Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Við hljótum að fordæma atburði sem þessa.

Opin og frjáls landamæri þar sem glæpagengi eiga góðan aðgang inn í okkar þjóðfélag er ekki eitthvað sem ég sjálf sætti mig við og krefst þess að endurskoðun fari fram varðandi það atriði að krafist sé sakarvottorða við komu fólks til landsins fólks sem ekki á sér hér fasta búsetu.

Ég tel að nægilega mikið sé um glæpi alls konar af þeim er búa í landinu þótt við ástundum ekki innflutning á glæpagengjum, vegna málamyndafrelsishugmynda um frjálst flæði fólks á milli landa.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk eins og ég hefi margsinnis sagt fyrr.

Það gildir hér sem víðar.

kv.gmaria.


mbl.is Fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegsráðherrar Sjálfstæðisflokksins.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er all mikil þegar kemur að stefnumótun fiskveiðistjórnunar hér við land, en flokkurinn hefur haft stjórnartauma í ráðuneyti sjávarútvegsmála í áraraðir. Þorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen, og nú Einar K. Guðfinnsson hafa allir haft sömu áherslur, sem eru þær að tala fyrir ágæti sömu aðferðafræði án endurskoðunar árum saman, þrátt fyrir gífurlega óánægju þjóðar með það hið sama skipulag og óviðunandi framgangi markmiða laga um fiskveiðistjórn í formi uppbyggingar þorskstofnsins.

Dagurinn sem fyrsti handhafi aflaheimilda seldi sig út úr kerfinu heyrðist hvorki hósti né stuna úr ráðuneyti sjávarútvegsmála.

Á stundum hefur mátt halda að peningamagn stórútgerðarinnar ylli því að stjórnmálamenn væru hreinlega eins og sprellikarlar þar sem LÍÚ togaði í spotta, stattu og sittu eins og við viljum til verndar hagsmunum okkar fyrirtækja.

Það atriði að kvótakerfið orsakaði eitt og sér flótta úr byggðum landsins, vegna atvinnuleysis, var aldeilis ekki viðurkennt heldur öllu öðru haldið fram sem mögulega týna mátti til sem hjúp hinnar meintu hagræðingar.

Þvílík og önnur eins þráhyggja og þrjóska þess efnis að tala fyrir kerfi sem margsinnis hefur verið sýnt fram á að sé ekki að skila þjóðinni atvinnu í byggðum landsins, né heldur uppbyggingu verðmesta fiskistofnsins, hvað þá að vernda atvinnufrelsi manna til aðkomu við atvinnugreinina, er ótrúlegt fyrirbæri.

Endurskoðun fiskveiðistjórnunar hér við land er því vonandi loksins í sjónmáli.

kv.gmaria.

 


Mestu stjórnmálalegu mistök síðustu aldar á Íslandi viðurkennd sem mannréttindabrot.

Mistök sem valdhöfum verða á eru mismunandi og bitna misjafnlega á þegnum samfélagsins. Það atriði að úthluta ákveðnum aðilum, veiðiheimildir á ákveðnum tímapunkti i krafti þriggja ára veiðireynslu, heimildir sem sá sem veiddi mest þessi þrjú ár fékk síðan leyfi með síðari breytingum laga um fiskveiðistjórn, að versla með selja eða leigja frá sér HLAUT AÐ VERÐA FUNDIÐ SEM ALVARLEGT ATRIÐI og mismunun gangvart borgurum landsins.

Afleiðingin í ögn víðara samhengi er ekki síður alvarlegri þar sem heilu þorpin sem stundað höfðu sjávarútveg hér á landi voru verðlaus á einni nóttu, með öllum mögulegum afleiðingum þess hins sama og þjóðhagslegri verðmætasóun í kjölfarið, byggðaröskun og borgriki þar sem ekki hefur hafst undan að manna samfélagsþjónustu né samgöngur á litlum skila lands við borgarsamfélag kring um höfuðborgarsvæðið.

Fiskveiðistjórnunarkerfi hið endurskoðunarlausa til tuttugu ára er ónýtt.

kv.gmaria.

 

 


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðlegt, eiga stjórnvöld að halda uppi þenslu í efnahagslífinu fyrir fjármálamarkaðinn ?

Meðan ríkisútgjöld eru í rússneskum hæðum er hér að finna ósk Samtaka Atvinnnulífsins í landinu.

Meiri umsvif af hálfu hins opinbera, eða hvað ?

Vita menn hvort þeir eru að fara eða koma ?

kv.gmaria.


mbl.is Breyting á peningamálastefnu Seðlabanka forsenda kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróði örfárra á kostnað almennings, með misvitru offari stjórnvaldsaðgerða.

Mig undrar ekki sú niðurstaða sem hér er tilkomin, því mörg þúsund orð hafa fallið hér innanlands um nákvæmlega þau hin sömu atriði og hér koma fram af hálfu okkar Frjálslyndra að minnsta kosti.

Stjórnvöld hafa daufheyrst og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í fyrra kjörtímabili sem nú er sestur í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, kom sér nokkurn veginn alveg hjá því að hafa skoðun á málum fiskveiðistjórnunar.

Það fellur því ágætlega í hlut þeirra sem hafa alveg sleppt því að láta sig málið varða að þurfa að standa fyrir endurskoðun í þessu efni ásamt stefnumótunaraðilunum sem staðið hafa fyrir óréttlætinu við stjórnartaumana í langan tíma.

kv.gmaria.


mbl.is Útfærsla kvótakerfis gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hneisa hins arfavitlausa kvótakerfis, tilkynnt stjórnvöldum frá alþjóðastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Þótt mér sé í hug að hrópa ferfalt húrra, þá er það einu sinni svo að maður hefur skammast sín fyrir að búa í landi þar sem slík og þvílík endaleysa sem stjórnkerfi fiskveiða er, hér við land, og hefur verið undanfarna áratugi. Það er aumt að þau skilaboð skuli virkilega þurfa að koma frá stofnun sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, um þau atriði sem  BRJÓTA og BROTIÐ hafa á íslenskri sjómannastétt í áraraðir.

Það hlaut að koma að því að slík skilaboð væru skýr og afdráttarlaus um mismunun þegna landsins að þessu leyti og sú sjálfsagða skylda er lögð á herðar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem sitja við stjórnvölinn að taka til við endurskoðun skipulagsins.

Bregðist stjórnvöld ekki við strax jafngildir það vantrausti í garð borgaranna.

kv.gmaria.


Loksins , loksins , eðlileg aðkoma að kjarasamningum.

Nú veltur það á fulltrúum launþega verkalýðsfélögum hverju fyrir sig sem launþegar greiða iðgjöld til að semja um eðlileg kaup og kjör á vinnumarkaði fyrir þá hina sömu. Hvers vegna í ósköpunum ættu launþegar sjálfir annars sem skattgreiðendur þ.e. ríkið að koma að slikrí samningsgerð það hefi ég aldrei skilið og ætíð álitið sem hina mestu dellu og þvælu sem fundin var upp, einkum og sér í lagi eftir tilkomu markaðsþjóðfélags hér á landi þar sem lífeyrissjóðir verkalýðsins eru fjárfestar í fyrirtækjunum.

Þessi setning úr fréttinni sem ég set hér inn segir ef til vill nógu mikla sögu um hið stórvitlausa viðhorf sem viðgengist hefur að hluta til í áraraðir hér á landi, þar sem aldrei hefur tekist að stjórna verðbólgu í langan tíma né heldur að tryggja kaupmátt skammarlegra launataxta hinna lægst launuðu á íslenskum vinnumarkaði.

" Með myndarlegri aðkomu ríkisins hefði skapast svigrúm til að fara með hófsamari launakröfur á hendur atvinnurekendum með það að markmiði að halda verðbólgu niðri.  Þessari leið hafa ríkisstjórn og atvinnurekendur hafnað með þeim afleiðingum að kostnaðarauki verður að líkindum mun meiri fyrir atvinnurekendur og lengra verður í að stöðugleiki náist í efnahagslífinu.  Nú fer hvert landssamband og stærstu félög innan ASÍ hvert fyrir sig í viðræður við SA," segir á heimasíðu ASÍ."

Hér er ekkert um annað að ræða en að óskað er eftir því að skattgreiðendur niðurgreiði launahækkanir fyrirtækja og óskin er verkalýðshreyfingarinnar nota bene.

kv.gmaria.


mbl.is Fundur Starfsgreinasambands og SA á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga skattgreiðendur að borga skaðabætur við húsafriðun í Reykjavík ?

Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi. Svo virðist sem skattgreiðendur í Reykjavík megi gjöra svo vel að sitja uppi með það að borga þann brúsa að borgaryfirvöld höfðu heimilað byggingarleyfi en þegar rífa átti húsin kemur Húsafriðunarnefnd og ákveður að friða þau á síðustu stundu þegar menn hafa hafist handa við niðurrif að hluta til. Húsafriðunarnefnd þarf ekki að taka mið af því að virðist á hvaða stigi mál er með tilliti til kostnaðar ef ég tók rétt eftir í Kastljósi kvöldsins.

Sem sagt alveg frábært eða hvað ?

kv.gmaria.


ERU fyrirhugaðar launahækkanir komnar nú þegar út í verðlagið ?

Það er ekki í fyrsta skiptið sem maður horfir á það atriði að vörur hafi hækkað áður en til eiginlegra launahækkana komi til handa launþegum í landinu. Það er afar skringileg aðferðafræði eftir mínum skilningi, og myndi heita að hlutum væri snúið á haus. 

Hvað gerðist fyrir ári síðan þegar fyrir dyrum var lækkun virðisaukaskatts á matvöru í mars ?

Jú þá hækkuðu aðföng um áramót og verðhækkanir tóku gildi áður en lækkun virðisaukaskatts kom til sögu og útkoman í verðlaginu var svona ósköp svipað verð og fyrir lækkun skattsins.

ER Neytendastofa vakandi í þessum efnum eða verðlagseftirlit allra handa hver svo sem kann að hafa það með höndum ?

Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að fara ofan í sauma á verðhækknum sem nú þegar eru komnar til framkvæmda ekki hvað síst á matvöru , þar sem skýringar á hækkunum þessum þurfa svo sannarlega að koma fram í dagsljósið.

kv.gmaria.

 


Miðstýring og skriffinskustjórnvaldstilstand á kostnað þjónustu í þágu almennings.

Enn þann dag í dag hefur litið þokast hvað varðar það atriði að minnka miðstýringu stjórnkerfisins og alls konar biðtími ákvarðana stjórnvalda er enn viðtekin venja sem menn sætta sig við. Þessi venja birtist síðan í framkvæmd mála sem er með sama móti þ.e. bið eftir þjónustu hins opinbera hér og þar.

EF launþegar risu upp og segðu halló , hingað og ekki lengra við bíðum með að borga skattana þangað til við fáum notið þeirrar þjónustu sem lög kveða á um að hið opinbera ætli sér að inna af hendi, þá hvað ?

Við getum spurt um þjónustu við heilbrigði og kostnað hennar á fjárlögum og lögin sem um hana gilda gagnvart sjúklingum.

Við getum spurt um hlutverk stjórnvalda þess efnis að aðstoða þegna landsins við að koma sér þaki yfir höfuðið, og fólk sem hvorki getur leigt eða keypt á markaði húsnæðis hér á landi.

Við getum spurt um atvinnufrelsi manna þegar kemur að stjórnkerfi fiskveiða hér við land, sem skila átti þjóðinni hagnaði en valdið hefur byggðaröskun og þjóðhagslegri verðmætasóun, með tilfærslu atvinnutækifæra til fyrirtækja í stað einstaklinga.

Við getum spurt um markað hér á landi og markaðsumhverfi og hvort slíkt miðaðist við þarfir fyrirtækja til gróða ellegar þarfir og möguleika einstaklinga til aðkomu sem hluti markaðar í landinu.

Það er nóg af reglugerðum og skriffinsku sem kostar heilan helling en árangur þess hins arna hvað varðar yfirstjórnunarbatterí væri ágætt á sjá á blaði.

kv.gmaria.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband