Kvótakerfið á að opna neðan frá eins og skot, það er einungis skynsemi.

Stjórnvöld hér á landi eru ekki bundin af því hvað LÍÚ vill, og fiskveiðstjórnunarkerfið þarf að opna neðan frá eins og skot , alveg sama hvað stórútgerðarmenn segja við þvi, þeir geta upphafið hræðsluáróður, vol og væl allra handa, hægri vinstri, til varðstöðu um staðnað kerfi sem brýtur á mannréttindum þegnanna.

Staðnað kerfi þar sem ekki hefur tekist að byggja upp þorksstofn þrátt fyrir kvótatakmarkanir í áraraðir.

Staðnað kerfi sem aldeilis ekki hefur uppfyllt markmið fyrstu greinar laga um fiskveiðistjórn þess efnis að viðhalda byggð í landinu, heldur þvert á móti beinlínis stuðlað að því að rústa henni.

Staðnað kerfi sem hamlar nýliðun í atvinnugreinninni.

Kerfi sem mismunar og brýtur á þegnum landsins.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband