Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Hvers vegna er ASÍ formaður frummælandi, átti hann ekki að sitja fyrir svörum ?
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Ekki sá ég að fulltrúar ríkisstjórnar væru frummælendur þótt þeir sætu fyrir svörum svo hér virðist ekki sama um að ræða hvað varðar verkalýðsforkólfa svo sem forseta ASÍ, hvað svo sem veldur.
kv.gmaria.
Forseti ASÍ á borgarafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sf á Akranesi þekkir ekki stjórnarsáttmála flokksins í ríkisstjórn.
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Þessi ályktun er gott dæmi um þá stjórnmálalegu ringlureið sem ríkir innan Samfylkingarinnar þar sem lítill sem enginn skoðanamyndun á þjóðmálum að öðru leyti en að ganga í Esb, er og hefur verið fyrir hendi sem umræðugrundvöllur á stjórnmálasviðinu.
Málefnafátæktin hefur sjaldan verið sýnilegri þegar félag á Akranesi veit ekki hvað stjórnarsáttmáli flokkanna innihélt og inniheldur enn.
kv.gmaria.
Myndi jafngilda stjórnarslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frjálslyndi flokkurinn hefur í áratug lagt til breytingar á kvótakerfi sjávarútvegs.
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Tillögur míns flokks til breytinga á fiskveiðistjórn hér við land er eitthvað sem ríkisstjórn núverandi og fyrrverandi, hefur daufheyrst við enn sem komið er, þrátt fyrir það atriði að mikill meirihluti Íslendinga sé ósáttur við kvótakerfi sjávarútvegs í núverandi mynd.
Við höfum lagt fram frumvarp frá upphafi um að veita frelsi manna til að veiða fisk á Íslandsmiðum á smábátum með tvær handfærarúllur til veiða sem hvorki ógnar fiskistofnum né heldur raskar veiðum í stofnstærðir sem nokkru nemur árlega, en skapar atvinnu og lifirbrauð sem er þjóðhagslega hagkvæmt.
Við höfum nú eftir bankahrunið lagt fram frumvarp um að kalla inn aflaheimildir og skuldajafna við sjávarútvegsfyrirtæki og taka nýtt kerfi í notkun nú, kerfi sem ekki mismunar eða veldur þjóðhagslegri verðmætasóun, eins og kerfi það sem er í notkun hefur gert árin öll frá því að markaðbrask með óveiddan fisk var lögeitt , illu heilli.
Það mun ALDREI verða sátt um núverandi skipulag og niðurstaða Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi mannréttindabrot við að meina þegnum aðkomu er nærtækasta dæmið.
kv.gmaria.
Stjórnvöld verða að endurskoða hin lokuðu kvótakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar, við þessar aðstæður.
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Því miður kemur enn ekkert fram af hálfu flokkanna um endurskoðun atvinnuvegakerfanna hér á landi þar sem það er þó ljóst að hvert einasta starf einyrkja í sjávarútvegi og landbúnaði leiðir af sér önnur störf.
Oft var þörf en nú er sannarlega þjóðhagsleg nauðsyn þess að taka upp kerfi svo sem kvótakerfið og endurskipuleggja til hagsbóta fyrir land og þjóð þar sem aðkoma manna á atvinnugreinina skyldi ekki lokuð eins og staðan er í dag.
Offjárfestingar hvoru tveggja í sjávarútvegi og landbúnaði sliga kerfin sökum þess að einungis var einblýnt á einhliða stærðarhagkvæmni án þess að skipta kerfum þessum í mismunandi einingar rekstrarlega með sömu möguleika til starfa.
Breytt umhverfi kallar á breytingar og ríkisstjórnin mun þurfa að taka þann pól í hæðina innan tíðar.
kv.gmaria.
Bjarga á fyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðeins í Ástralíu ?
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Lyflækningaæðibunugangurinn þar sem pillur eru eins konar tæknilausnir, er eitthvað sem sannarlega þarfnast skoðunar við.
Sé þetta raunin í Ástralíu, hvernig er ástandið annars staðar ?
kv.gmaria.
Þúsundir barna á þunglyndislyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaða stjórnmálamenn hafa gerst talsmenn Evrópuaðildar ?
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Jú þar er meðal annars um að ræða tvo fyrrverandi ráðherra sem stóðu að kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi og eru þeir Halldór Ásgrimsson og Þorsteinn Pálsson.
Samráðherra í ríkisstjórn Þorsteins og sínum tima er einmitt Jón Baldvin Hannibalsson sem síðar varð sendiherra í tíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem talar mikið fyrir inngöngu.
Núverandi formaður Framsóknarflokks Valgerður Sverrisdóttir einnig fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Halldórs vill einnig í Evrópusambandið.
Enginn þessara aðila hefur getað horfst í augu við mestu stjórnmálalegu mistök hér á landi sem er það atriði að lögleiða framsal óveidds fiskjar úr sjó og veðsetningu í fjármálastofnunum sem leiddi af sér mesta fjármálabrask Íslandssögunnar.
Ég hvet menn til þess að skoða flótta manna frá eigin ábyrgð ákvarðanatöku, sem leitt hefur þjóðina afturábak en ekki áfram, nú um stundir.
kv.gmaria.
Hvað margir aðrir hafa misst vinnuna án þess að fordæma ?
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Þetta er sennilega þriðja fréttin sem ég les um þetta og nú með fordæmingu, sem mér finnst hálf skringilegt í ljósi þess hve margir hafa nú þegar misst vinnu í voru samfélagi og ekki eru fréttamenn á ríkisfjölmiðlum.
kv.gmaria.
Fordæma uppsagnir á RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað gerðu Íslendingar í efnahagsþrengingum árið 1959 ?
Þriðjudagur, 2. desember 2008
" Tenging kaups og vísitölu afnumin "
Ég fann gamlan bækling sem hún Steinunn, amma mín í Eyjum hafði komið með upp á land úr gosinu, um ráðstafanir ríkisstjórnar landsins árið 1959, sem er að mörgu leyti fróðleg lesning um þær ráðstafanir sem þá var gripið til er skuldahalli og gjaldeyrisskortur hrjáði þjóðina en fyrirsögn þessa rits er " Lifað um efni fram ".
Tenging kaups við vísitölu framfærslukostnaðr var numin úr gildi, meðal annars ásamt ýmsum öðrum aðgerðum svo sem hækkun bóta almannatrygginga og fleiru.
Ég vil nú endilega skora á alvöru fjölmiðlamenn að skoða söguna hér innanlands, því eins og skáldið Einar Ben. sagði.
" Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna, sést ei hvað er nýtt. "
kv.gmaria.
Hugmyndir um aðild að ESB, er flótti stjórnmálamanna frá ráðleysi og mistökum.
Mánudagur, 1. desember 2008
Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlileg fyrir okkur Íslendinga að taka þátt í samstarfi sem þjóð meðal þjóða, en á okkar eigin hagsmunagrundvelli sem sjálfstæð þjóð með ákvarðanatöku um eigin mál í okkar landi.
Núverandi fiskveiðistefna Evrópusambandsins er óaðgengileg fyrir okkur, flóknara er það ekki og myndi þýða alvarlegt afsal á eigin sjálfstæði um aldur og ævi til handa komandi kynslóðum þessa lands.
EES samningurinn inniheldur bæði kosti og galla eins og gerist og gengur alla jafna um samninga sem slíka, en framselur þó ekki þann rétt Íslendinga til þess að segja þeim hinum sama samningi upp ef við svo kjósum.
Sú ótrúlega röksemdafærsla sem haldið hefur verið fram á sviði stjórnmála þess efnis að, af þvi að við hefðum samþykkt svo og svo mikið af reglugerðum EES yrðum við að ganga i ESB er hvoru tveggja fáránleg og einungis vitnisburður þess hve hörmulegur afdalagangur á sér stað í íslensku stjórnmálalandslagi og tilraunum manna til þess að slá skjaldborg um sín sjónarmið sem þeir hafa sett á dagskrá.
Það eru ekki hagsmunir alþýðu manna á Íslandi að gerast aðilar að Evrópusambandinu og hafi menn eitthvað að athuga við núverandi fjarlægð við ákvarðanatöku framkvæmdavalds hér á landi , þá er það mjög liklegt að slíkt myndi heyrast fjöllum hærra ef innganga í Esb kæmi til sögu
Íslendingar sníði sér stakk eftir vexti, á eigin forsendum.
Við eigum ekki að ramma okkur inn í tollamúra álfunnar Evrópu þar sem við höfum ekki landamæri að nokkru öðru Evrópulandi, og einungis sökum þess munum við ætíð greiða hærra verð fyrir innflutta framleiðslu eðli máls samkvæmt.
Við eigum ekki að einangra aðrar þjóðir utan Evrópu hvað varðar viðskipti með inngöngu með litlum áhrifum okkar á ákvarðanatöku i krafti smæðar.Þvert á móti eigum við að víkka sjóndeildarhringinn og fara nýjar leiðir í formi samninga um viðskipti með vörur og þjónustu.
Við höfum nefnilega matvælaframleiðslu í okkar farteski ásamt auðlindanýtingu sem er einstök og við þurfum ekki utanaðkomandi aðila til þess að segja okkur hvernig við eigum að nota og nýta, við eigum menntun og þekkingu innanlands til þess hins sama..
kv.gmaria.
Góð menntun er gulls ígildi, en eitt er að vera menntaður, annað lærður...
Mánudagur, 1. desember 2008
Í upphafi skal endir skoða, og ef við tímum því ekki að hlúa að grunnmenntun í landinu með nauðsynlegum kostnaði til þess arna , þá bætum við það ekki upp síðar meir í framhaldsmenntun hvers konar.
Nægir þar að nefna laun grunnskólakennarra og baráttu þeirra hinna sömu fyrir sínum starfskjörum á sínum tíma, svo ekki sé minnst á aðra starfsmenn þar innan dyra svo sem skólaliða sem ég sjálf tilheyri og er því málið skylt.
kv.gmaria.
Menntavitinn afhjúpaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |