Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Bananalýðveldi fjölmiðla í landinu.

Hvaða fjölmiðlar hafa verið uppteknir að segja okkur af gulli og grænum skógum hinna miklu vitringa fjármálaumsvifa hér á landi undanfarna áratugi ?

Eru það sömu menn og áttu fjölmiðlana sem sögðu frá þessu ?

Dansaði ríkisfjölmiðlabáknið með í hinni guðdómlegu samkeppni  allra handa ?

Hvers vegna hefur ekki fengist umræða um óréttláta skipan mála í kvótakerfi sjávarútvegs sem heitið getur í fjölmiðlunum ?

Hvaðan komu peningar í reksturinn ?

 

kv.gmaria.

 


mbl.is Birtíngur rýfur Baugstengslin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitjandi stjórnvöld í landinu eru rúin trausti, nú þegar.

Ég er ansi hrædd um það að sitjandi ráðamenn svo ekki sé minnst á ráðherra megi búa við það enn um stund að líða fyrir tortryggni, sú er einfaldlega staða mála í ljósi nýjustu upplýsinga.

Við Íslendingar völdum því ekki sjálfir að standa að þeim rannsóknum sem þurfa að koma til sögu að mínu viti, einungis vegna þess að stjórnsýslulegt vanhæfi mun varða leiðir allar fram og til baka í ferlinu.

Get endurtekið það einu sinni enn hve mikil mistök það voru að skipa hér ekki í upphafi Þjóðstjórn við völd, þannig að aðkoma allra lýðræðislega kjörinna fulltrúa fólksins væri með sama móti.

kv.gmaria.


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða um hagsmunamál þjóðarinnar er nauðsyn.

Án efa voru það mikil mistök að kalla hér ekki saman þjóðstjórn strax, til að vinna úr því ástandi sem þjóðin stendur frammi fyrir nú um stundir.

Eitt er víst að við þurfum síst á því að halda að flokkar sem standa við stjórnvölinn rífist innbyrðis um keisarans skegg og ímynd við þessar aðstæður.

Menn verða hvort sem þeim líkar betur eða ver að axla þá stöðu sem þeir gegna við stjórnvöl landsins jafnt gegnum erfiðleika sem góða tíma, hver sem á í hlut og alveg sama hvað flokkurinn heitir sem hann tilheyrir.

Það er nefnilega ekki hægt að segja þjóðinni að standa saman ef ríkisstjórn landsins gerir það ekki sjálf og ævarandi hneisa skyldi þeim í fang sem reyna við þessar aðstæður að firra sig ábyrgð, þeir aðilar hafa ekkert að gera við það að bjóða sig fram til starfa fyrir land og þjóð sem vilja við fyrsta tækifæri reyna að flýja ábyrgð starfa við stjórnvölinn.

kv.gmaria.

 

 


Samfylkingin virðist ekki valda því að vera við stjórnvölinn.

Þvílík og önnur eins vitleysa sem fólki er boðið að vera áhorfendur að varðandi stjórn landsins á erfiðum tímum efnahagslega fyrir þjóðina.

Sé það svo að Samfylking geti ekki sem samstæður flokkur staðið við stjórnvölinn með samstarfsflokknum, þá er eins gott að sá flokkur víki frá sem fyrst, þvi síst af öllu þurfum við á að halda pólítísku sjónarspili innan flokka við stjórnvölinn við þessar aðstæður.

kv.gmaria.


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samlíking við móðuharðindi er stórfurðuleg.

Ég átta mig ekki á því hvers konar yfirlýsingar nýkjörinn formaður ASÍ, er að draga fram eða hvaða tilgangi þær hinar sömu eiga yfirleitt að þjóna.

Að líkja saman móðuharðindunum við nútíma fjármálakreppu er vægast sagt heimskulegt því atburðum þeim er ekki hægt að líkja saman.

kv.gmaria.


mbl.is Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðild að ESB jafngildir því að Íslendingar afsali sér sjálfstæði þjóðarinnar.

Ég hef mjög undrast hinn mikla áróður sem rekin hefur verið hér á landi varðandi aðild að efnahagsbandalagi Evrópu upp á síðkastið, þar sem menn stinga því undir stól að við það myndum við missa yfirráðarétt yfir eigin fiskimiðum sem aftur jafngildir fullveldisafsali.

Eitt er að hafa vald yfir eigin hagsmunum og annað að selja það frá sér og þeir sem tala hæst fyrir þessum sjónarmiðum hafa yfirleitt engin svör varðandi það að varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu sambands þessa hafa EKKI verið til staðar til handa nokkurri þjóð sem í bandalagið hefur farið, því miður heldur einungis tímabundnar.

Kjarklausir stjórnmálamenn.

Stjórnmálamenn og heilu flokkarnir sem hafa haft uppi áróður um aðild að bandalaginu hafa til dæmis ekki myndað sér skoðun sem flokkar á skipan mála til handa þjóðinni varðandi eitt umdeildasta málið undanfarna áratugi hér á landi, sem er fiskveiðistjórnarkerfið og skipan þess. Svo virðist sem þeir hinir sömu virðist flýja af hólmi á náð valdsins í Brussel með óþægilegar ákvarðanir um innanlandsmál. Það hefði á einhverjum tíma kallast hráskinnaháttur hér á landi vægt til orða tekið. Við Íslendingar eigum að sjálfsögðu að taka eigin ákvarðanir um eigin hagsmuni hér innan lands með það að markmiði að vernda sjálfstæði einnar þjóðar til ákvarðana um eigin mál, til lengri og skemmri tíma og þar verður hvorki týnt til að hagstjórn innan lands sem hægt er að breyta eða eitthvað annað eigi að vera forsenda þess að afsala sjálfstæði þjóðarinnar með því móti sem nú er róið að.

Valdaafsalið yrði algjört til handa einni þjóð.

Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér þau skilyrði sem bandalagið setur hvað varðar fiskveiðistefnu vita að það er ekki neinar undanþágur að fá hvað varðar fiskveiðistefnuna það hefur margsinnis komið fram á undanförnum árum og Íslendingar myndu þurfa eins og áður sagði að afsala sér yfirráðarétti yfir eigin fiskimiðum í komandi framtíð.

Það jafngildir því sjálfstæðisafsali í raun og því til viðbótar er líklegt að bandalagið muni áfram knýja á um stjórnarskrárhugmyndir sínar sem einnig yrðu til þess að okkar stjórnarskrá færi fyrir lítið, og við þá eyjuútkjálki með lítið áhrifavald með sama tilkostnaði og áður við vöruflutninga til og frá landinu. Við myndum greiða háar upphæðir per mann í sambandið án þess að fá til baka tilkostnaðinn en sendiherraiðnaðurinn í Brussel myndi koma til viðbótar sem umsvif hins opinbera.

Í upphafi skyldi því endir skoða.

Guðrún María Óskarsdóttir.

 

 


Gott mál fyrir Íslendinga.

Það verður að teljast ánægjulegt ef þetta fyrirtæki telur sig geta komist í gegnum þær þrengingar sem uppi eru og einungis til hagsbóta fyrir okkur Íslendinga.

kv.gmaria.


mbl.is Baugur getur staðið veðrið af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja hefur Sjálfstæðisflokkur fengið nóg ?

Þessi ummæli Björns Bjarnasonar benda til þess að langlundargeð Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfsflokknum fari þverrandi.

Auðvitað þarf sitjandi ríkisstjórn að ganga í takt við Seðlabanka landsins á tímum sem þessum það er vitað mál.

Það hefur landsmönnum hins vegar ekki verið sýnilegt.

kv.gmaria.


mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaframkvæmdir aftur til sveitarfélaga.

Þetta er án efa ekki eina dæmið sem á eftir að koma fram hvað varðar það atriði er sveitarfélög hafa boðið út rekstur mannvirkja þegar einkaaðilarnir falla í valinn.

Spurningin er hins vegar sú hvernig kemur kostnaðurinn til með að líta út í uppgjöri mála.

kv.gmaria.


mbl.is Mosfellsbær tekur við rekstri íþróttamiðstöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin MUN þurfa að smíða nýtt fiskveiðikerfi.

Hin þjóðhagslega óhagkvæmni núverandi fiskveiðikerfis hefur blasað við í mörg herrans ár og því fyrr sem Sjálfstæðisflokkurinn áttar sig á þvi, því betra fyrir þann flokk í forsvari í ríkisstjórn landsins.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að heimiila landsmönnum aðgöngu í þetta aldagamla atvinnukerfi okkar Íslendinga, en þeirri hinni sömu aðgöngu hefur verið hamlað af stjórnvaldsaðgerðum í formi laga er brjóta mannréttindi á þegnum landsins, því miður.

Því til viðbótar hefur þjóðhagslegum verðmætum uppbyggðum fyrir almannafé um land allt verið sóað, í formi mannvirkja og mannafla um landið þvert og endilangt undanfarna áratugi, meðan peningabraskarar hafa mergsogið fé út úr atvinnugreinninni.

Það er ekki spurning hvort þessu kerfi verður breytt heldur HVENÆR.

kv.gmaria.


mbl.is Útgerðir töpuðu á gengisvörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband