Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Agaleysi og ábyrgð.
Mánudagur, 17. mars 2008
Ég get verið sammála Birni Bjarnasyni um nauðsyn þess að ábyrg fjármálastjórn sé til staðar af háflu stofnanna hins opinbera en jafnframt verður að gera þá kröfu til sitjandi stjórnvalda í landinu á hverjum tíma að áætlanir þeirra hinna sömu endurspegli þann raunverulega kostnað sem starfssemin svo sem hátæknisjúkrahús, til dæmis inniheldur.
Stjórnmálamenn geta nefnilega ekki skýlt sér bak við framkvæmdavaldið í því efni að bera ábyrgð á framkvæmd fjárlaga frá a-ö ef raunhæfar áætlanir m.a. að teknu tilliti til fólksfjölgunar í landinu eru ekki þar meðferðis í útreikningunum.
kv.gmaria.
![]() |
Agaleysi við framkvæmd fjárlaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er forsætisráðherra á ferðalagi innanlands að tala kjark í þjóðina í tímum þrenginga ?
Sunnudagur, 16. mars 2008
Ónei hann er erlendis með fjármálamógulum og utanríkisráðherra einnig að kynna sér ástandið í Afganistan.....................................
Óhjákvæmilega kemur skógurinn og trén upp í hugann í þessu sambandi og maður veltir því fyrir sér í hvaða sambandi stjórnmálamenn við stjórnvölinn eru við fólkið í landinu sem kaus þá til verka fyrir þjóð sína.
Eru stjórnmálamenn ofurseldir markaðsöflum fjármálageirans og ef svo er hvað veldur þvi hinu sama ?
ER þessi samtenging af einhverjum hluta eðlileg ?
Þarf ekki að skilja á milli markaðsafla í þjóðfélagi voru og þjóna lýðræðisskipulags sem kjörnir eru til brautargengis sem þingmenn ?
Geta markaðsfyrirtæki einkahagsmuna þvælst með ráðherra landsins frá Indónesíu til New York eins og þeim dettur i hug ?
spyr sá sem ekki veit ?
kv.gmaria.
Umhverfisumhyggja stjórnmálaflokka, nær hún út fyrir landsteinanna ?
Sunnudagur, 16. mars 2008
Það er með ólikindum hve afmörkuð umhverfisumræða hefur verið til staðar hér á landi, umræða sem að vissu leyti " sér ekki skóginn fyrir trjánum " og tekur ekki á helsta hagsmunamáli íslensku þjóðarinnar varðandi lífríki hafsins og skipulagi kerfis sem verndar og viðheldur fiskistofnum við landið.
Hér hefur verið trumusláttur flokka með meinta umhverfisumhyggju varðandi virkjun fallvatna með raforkusölu til álvera, flokka sem ekki hafa svo mikið sem haft á takteinum breytingar á fiskveiðistjórn á blaði sem heitið getur.
Á sama tíma og alfeiðingar núverandi kvótakerfis sjávarútvegs hafa orsakað afar lélega sjálfbærni einnar þjóðar til að byggja land sitt allt með dreifingu atvinnutækifæra og aðkomu manna að atvinnugreininni ásamt því hinu stóra atriði að EKKI HEFUR TEKIST AÐ BYGGJA UPP FISKISTOFNA VIÐ LANDIÐ.
Það er því stórfurðulegt að stjórnmálaflokkar hvaða nafni sem nefnast telji sig ganga erinda umhverfisverndar séu ekki þess umkomnir að lita út fyrir landssteina og skoða aðferðir í eigin landi við fiskveiðar og verndun lífríkis til uppbyggingar fiskistofna í einu stykki fiskveiðikerfi við lýði.
Hvorki Vinstri Grænir né Samfylking hafa viðrað skoðanir sínar sem heitið geti varðandi umbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu við Ísland.
Hvað veldur ?
Frjálslyndi flokkurinn hefur nú þrjú kjörtímabil á Alþingi gengið erinda breytinga á þessu hinu sama kerfi meðal annars með frumvarp um það atriði að leyfa einyrkjum aðkomu að lífsbjörginni með tvær handfærarúllur á trillum sem aldrei ógnar fiskistofnum að nokkru leyti en forðað hefði þeirri hneisu að fá athugasemd frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um mismunun sem nú er komið til ef orðið hefði að lögum.
Slíkt hefði einnig gert það að verkum að mat á sjálfbærni eins atvinnukerfis hefði verið til tekna talið en ekki öfugt.
Öll umhverfisvernd sem ekki litur einnig að hafinu kring um landið er aðeins hálfkveðin vísa.
kv.gmaria.
Eitt brýnasta verkefni sem þarf að koma til framkvæmda sem fyrst.
Laugardagur, 15. mars 2008
Þessi framtaki Götusmiðjunnar ber sannarlega að fagna því þörfin er brýn, til þess að kippa einstaklingum sem lenda í viðjum fíknar út úr því hinu sama ferli með öllum ráðum, sem fyrst er slíkt kemur við sögu.
Það forðar því nefnilega að fleiri ánetjist inn í slíkt ferli og vinnur saman með aðgerðum lögregluyfirvalda við að uppræta fíkniefnaiðnaðinn sem slikan í voru þjóðfélagi.
Það er langt síðan að ég tel að eitt neyðarathvarf á Stuðlum annaði ekki eftirspurn að þörfum fyrir allt höfuðborgarsvæðið með viðvarandi úrræðaleysi allra hlutaðeigandi barnaverndaryfirvalda sem foreldra sem og lögreglu.
Verkefni sem þetta er því brýnt að komist til framkvæmda án tafa.
kv.gmaria.
![]() |
Götusmiðjan vill samstarf við sveitarfélögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var þetta bara í Reykjavík eða einnig í nágrannasveitarfélögum ?
Laugardagur, 15. mars 2008
Þetta framtak er gott og hefði þurft að vera mun fyrr á ferðinni en raun ber vitni í hinni miklu höfuðborgarumferð.
Ég velti þvi hins vegar fyrir mér hvort nágrannasveitarfélögin Kópavogur og Hafnarfjörður ásamt Mosfellsbæ geri slíkt hið sama því hvað mesti mengunavaldurinn er akstur á stofnbrautum á níðþungum negldum ökutækjum sem spæna upp eins og fólksbíll á malarvegi.
kv.gmaria.
![]() |
Svifryksbinding bar árangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gömul mynd undan Eyjafjöllum.
Laugardagur, 15. mars 2008
Hér er mynd frá Rauðsbakka undir Eyjafjöllum þaðan sem ég á ættir mínar að rekja í föðurættina, sennilega um aldargömul mynd.
Hún Steinunn heitin amma mín er önnur frá hægri en hún var ein fjórtán systkina og einhverjar systur hennar eru þarna með á myndinni en þori ekki að segja hver er hvað. Annar drengjanna var síðar bóndi í sveitinni mér best vitanlega.
Væri gaman að vita hvort fleiri þekki til um þessa mynd frekar en ég.
kv.gmaria.
Hið guðdómlega markaðsþjóðfélag eða hvað ?
Föstudagur, 14. mars 2008
Það skyldi þó aldrei vera að frumskógarlögmálið hafi eitthvað blandast saman við samkeppnisjafninginn við súpugerðina?
Kanski er það þannig eins og var í gamla daga í sveitinni að erfitt var að hemja hjörð nauta sem sleppt hafði verið lausum án girðinga með góðu móti eftir á.
kv.gmaria.
![]() |
Áfrýjunarnefnd staðfestir brot Eimskips |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eftirlitsleysi hins opinbera stjórnkerfis að virðist í lamasessi.
Föstudagur, 14. mars 2008
Þessi dómur er án efa afar fræðandi um ákveðið ástand varðandi það atriði að nauðsyn þess að sífelld endurskoðun eigi sér stað á framkvæmdum læknisverkum í landinu.
Heilbrigðiskerfið er útgjaldamesti málaflokkur þjóðarinnar og þar þarf aðhald eftirlitsaðila að vera virkt gagnvart hvers konar ramma um starfssemina.
kv.gmaria.
![]() |
TR mátti segja upp samningi við svæfingalækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölskylduvænt samfélag ?
Föstudagur, 14. mars 2008
Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar á hátíðastundum varðandi það atriði að vinna að fjölskylduvænu samfélagi virðist afar lítið hafa þokast í þeim efnum.
Foreldrar eru tilneyddir til þess að vinna frá ungum börnum sínum of lengi að mínu viti oft og iðulega, til þess að endar nái saman og fara á mis við upplifun frumbernskunnar að hluta til þar sem ekki hefur enn tekist að lengja fæðingarorlof sem skyldi.
Mótun siðgæðisþroska fer fram í frumbernsku og sú mótun er á ábyrgð foreldra fyrst og síðast.
Tilfinningalegt atlæti barna innan við þriggja ára aldur af hálfu foreldra kann að byggja með barni öryggistilfinningu sem varir fyrir lífstíð.
Það býr nefnilega lengi að fyrstu gerð eins og máltækið segir og við bætum ekki upp skort á samveru með börnum okkar þá ,síðar.
Það er því hjákátlegt að heyra " kvenfrelsispostula " mótmæla heimgreiðslum til foreldra sem slæmu máli, því hversu lítið skref sem stigið er í formi samfélagslegra ráðstafana í þessu efni er sannarlega af hinu góða.
Það þarf hins vegar að gera betur til þess að standa vörð um hagsmuni barna frá fæðingu til uppvaxtarára, sem hluta af sinni fjölskyldu sem og varðandi samfélagslegar þarfir í formi þjónustu hvers konar.
kv.gmaria.
Lögreglan er að vinna gott verk og kosta þarf til þess nauðsynlegum fjármunum.
Fimmtudagur, 13. mars 2008
Það er með ólíkindum að fréttir af því að rekstur lögregluembætta sé í járnum þurfi að berast almenningi til eyrna, ekki hvað síst þar sem um er að ræða svæði þar sem afar mikilvægan hlekk í eftirliti við komu flugfarþega til landsins.
Starfsmenn hins opinbera hvort sem er við löggæslu ellegar við lækningar á sjúkrahúsum , eða kennslu barna í skólum, eiga að búa við annað starfsumhverfi en það að þurfa að velta fyrir sér því atriði hvort hægt sé að inna af hendi hina lögboðnu þjónustu með sómasamlegum hætti.
Mál er að linni.
kv.gmaria.
![]() |
Þungt hljóð í lögreglumönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |