Um daginn og veginn.

Var á indælu jólahlaðborði nú í kvöld sem var einskonar upphaf að blessuðum jólunum sem alltaf koma ár eftir ár, hvernig sem árar, hverju sinni. Við kveiktum á kertum og sungum jólasöngva saman í rökkrinu.

Kertaljósið gefur manni hinn yndislega frið frá ofgnótt rafmagnsljósanna, og flökt kertalogans er í raun eins og lífið sjálft, í gleði og sorg sitt á hvað gegnum lífið allt.

Sjálf hefi ég kveikt á kertum hvert einasta kvöld ársins í mörg herrans ár mér til sálarnæringar, þremur litlum sprittkertum, og kertaljósið gefur mér hlýju, von og trú á hið góða, ásamt virðingu fyrir því sem var.

Umgjörð friðar í erli daganna hvort sem um er ræða þúsund kíló í fangið eða þrjú.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband