Sjávarútvegsráðherrar Sjálfstæðisflokksins.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er all mikil þegar kemur að stefnumótun fiskveiðistjórnunar hér við land, en flokkurinn hefur haft stjórnartauma í ráðuneyti sjávarútvegsmála í áraraðir. Þorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen, og nú Einar K. Guðfinnsson hafa allir haft sömu áherslur, sem eru þær að tala fyrir ágæti sömu aðferðafræði án endurskoðunar árum saman, þrátt fyrir gífurlega óánægju þjóðar með það hið sama skipulag og óviðunandi framgangi markmiða laga um fiskveiðistjórn í formi uppbyggingar þorskstofnsins.

Dagurinn sem fyrsti handhafi aflaheimilda seldi sig út úr kerfinu heyrðist hvorki hósti né stuna úr ráðuneyti sjávarútvegsmála.

Á stundum hefur mátt halda að peningamagn stórútgerðarinnar ylli því að stjórnmálamenn væru hreinlega eins og sprellikarlar þar sem LÍÚ togaði í spotta, stattu og sittu eins og við viljum til verndar hagsmunum okkar fyrirtækja.

Það atriði að kvótakerfið orsakaði eitt og sér flótta úr byggðum landsins, vegna atvinnuleysis, var aldeilis ekki viðurkennt heldur öllu öðru haldið fram sem mögulega týna mátti til sem hjúp hinnar meintu hagræðingar.

Þvílík og önnur eins þráhyggja og þrjóska þess efnis að tala fyrir kerfi sem margsinnis hefur verið sýnt fram á að sé ekki að skila þjóðinni atvinnu í byggðum landsins, né heldur uppbyggingu verðmesta fiskistofnsins, hvað þá að vernda atvinnufrelsi manna til aðkomu við atvinnugreinina, er ótrúlegt fyrirbæri.

Endurskoðun fiskveiðistjórnunar hér við land er því vonandi loksins í sjónmáli.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband