Stjórnarskrárhugmyndir Evrópusambandsins ættu að nægja einar sér til þess að móta afstöðu okkar Íslendinga.

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með umræðu um Evrópusambandið og þróun þess, muna að hugdettur manna í Brussel um sérstaka stjórnarskrá sambandsins hafa verið hraktar á bak aftur af aðildarríkjum sem ekki geta sætt sig við slíka hugmyndafræði.

Raunin er sú að slík hugmyndafræði að búa til eitt ríki í Evrópu í raun og veru andstæð sameiginlegri vitund þjóða um sameiginlega ábyrgð mannkyns á tilvist sinni hér á jörð ásamt því að gera það að verkum að rýra menningarlega sérstöðu einstakra þjóðríkja.

Slík hugmyndafræði er því sprottin af rótum valdafíknar og yfirdrottnunar sem aftur er skref afturábak í raun og gerir það eitt að verkum að einangra Evrópu frá öðrum svæðum heims.

Aldrei skyldum við Íslendingar taka þátt í slikri einangrunarstefnumótun sem þar er á ferð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband