Grunnþjónusta velferðarinnar, er hver ?

Mér hefur orðið tíðrætt um það í mörg ár að skilgreina þjónustustig hins opinbera einkum og sér í lagi til handa hinum ýmsu sveitarfélögum á landinu þar sem til dæmis hefur verið á ferð mismunandi upphæð gjalda fyrir leikskóla frá einu sveitarfélagi til annars.

Í raun gildir þar sama máli að greina skil milli þess hvað stjórnvöld telja sem grunnþjónustu við velferð og hvað ekki.

Menntun og heilbrigði eru þættir þar sem á báðum sviðum fyrir sig skildi liggja fyrir skýr afmörkun um hvað teljast grunnþjónustuþættir og hvað ekki.

Ég tel að mörkin milli grunnþjónustu og þjónustu sem er aukageta hafi oft og iðulega ekki verið ljós í kostnaði við fjármögnun hins opinbera og nægir þar að nefna niðurgreitt aðgengi almennings annars vegar að heimilislæknaþjónustu og hins vegar sérfræðiþjónustu.

Þar er um að ræða aðgengi  til handa hluta skattgreiðenda sem búa á fjölmennari svæðum meðan aðrir landsmenn njóta ekki þess hins sama aðgengis en greiða sömu skatta eigi að síður fyrir þjónustuframboð.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband