Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Vantar skoðanir tveggja stjórnmálaflokka Frjálslyndra og Framsóknarflokks !
Sunnudagur, 7. desember 2008
Annað hvort er þessi könnun illa unnin eða frásögn fréttarinnar ekki tæmandi, því tveimur flokkum er sleppt sem kjósendur hafa veitt brautargengi á Alþingi Íslendinga.
kv.gmaria.
Traust á fjölmiðlum tengist stjórnmálaafstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa nú þegar lagt fram á Alþingi, tillögur til þess að afnema núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi.
Sunnudagur, 7. desember 2008
Set hér inn grein frá Grétari Mar Jónssyni um tillögur Frjálslynda flokksins sem lagðar hafa verið fram á þingi og finna má einnig á bloggsíðu hans.
"
Frjálslyndi flokkurinn vill kalla inn aflaheimildir.
Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga þess efnis að kalla inn aflaheimildir í sjávarútvegi , ásamt því að stofna sérstakan auðlindasjóð sem hefði það hlutverk með höndum að leysa til sín heimildir og endurleigja aftur.
Það er ljóst að hrun fjármálamarkaðar hefur sett sjávarútvegsfyrirtæki sem önnur fyrirtæki í slæma stöðu, og markmið auðlindasjóðs yrði meðal annars það að skuldajafna við innleysingu, ásamt hugsanlegum afskriftum jafnframt.
Auðlindasjóður myndi bjóða út aflaheimildir á opnum markaði, þar sem öllum er frjáls þáttaka eftir þar til gerðum reglum.
Ákveðinn hluti aflaheimilda yrði hins vegar bundinn svæðum á landinu sem sérstaklega skortir á atvinnulega séð. Nýta ber endurleigðar aflaheimildir að fullu af útgerðunum, en fiskmarkaðir myndu með samstarfi við auðlindasjóð hafa með enduleigu að gera.
Leiga á aflaheimildum verði skilgreind sem afnotaréttur ákveðinn tíma.
Flestum er það ljóst að núverandi fyrirkomulag í sjávarútvegi hefur gengið sér til húðar og komist í þrot við hrun bankakerfisins.
Innköllun aflaheimilda nú og endurleiga á opnum markaði mun koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný um allt land, og hleypa nýju lífi í íslenskan sjávaútveg. Núverandi þátttakendur í útgerð sem áður höfðu aflaheimildir, sem og þeir sem voru á leigumarkaði, munu þar geta haldið starfsemi sinni áfram um leið og nýjum aðilum mun gefast tækifæri til að spreyta sig.
Jafnframt mun nýtt skipulag tryggja ríki og sveitarfélögum tekjur af sjávarútvegi enn frekar en áður.
Þessu til viðbótar mun þessi breyting einnig jafna aðkomu manna að atvinnu í sjávarútvegi en Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði athugasemdir við kvótakerfið fyrr á árinu og stjórnvöld enn ekki hafið endurskoðun hvað það varðar, þrátt fyrir gefin loforð þess efnis.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. "
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hærra hlutfall en fylgi Íslandshreyfingarinnar sem ekki kom manni á þing.......
Laugardagur, 6. desember 2008
Þannig hefði einnig mátt skrifa þessa frétt en einhverra hluta vegna kýs sá er ritar fréttina að bera Frjálslynda flokkinn saman við fylgisaukningu við nýja flokka.
Frjálslyndi flokkurinn er andsnúinn FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFINU, hefur verið og er enn.
Það er fullkomlega rík ástæða til þess að draga fram fréttaflutning sem þennan sem fyrir okkur Frjálslynda er all venjulegur vegna andstöðu við kerfi sem veltir fjármunum miklum og við viljum breyta til þess að þjóðin njóti öll, ekki aðeins hluti hennar.
Sökum þess skyldi öllum þeim er kjósa að kasta rýrð á þann tilgang til réttlætis með því að rýra álit flokksins svo sem hér má sjá með lélegum fagtilburðum í formi fréttaskýringa , agnar ögn bent á hver tilgangur helgar meðul öll.
kv.gmaria.
Vilja nýja stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vér mótmælum allir ... eða hvað ?
Laugardagur, 6. desember 2008
Sú einkennilega staða virðist hafa komið upp í samfélaginu að ekki megi allir mótmæla, þ.e, ef menn hafa tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka þá virðast þeir ekki mega viðhafa eigið tjáningarfrelsi til þess að mótmæla viðvarandi ástandi í samfélaginu, sama hvort tilheyra stjórn eða stjórnarandstöðu.
Einnig mega menn ekki hafa boðið sig fram til forseta sem virðist jafngilda stjórnmálaþáttöku.
Svo virðist sem leikarar og rithöfundar séu gjaldgengir til tjáningar ásamt einstaka húsmóður og nokkrum hagfræðingum oftast þeim sömu þó.
Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi , alveg sama hvað tíminn færir okkur í fang.
Ég mótmæli því hér með formlega að hver og einn sé ekki til þess bær að mótmæla án tillits til þjóðfélagsstöðu.
kv.gmaria.
Íslendingar geta sjálfir breytt þvi sem breyta þarf, í íslenzku samfélagi.
Laugardagur, 6. desember 2008
Við þurfum ekki að ganga í Evrópusambandið til þess að breyta einhverju hér á landi, það vita flestir sem vilja vita.
Jafnframt er það atriði sem haldið hefur verið svo mjög á lofti að við skulum fara í aðildarviðræður til þess að skoða hvað sé í boði, álíka því að ætla að sambandið sér tilbúið með siflurfat fyrir okkur Íslendinga þar sem við getum bara valið úr veislukostum.
Semsagt sambandið helli fyrir okkur te í bollann og við segjum , skál í boðinu og yfirgefum samkvæmið án þess að drekka teð ...... ef okkur sýnist.
Fyrir það fyrsta þurfum við að vita hvað við viljum en það hafa Evrópusinnar ekki minnst á einu orði og eini flokkurinn sem hefur aðild á stefnuskránni nær skoðanalaus um innanlands ágreiningsmál þjóðarinnar ellegar hefur uppi margar skoðanir á sama máli.
Þeir sem vita hvaða skilyrði sambandið setur til handa sínum þjóðum hvað varðar yfirráð og aðkomu ríkja allra að til dæmis auðlindum landanna, vita nú þegar hvers konar fullveldisafsal yrði um að ræða við slíkt af hálfu okkar Íslendinga, og sökum þess hafna þeir hugmyndum um slíkt valdaafsal til framtíðar fyrir þjóðina.
Tímabundnar undanþágur munu nefnilega ekki nýtast börnum okkar á komandi tímum þegar valdstjórn hefði verið afsalað til Brussel.
kv.gmaria.
Ingibjörg á enn í heilögu stríði við Davíð og flokkurinn hennar er meðvirkur.
Föstudagur, 5. desember 2008
Eftir höfðinu dansa limirnir og tilraunir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til þess að bera sig saman við Davíð Oddsson á sviði stjórnmálanna hafa tekið á sig afar leiðigjarnar birtingamyndir gegnum tíðina og gera enn.
Í stjórnarandstöðu gerði Samfylkingin nær einungis út á persónulegt hnjóð í garð Davíðs´, allra handa á kostnað nokkurs konar málefnalegrar afstöðu til þjóðmála og það hefur lítið breyst við setu flokksins í ríkisstjórn, því miður.
Hundleiðinlegt fyrirbæri á stjórnmálasviðinu þar sem menn berast á banaspjótum um allt annað en það sem skiptir máli fyrir samfélagið.
kv.gmaria.
Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver er mesta " ólíkindatólið " í íslenskum stjórnmálum ?
Föstudagur, 5. desember 2008
Varaformaður Samfylkingarinnar lét þessi þrjú orð frá sér falla í sjónvarpsfréttum.
" Maðurinn er ólíkindatól "
Var hann þar að ræða embættismann sem starfar á vegum ríkisstjórnar landsins, nánar tiltekið Seðlabankastjóra , sömu ríkisstjórnar og Samfylkingin situr í.
Þetta hljóta að teljast nokkuð sérstök ummæli af hálfu manns sem er varaformaður í flokki sem tekur þátt í að stjórna landinu.
Eru hér einhver annarleg sjónarmið á ferð ?
kv.gmaria.
Íslenzkt hveiti undan Eyjafjöllum á boðstólum.
Föstudagur, 5. desember 2008
Má til með að vekja athygli á íslenskri framleiðslu úr minni heimasveit undir Austur- Eyjafjöllum, en ég fékk þetta sent í pósti áðan.
"
Kornrækt er á 45 hekturum, en þar af hveiti á 5 hekturum lands. Sáð var í lok júlí á liðnu ári, en hér er um að ræða sérstakt hveiti sem þolir veturinn. Uppskeran var síðastliðinn oktober, en eftir að hveitið er þreskt er það þurrkað með heitu vatni úr borholu á bóndabænum sjálfum. Síðan er kornið hreinsað og malað með sérstakri steinkvörn.
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri verður í heilsubúðinni Góð heilsa gulli betri á laugardaginn 06. des. milli 14:00 og 16:00, en hann mun halda sérstaka kynningu og bjóða upp á nýbakað brauð og vöfflur úr íslensku hveiti. Það er okkur sérstök ánægja að geta boðið upp á þessa einstöku íslensku afurð, og vonum við að okkar viðskiptavinir taki vel við þessari mikilvægu nýsköpun í íslenskum landbúnaði.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna! "
Almenningur í landinu kaus yfir sig sömu ráðstjórn í síðustu kosningum, því miður.
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Það atriði að Samfylkingin hoppaði upp í ráðherrastóla í stað Framsóknarflokks við stjórnvölinn með Sjálfstæðisflokknum, breytti engu í áherslum stjórnvalda við stjórn landsins, engu.
Það var fyrirsjáanlegt fyrir kosningar til þings en þá ríkti enn meint góðæri hluta landsmanna sem trúðu á tilvist íslensks markaðssamfélags þá við lýði, sem þó ekkert var í raun .
Þar hafði fáum verið færður aðgangur að fjármagni á silfurfati líkt og flest árin áður hér á landi, til þess að leika sér með en sem aldrei fyrr eftir að óveiddur fiskur var gerður að braskvöru, og ævintýralegt Matadorspil upphófst í samfélaginu þar sem ekkert eðlilegt viðmið var lengur til um laun manna á vinnumarkaði.
Allt að því Guðadýrkun ríkti gagnvart alþjóðavæðingu og hinu mikla markaðsfrelsi fjármagns millum landa, þótt markaður í þjóðfélagi með þrjú hundruð þúsund manns væri ekki markaður, og myndi aldrei teljast markaður vegna höfðatölu.
Búið hafði verið til þjóðfélag stéttskiptingar hér á landi álíka því sem var fyrir um það bil öld síðan með ákveðinni tegund öfgafrjálshyggju sem einnig má heimfæra sem hreina ráðstjórnarhyggju kommúnisma í raun, hvað valdstjórn varðar.
Nægir þar að nefna skattaoffar og núllþráhyggju í ríkisrekstri sem aftur leiddi af sér lélega grunnþjónustu á hinum ýmsu sviðum samfélagsins, meðan endalausum fjármunum var varið í framboð til Öryggisráðsins og fleiri málamyndaverkefna á sviði sýndarmennsku erlendis.
Hið meinta frelsi var í raun helsi, sem hluti þjóðar hafði kynnst en stærri hluti má nú meðtaka við fall fjármálakerfis um veröld víða ,sem bitnar þyngra á þjóð sem hefur samþykkt að veðsetja óveiddan físk úr sjó í fjármálastofnunum með öllum þeim áhættuþáttum sem þar eru meðferðis.
kv.gmaria.
Stjórnmálaáhuginn eftir fjármálahrunið.
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Ég hefi mjög velt því fyrir mér hvers vegna allt í einu koma menn úr öllum áttum í voru samfélagi sem taka þátt í stjórnmálum núna, menn sem hvergi var að finna í þáttöku í stjórnmálum undanfarin ár.
Menn sem ef til vill kusu þá hina sömu flokka við völd með sama gamla skipulagið meðan meint góðæri ríkti til handa hluta þjóðarinnar.
Almennt virðingarleysi hefur ríkt fyrir stjórnmálasviðinu í samfélaginu allt fram til daga fjármálahrunsins og þáttaka fólks í stefnumótun og fundum á vegum flokka ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Með öðrum orðum enginn vill gera neitt fyrir en allt er farið til ............. eða hvað ?
kv.gmaria.