Hafa stjórnvöld eitthvað að gert til þess að stuðla að notkun eyðsluminni ökutækja í umferð ?

Hvað veldur því að stór hluti ökutækja á vegum eru þung og eyðslufrek ökutæki sem einnig valda all mikilli endurnýjun gatna við notkun nagladekkja innanbæjar ?

Getur það verið að stjórnvöld í landinu hafi ekki burði til þess að stýra að einhverju leyti þróun í fjölda eyðslufrekra ökutækja í landinu ?

Varla er nokkuð sjálfsagðara á þessum síðustu og verstu tímum olíuverðs í sögulegu hámarki, en að almenningur eigi þess kost að kaupa ökutæki sem eyða hvað minnstu eldsneyti í ferðalögum á milli staða og þar hljóta tollar og innflutningsgjöld að vega nokkuð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband