaldsákvarðanir er varða hagi manna á öðrum sviðum.

Kerfið laut breytingum þess efnis að heimilað var að framselja aflaheimildir , óveiddan fisk úr sjó, millum útgerðaraðila með sölu og leiguheimild í lagabreytingum frá Alþingi 1992, er orsakaði fjármálaumsýslu og brask þar sem lagagreinin um að tryggja atvinnu í sjávarbyggðum, snerist í önvderðu sína um leið og fyrirtækin hófu að kaupa upp tap og færa heimildir milli staða landið þvert og endilangt á einni nóttu.

 Atvinnuleysi og hrein eignaupptaka fólks á hinum ýmsu stöðum varð afleiðingin, og byggðaflótti í kjölfarið.

Uppbyggð verðmæti svo sem skólar og heilsugæsla voru illa eða ónýtt, ásamt hafnarmannvirkjum og samgöngum sem varið hafði verið til fjármunum af almannafé í áraraðir.

Kerfið þróaðist á þann veg að handhafar aflaheimilda gátu veðsett heimildir þessar í fjármálastofnunum og einnig selt sig út úr kerfinu með hagnaðinn i farteskinu, þ.e. hagnað af réttindum til þess að veiða fisk á 'Islandsmiðum.

Aðferðafræðin, og hamagangurinn allur með tilheyrandi tækja og tólavæðingu orsakaði ekki hagræðingu fyrir fimm aura heldur útgerð i járnum olíúkostnaðar eins og verið hafði áður fyrir tíma kvótakerfis í sjávarútvegi en hins vegar annan og alvarlegri hlut sem brottkast fiskjar á Íslandsmiðum er og hefur verið í hamagangi þessum. Jafnframt ofálag á miðin sem aftur valda kann röskun á lífríki sjávar sem enn ekki lýtur umhverfismati þótt slíkt væri eðli máls samkvæmt, mál númer eitt. hvað varðar matarforða þjóða heims.

Hér eru nokkur atriði nefnd en þau eru vissulega fleiri.

kv.gmaria.

 


Það verður engin þjóðarsátt um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar.

Formaður Samfylkingarinnar kallar á þjóðarsátt um verðbólgubál í landinu ?

Hvað næst, eiga menn að senda ríkisstjórn aðgerðaleysisins þakkarbréf fyrir að aðhafast nákvæmlega ekki neitt ?

Ef verkalýðshreyfingin ætlar að dansa dansinn um þjóðarsátt í verðbólgubálinu þá gæti það hugsast að eitthvað hefði týnst af tilgangi og markmiðum þeirra hinna sömu að mínu viti.

Hygg að Íslendingar hafi fengið all nóg af hvers konar þjóðarsáttarhugmyndum andvaralausra stjórnvalda um ástand mála.

kv.gmaria.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband