Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ríkisstjórn með vitund um siðgæði, virðir alþjóðlegar skuldbindingar um mannréttindi.

Hvert orð af vörum valdhafa varðandi niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, skiptir máli fyrir Íslendinga sem þjóð á meðal þjóða.

Frelsi manna til atvinnu í sínu landi eru grundvallarmannréttindi og stóralvarlegt mál ef slíkt frelsi er fært í fjötra og gert að verslunarvöru til auðsöfnunnar fárra handhafa undir formerkjum hagræðingar.

Þar er um alvarleg afglöp aðila við stjórnvölinn að ræða.

Hvers konar takmarkanir í heildarmagn fiskistofna á Íslandsmiðum , þurfa sannarlega ekki að þýða það atriði að menn geti ekki skipt atvinnutækifærum við greinina eðlilega.

kv.gmaria.


Fyrirhyggjuríkisstjórn hefði spilað út skattaaðgerðum á haustmánuðum sem umgjörð kjarasamninga.

Stjórnarsáttmálinn kveður á um skattalækkanir á almenning, og því í raun ótrúlegt að ríkisstjórnin skuli ekki hafa haft vit á því að koma slíku í framkvæmd áður en gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fór í hönd og skapa þannig umgjörð fyrir launþega og vinnuveitendur til samningsgerðar.

Það var ekki gert enda meira og minna orðin viðtekin venja hér á landi að koma alltaf eftir á og stoppa í alls konar göt með patentlausnapokanum þegar í algjört óefni stefnir.

Undantekningalítið hefur patentlausnapoki skattaaðgerða séð dagsins ljós ári áður en fjögurra ára kjörtimabili lýkur, sbr. hækkun skattleysismarka í 90 þúsund gullkrónur um áramót 2006-2007.

Með öðrum orðum kjósendur sitja og bíða 3 ár eftir loforðum flokka við stjórnvölinn gefnum í kosningum, sem síðan koma í formi gífurlegrar athafnasemi til málamynda áður en kosið er aftur til þings og sama sagan endurtekur sig.

kv.gmaria.

 


Velta vinnuveitendur launahækkunum út í verðlagið áður en samið hefur verið ?

Oft var þörf en nú er nauðsyn, þess efnis að standa vörð um verðlagseftirlit í landinu, nákvæmlega á þeim tímapunkti sem kjarasamningagerð er fyrir dyrum. Nú er tilkomið " markaðsþjóðfélag " að sögn sitjandi valdhafa en hvað þýðir það í raun ?

Geta fyrirtækin tryggt sig fyrir hugsanlegum hækkuðum launagreiðslum með hækkun í vöru og þjónustu áður en séð er hvað samningsgerð inniheldur ?

Ef svo er , er það löglegt ?

kv.gmaria.


Ráðherra segir meirihluta heimila í landinu, hlutabréfaeigendur, er það svo ?

 Datt ofan í lestur á bloggsíðum, meðal annars hjá Einari K Guðfinnssyni ráðherra, bloggvini mínum, þar sem sá hinn sami segir þetta í umræðu um efnahagsmálin. 

Gleymum því ekki að almenningur er í stórum stíl eigendur að hlutabréfum. Á meirihluta heimila er fólk sem á hlutafé í stærri eða minni mæli. Hlutafé er fyrir löngu orðið að viðurkenndu sparnaðarformi almennings, rétt eins og innlán, eða fasteignakaup. Þróun þessara mála snertir því alla.   "

ER þetta rétt hjá ráðherranum , þ.e að meirihluti heimila í landinu hafi fjárfest í hlutabréfum ?

Ég dreg þessa fullyrðingu mjög í efa, en ef til vill eru til upplýsingar um það hið sama einhvers staðar á takteinum og ef ekki þá væri mjög fróðlegt að kanna slíkt.

kv.gmaria.


Litla Gula hænan og LÍÚ !

Það var nokkuð hjákátlegt að hlýða á framkvæmdastjóra LÍÚ, ræða um lestur Litlu Gulu hænunnar í Silfri Egils, þegar komið hafði fram gagnrýni af hálfu þingmanns Samfylkingar á viðhorf samtakanna til breytinga almennt á kerfi sjávarútvegs. Árni benti á að LÍÚ skorti auðmykt til að nálgast viðfangsefni endurskoðunar á fiskveiðistjórn, sem er hverju orði sannarra.

Það er ekki á hverjum degi sem framkvæmdastjóri LÍÚ er mættur í  margra manna sjónvarpsþátt slíkt heyrir til undantekninga, því gegnum tíðina hefur boðskapur LÍÚ verið borinn fram í viðtölum við framkvæmdastjóra einan alla jafna og því óvenjulegt að þurfa að svara gagnrýni í beinni útsendingu.

Grétar Mar Jónsson benti á það atriði að í 24 ár hefði verið bent á það óréttlæti sem viðgengist hefur í kvótakerfinu án viðbragða manna við slíku.

Að ósekju hefði mátt hafa ögn meiri tíma fyrir þessa umræðu miðað við umræðu sem var á undan í þættinum.

kv.gmaria.

 

 

 


Ályktun Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum.

Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að flokkarnir sjái til þess að vinna hefjist nú þegar við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins, í ljósi niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í málaleitan.

Við bendum á eftirfarandi, frumvarp sem þingmenn Frjálslynda flokksins hafa flutt þing eftir þing, allt frá stofnun flokksins, í þessu sambandi ,en samþykkt þess hefði að öllum likindum gert það að verkum að ákveðin grunnmannréttindi væru í gildi hér á landi.

"

Frumvarp til laga

um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Flm.: Guðjón A. Kristjánsson, Grétar Mar Jónsson,

Kristinn H. Gunnarsson, Jón Magnússon.

1. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
Þrátt fyrir önnur ákvæði þessara laga er öllum þeim íslenskum ríkisborgurum sem hafa tilskilin réttindi til skipstjórnar og vélstjórnar, ef þess er krafist vegna stærðar vélar viðkomandi báts, að stunda fiskveiðar á eigin bát með tveimur sjálfvirkum handfærarúllum á tímabilinu 1. apríl til 1. október ár hvert. Báturinn skal vera undir 30 brúttórúmlestum að stærð og uppfylla skilyrði um sjálfvirka tilkynningarskyldu. Báturinn skal hafa viðurkennt haffæri. Á hverjum bát mega vera tveir menn í áhöfn og er hámarksfjöldi sjálfvirkra rúlla þá fjórar rúllur á tvo menn. Að fimm árum loknum skal skoðuð reynslan af þessum veiðum með tilliti til þess hvort setja eigi viðbótartakmarkanir sem taki eingöngu til veiðisvæða bátanna og fjölda veiðidaga.
Veiðar þessara báta eru ekki reiknaðar til aflamarks og hafa ekki áhrif á heildarúthlutun aflamarks til annarra fiskiskipa.

2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.
Það hefur löngum verið réttur Íslendinga við sjávarsíðuna að fá að róa til fiskjar og útróðrajarðir voru líklegri til þess að brauðfæða fólkið og gefa tekjur en þær jarðir sem illa lágu við fiskislóð. Útróðraréttur var metinn sem verðmæti í jörðum og talinn til hlunninda. Í gömlum lögum var öllum tryggður veiðiréttur í fjörðum og flóum. Þannig orðað að rétt ættu menn til fiskveiði sinnar nema síldveiði sem öllum væri heimilt að stunda hvar sem væri. Landsmenn áttu þannig allir tryggan forgang til botnfiskveiða næst sínum byggðum. Með þessu frumvarpi verður þeim sem rétt hafa til þess að stjórna skipum veittur þessi veiðiréttur á nýjan leik. "

Stjórn Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum.

 

 


Á hverju byggist hin meinta arðsemi íslenzkra fyrirtækja í sjávarútvegi ?

Það er skammarlegt viðhorf sem birtist af hálfu framkvæmdastjóra Landssambands Íslenska Útgerðarmanna gagnvart þeim mannréttindum íslenskra þegna að fá notið aðkomu að atvinnu við sjósókn við landið.

Svo virðist sem framkvæmdastjórinn telji að ÖRFÁIR ÚTGERÐARMENN skuli um aldur og ævi geta setið einir að þvi að afla fiskjar við Íslandsstrendur í krafti léglegra laga sem ekki standast réttlætis eða sanngirnissjónarmið almennrar mannlegrar skynsemi hvað þá alþjóða mannréttindasáttmála.

Hefur ef til vill tekist að byggja upp verðmesta fiskistofninn þorskinn ?

Hefur LÍÚ nokkuð annað gert en að firra sig ábyrgð á uppbyggingu hans í áraraðir svo sem brottkast á Íslandsmiðum á ekki nægilega stórum þorskum að sentimetratali hinna hundvitlausu laga ?

Hvað hafa útgerðarmenn greitt mikið í skatta í þorpin og sjávarbyggðir við tilflutning aflaheimilda millum útgerða ?

Hvað hafa útgerðarfyrirtæki yfir höfuð greitt mikið í skatta til samfélagsins frá því að heimildir um frjálst framsal tóku gildi ?

Hve mikill hluti af bókhaldi síðustu áratuga hefur farið í kaup á uppsöfnuðu tapi til bókhaldsskila til skatts?

Tilraunir stórútgerðar til þess að hampa samfélagslegri þáttöku í formi skatta til samfélagsins hafa meira og minna verið á þann veg að sjómenn séu svo og svo vel launaðir og ÞEIR borgi skatta.

Lögleiðing Alþingis og stjórnvalda þess efnis að heimila frjálst framsal heimilda til að veiða fisk úr sjó þar sem stórútgerð gat selt eða leigt frá sér þær hinar sömu heimildir , jafngildi að mínu viti gengisfellingu fyrri tíma í einungis í annarri útgáfu , þ.e peningaprentunar , loftbólupeninga sem voru eins og innistæðulaus ávísun þar sem öllu var fórnað til þess að hamast nógu mikið til meintrar raunverulegrar arðsemi þeirrar athafnasemi.

Sérálit þáverandi þingmanna Borgarflokksins sáluga varaði við öllum þeim annmörkum sem komu á daginn svo sem byggðaröskun og þjóðhagslegri verðmætasóun á alla lund sem kerfisbreytingin óhjákvæmilega innihélt.

Síðar varð Frjálslyndi flokkurinn til sem afl á Alþingi Íslendinga ekki hvað síst með það að markmiði að umbreyta sýnilega ónýtu fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir land og þjóð.

LÍÚ hefur alla tíð látið eins og Frjálslyndi flokkurinn sé ekki til og beint spjótum sínum gegn honum í ræðu og riti að virðist til varnar eigin hagsmunum eingöngu.

Samfélagsleg vitund LÍÚ hver er hún ?

kv.gmaria.

 


" Látum þá bítast um arð og auð...."

" eignast banka og hrað,

 gleðjast við orður og gáfnafrauð,

 við gefum skít í það.

 

Hver þekkir hjartað sem bak við býr,

brjóstið sem heitast slær,

lífið er undarlegt ævintýr,

sem enginn skilið fær. "

 

Þessi tvö erindi úr ljóði Ása heitins í Bæ um Sævar heitinn sem var sonur Binna í Gröf, endurspegla meira en margt annað um viðhorf sjómanna til atvinnu sinnar.

Vestmannaeyjar eru fyrir margra hluta sakir mér hugleiknar, því þar lifðu og störfuðu afar og ömmur, í báðar ættir um tíma. Jón afi minn og María amma frá Flateyri voru á vertíð í Vestmannaeyjum og þar fæddist Björg móðir mín sem var skírð af sama presti og faðir minn Óskar þótt leiðir þeirra lægju ekki saman fyrr en þó nokkuð mörgum árum síðar þá undir Eyjafjöllum.

Steinunn amma bjó og starfaði í Eyjum í vinnu við fiskveiðar og Ketill afi líka.  

Forfeður mínir reru frá Suðurströndinni til sjósóknar sem og á Vestfjörðum og líf mitt í dag er sú afrleifð sem þeir áskópu með baráttu við erfið náttúruöfl og aðstæður sem ég tel að mér beri að virða sem einstaklingur í samfélagi sem vill kenna sig við vitund fyrir eigin menningu og lífsbaráttu þjóðar úr fátækt til framfara.

Mér ber sem einstaklingi að stuðla að því að komandi kynslóð fái sömu tækifæri og gengnar kynslóðir til þess að lifa af landi voru, með frelsi til að stunda atvinnu við sjósókn sem önnur störf í þágu eins samfélags, og sá réttur sé ekki fyrir borð borinn nokkurn tímann á Íslandi.

kv.gmaria.

 

 


Aldrei á Íslandi !

Ekki þótt væri búið að sprengja Kauphöllina og ráðast á Alþingi og Ráðhús Reykjavíkur.

Við Íslendingar ástundum ekki slíka persónuupplýsingasöfnun, sem þarna er á ferð til varnar öryggis þjóðarinnar.

Okkar viðkvæði er komi þeir sem koma vilja fari þeir sem fara vilja, hvar og hvenær sem er í voru opna lýðræðisþjóðfélagi, án landamæra.

kv.gmaria


mbl.is Fleiri fingrafara krafist í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni var forsætisráðherra sem hét......

Steingrímur. Hann eignaðist son sem heitir Guðmundur, og svo var forsætisráðherra sem hét Davíð , sem eignaðist son sem heitir Þorsteinn.

Steingrímur var í langan tíma stjórnmálamaður og kom af stað miklu lax refa og minkaeldi á sínum tíma sem landbúnaðarráðherra, með það að markmiði að auka hagsæld þjóðarinnar en síðar gegndi hann embætti forsætisráðherra og settist að því loknu í Seðlabankann.

Davíð var líka lengi í stjórnmálum fyrst sem borgarstjóri en síðan forsætisráðherra, hann beitti sér meðal annars fyrir setningu upplýsinga og stjórnsýslulaga sem varðar hæfi eða vanhæfi manna til ákvarðanatöku, í stjórnsýslu, en að lokinni stjórnmálaþáttöku fór hann einnig í Seðlabankann.

Það má því segja að Seðlabankinn sé eins konar heilsustöð fyrir fyrrum forsætisráðherra landsins.

kv.gmaria.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband