Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Hver er formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB ?
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Er hann skrifstofumaður í einhverju ráðuneyti eða skólaliði ?
kv.gmaria.
Forseti ASÍ, tekur þátt í starfi annars ríkisstjórnarflokksins Samfylkingarinnar.
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Hefur verkalýðshreyfingin sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar um stöðu mála, gagnvart launþegum í landinu ?
Svarið er NEI.
Hefur ASÍ með nýkjörnum formanni gengið erinda annars ríkisstjórnarflokksins Samfylkingarinnar til þess að boða nauðsyn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, í fundaherferð kring um landið ?
Svarið er JÁ.
Finnst ASÍ óeðlilegt að stjórnir verkalýðsfélaga skipi að sjálfdæmi í stjórnir lífeyrissjóða ?
Svarið er NEI.
Hefur almenningur notið góðs af þessu fyrirkomulagi ?
Svarið er NEI.
kv.gmaria.
Pólítiskt samkrull verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka.
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Mín skoðun er sú að það sé lágmarks virðing gagnvart launþegum að formenn verkalýðsfélaga séu óðháðir einstökum flokkum í stjórnmálum.
Hagsmunasamtök launþega sem þjóna eiga þeim tilgangi einum lögum samkvæmt að semja um kaup og kjör á vinnumarkaði, eru ekki trúðverðug ef þau hin sömu reyna að nota þann vettvang til annað hvort pólítiskrar framgöngu einstakra flokka í stjórnmálum ellegar einstaklinga er þar veljast til forystu.
Því miður hefur þetta atriði verið misnotað hér á landi eins og ekkert væri sjálfsagðara sem aftur þýðir það að menn sitja beggja vegna borðs í gagnrýni á stjórn ríkis og sveitarfélaga þar sem félögin þegja ef flokkar þeim þóknanlegir eru við stjórnvölinn en röfla og rífast ef þeirra menn eru ekki þar til staðar.
Af biturri reynslu þekki ég þetta mjög vel þar sem mér sem launþega var att til þess að ganga minna hagsmuna sjálf á sínum tíma sökum þess að viðkomandi aðilar innan verkalýðshreyfingar sátu í stjórnum og ráðum Reykjavíkurborgar í tíð R-listans og voru handlama til þess að gagnrýna sjálfa sig eftir að hafa setið í framboði ásamt því að gegna formennsku í stóru verkalýðsfélagi samtímis, fyrir og eftir kosningar til sveitarstjórna.
Það tók mig tvö ár að ganga erinda minna gegnum stjórnkerfið sem verkalýðsfélagið hefði getað varið fyrir mína hönd ef ekki hefði verið innvinklað í pólítik og setið beggja vegna borðs á þeim tíma.
Hagsmunavarsla launþega og stjórnmálaþáttöku þeirra sem þar standa í forsvari skyldi ALDREI blandað saman í sömu skálina.
kv.gmaria.
Hinir hlutlausu ???
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Mér skilst að sama endurskoðunarfyrirtæki og uppáskrifaði reikninga gömlu bankanna, hafi nú verið falið að rannsaka þau hin sömu mál.
Hvers konar trúverðugleika ætlast menn til að fá út úr slíku ?
kv.gmaria.
Steingrímur skiptir um skoðun og vill allt í einu skoða Esb.
Mánudagur, 8. desember 2008
Verði honum og flokki hans að góðu segi ég aðeins því slíkt mun sem betur fer valda því að fylgi hrynur af flokki sem vill viðhafa slikan loddarahátt sem þar er á ferð og getur ekki betur staðið vörð um það sem þeir hinir sömu hafa hingað til borið á borð fyrir almenning í landinu.
Flokki sem ekki hefur viðhaft nauðsynlega gagnrýni á hið óheilbrigða kvótakerfi og markaðsbrask sem nokkru nemur á sama tíma og verndun heiðagæsa hefur verið ofar á stefnuskránni með fyllstu virðingu fyrir heiðagæsum sem örugglega eru ekki flokksbundnar í Vinstri hreyfingunni frekar en í öðrum flokkum.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Samfylkingarmenn reyna að hvítþvo sig af þáttöku í óvinsælli ríkisstjórn.
Mánudagur, 8. desember 2008
Formaður Samfylkingarinnar ákvað að setjast í ríkisstjórn við nær óbreytta aðferðafræði markaðshyggjuþokumóðunnar sem verið hafði við lýði hér á landi.
Það skyldi þó aldrei vera að þar væri um að ræða " ástarasamband stjórnmálamanna við markaðshyggjuöflin " eins í Óli Björn Kárason nefndi í Silfri Egils í dag.
Dásömun þessa flokks á brautargöngu markaðshyggju einkavæðingarinnar var staðfest að mínu viti við að setjast í stjórn við nær óbreytta aðferðafræði, aðferðafræði sem nú hefur reynst ónýt.
Formaður flokksins gekk á sínum tíma með sáttagjörð á fund LÍÚ, sem olli þvi að ýmsum flokksmönnum var viðbrugðið, en öðrum án efa til ánægjuauka sem sáu veg markaðsbrasks sem mestan og áttu hugsanlega hagsmuna að gæta í þvi sambandi hvað varðar kvótagróða.
Í þvi sambandi má einnig spyrja um hvers vegna ferð Össurar hafði verið skipulögð til Indónesíu á sínum tíma áður en áform Geysir Green Energi um útrásarverkefni og fjárfestingu voru stöðvuð á sveitarstjórnarstiginu í Reykjavík.
Ég er ansi hrædd um það að það þurfi mikið magn af sápu til þess að þvo Samfylkinguna af þáttöku í markaðsmennskuævintýragirni þeirri sem tröllriðið hefur voru samfélagi of lengi.
kv.gmaria.
Jólastúss.
Mánudagur, 8. desember 2008
Ákvað að demba mér í minn árlega jólaundirbúning sem þýðir að búa til konfekt sem ég síðan set í öskjur og pakka inn í jólapakka og gef fjölskyldumeðlimum. Var ekki alveg viss hvort handleggurinn minn myndi duga þetta árið til þess að hnoða saman marsipan og gráfíkjur, en það hafðist.
Þessi konfektgerð þarf nefnilega nokkurt handafl og tennisolnbogi sem er í sjúkraþjálfun því afstætt hugtak í því sambandi.
Konfektgerðin hefur hins vegar komið í staðinn fyrir smákökubakstur sem allsendis er ekki mín sérgrein svo mikið er víst. Sonur minn ólst því upp við það að mamma " bakaði " konfekt fyrir hver jól nú í tæp tuttugu ár.
Set hér inn eina mynd af tilstandinu.
Þessi tvö jólakerti eru kerti sem aðeins er kveikt á við konfektgerðina.
kv.gmaria.
Lífið er gleði og lífið er sorg.
Sunnudagur, 7. desember 2008
Við fögnum og gleðjumst því góða sem hittir okkur fyrir, ásamt því að upplifa það atriði að lífið inniheldur einnig sorg sem hver einstaklingur mætir einhvern tímann á lífsleiðinni, þar sem ættingjar og nánir vinir hverfa af sjónarsviðinu.
Fyrstu jólin eftir missi sinna nánustu eru sár, þar sem óhjákvæmilega vantar hluta af manns lífi sem var.
Mín hugsun er ætið með þeim er þjást einhverra hluta vegna og sorg og missir reynir á í lífi fólks , þar sem mikil orka fer, til þess að takast á við hinar eðlilegu tilfinningar sem maður ber í brjósti gagnvart því að tapa hluta af mannlegum samskiptum, kærleik og hlýju frá þeim sem var hluti af okkar tilveru.
Mín trú reyndist mér haldreipi og var og er það " lyf sem lífsins græða sárin " við erfitt ár upplifunar af sorg í mínu lífi á sínum tíma.
Trúin gaf von og vonin nærði sálina til vissu um að tilgangur mannsins væri af kærleika sprottinn.
kv.gmaria.
Formaður Sjálfstæðisflokksins gengur í hóp tækifærissinna í stjórnmálum hér á landi.
Sunnudagur, 7. desember 2008
Að mínu viti er þessi yfirlýsing Geirs ekki einungis gegn þvi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á stefnuskrá sinni heldur einnig samsömun við samstarfsflokkinn sem leikið hefur að minnsta kosti tveimur skjöldum í samstarfi í ríkisstjórn hvað varðar áróður um aðild að efnahagsbandalagi Evrópu.
Varaformaður flokksins hóf þann leik að hluta til með sams konar yfirlýsingum þessa efnis á skjön við samþykktir flokksins um stefnu í þessu máli.
Hvoru tveggja formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins ættu því betur heima í Samfylkingunni nú um stundir sökum þess að þeir hinir sömu hafa yfirgefið sjónarmið meirihluta flokksmanna í eigin flokki sem þeir hinir sömu hlutu þó brautargengi til Alþingis fyrir.
Slík flokksforysta sem ekki finnur sig til þess að ganga erinda kjósenda sinna sem þó komu flokk þessum í meirihluta í ríkisstjórn sem og forystu til þess að stjórna landinu mun varla fá endurnýjað umboð starfa sinna ef lýðræðið fær notið sín og stefnumál verða ofar flokkshagsmunum hvers konar.
Afar fróðlegt mun því verða að fylgjast með landsþíngi þessara stjórnmálasamtaka í janúar næstkomandi.
kv.gmaria.
Aðildarviðræður koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Viðskiptaráðherrann hefur gleymt eigin hamagangi um upptöku Evru í byrjun ársins 2008.
Sunnudagur, 7. desember 2008
Ég ræddi það þá að tal viðskiptaráðherra í fjölmiðlum þess efnis að taka ætti upp Evru væri til þess fallið að tala niður krónuna, en ráðherra virtist ekki átta sig á því sjálfur að þetta tal væri ábyrgðarlaust og til þess fallið að veikja eigið hagkerfi.
Sá hinn sami fór nefnilega hamförum í tali um upptöku evru, líkt og sá hinn sami hefði ekki áttað sig á því að hann væri ráðherra viðskiptamála en ekki stjórnarandstæðingur líkt og árin á undan.
Hvorki Evrópusambandsaðild né upptaka evru er að finna í stjórnarsáttmála þeim er flokkar í ríkisstjórn gerðu með sér við myndun ríkisstjórnar.
Þetta tal ráðherrans var því á skjön við stefnu ríkisstjórnarinnar á þeim tíma og getur ekki flokkast undir annað en flokkspólítiskan áróður eigin flokkshagsmuna og stefnumála þar á bæ, því miður.
kv.gmaria.
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |