Vangaveltur í norðan gjónu.

Það er svo sem ekki hægt að kvarta yfir roki en hann er á norðan. Alltaf verður maður svo andaktugur við ferðalag úr bænum.

Hugsanir fara í flug og sjóndeildarhringurinn víkkar í eiginlegum og óeiginlegum skilningi.

Vellíðantilfinning er til staðar yfir að hafa verið sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálpinni í dag, en á morgun er hátíðleg stund ferming í fjölskyldunni hér fyrir austan.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með ferminguna Guðrún María mín, og en hvað ég skil þig vel.  Það er gott að geta hjálpað öðrum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til hamingju með ÞIG . kv.

Georg Eiður Arnarson, 20.3.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

TAKK fyrir það Cesil og Georg.

kv.gmaria

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.3.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Öfunda þig að eiga svona aðgang að sveit og landsbyggð og geta
andað að sér hinu eina sanna fjallalofti!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.3.2008 kl. 00:54

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það hefur verið andans næring að koma á heimaslóðir af og til í langan tíma sannarlega og er það enn. Það hefur komið í stað utanlandsferða hér á bæ. Það varð nú annars nokkuð hressilegt fjallaloftið í dag, því Eyjafjallanorðanrokið með sínum sviptivindum sýndi sig, vötn og sandar ruku upp í loftið með ýmsum tilbrigðum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.3.2008 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband