Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Núverandi Borgarstjórn í Reykjavík er BÚIN að veita byggingarleyfi fyrir hótelum í stað gamalla húsa.

Ég er sannarlega allsendis ekki því fylgjandi að menn rífi allt gamalt til að byggja nýtt EN ég álít að þar megi á milli sjá hvað er á ferð hverju sinni og ótrúlegur tvískinnungsgangur núverandi borgarstjórnarmeirihluta varðandi það hvort tvö hús við götuna Laugaveg verði rifin eða ekki rifin ennþá þegar sá hinn sami meirihluti hefur þegar veitt byggingarleyfi á lóðunum fyrir hótelbyggingum.

Það atriði að hvorki borgarstjóri eða borgarstjórnarflokkar séu þess umkomnir að höggva á þann hnút að standa við áður ákveðnar eigin gerðir hvað varðar veitingu byggingarleyfa er kjánalegt og pólítískur loddaraháttur fram í fingurgóma.

Skyldi ekki vera nóg af örðum og veigameiri verkefnum við að fást í borginni en steppdans kring um slíkt.

kv.gmaria.


Fagleg smölun samkvæmt flokksskírteinum, í stöðuveitingar hér og þar, gömul og ný saga.

Stjórnmálaflokkarnir sjá um sína, eða hvað ? Hefur það ekki alltaf verið þannig ? Mig minnir það nú nokkuð þótt ákveðnir flokkar hafi verið afkastameiri gegnum tíðina en aðrir.

Svona fjölskyldupólítík í fámennissamfélaginu litla Íslandi, kærleiksríkar aðgerðir til þess að launa mönnum tryggð gegnum tíð og tíma.

Mitt minni segir mér það að þar sé enginn munur á vinstri eða hægri mönnum í þessu sambandi enginn, og án efa má skoða hver verið hefur við völd á hverjum tíma með skoðun flokkskírteina manna í stjórnkerfinu, ef því væri að skipta.

kv.gmaria.


Fundaherferð, og flokkurinn í ríkisstjórn, hvað er um að vera ?

Á sama tima og formaður flokksins er á leið til Egyptalands, er boðuð fundaherferð af hálfu flokksins, sem tekur þátt í ríkisstjórn. Mjög fróðlegt, það skyldi þó aldrei vera að menn séu ekki of vissir um framhald samstarfs í ríkisstjórninni ?

kv.gmaria.


mbl.is Samfylkingin efnir til fundaherferðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi til bóta.

Hvers konar tilraunir til þess að betrumbæta aðgengi í heilsugæslu eru af hinu góða og því ber að fagna þessu framtaki Suðurnesjamanna í þessu efni.

Vonandi er að það skili tilætluðum árangri í reynd.

kv.gmaria.


mbl.is Hraðþjónusta á heilsugæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að friða öll gömul hús, eða ekki ?

Það er með ólikindum að menn skuli enn ekki vera búnir að ákveða hver götumynd Laugavegar á að vera með tilliti til þess að friða þar þau hús sem menn vilja friða en taka af dagskrá hugmynd um friðun þeirra sem má rífa.

Borgarstjórnarflokkar virðast klofnir í málinu og algjör tvískinnungspólitik á ferð að virðist, búið að gefa byggingarleyfi en ekki búið að ákveða hvort húsin verði rifin.

Það er eins og áður sagði með ólíkindum að slíkt rifrildi skuli þurfa að vera margra ára ef ekki áratuga prógramm.

kv.gmaria.

 


Aðstandendur fíkla með geðræn vandamál, hópur fólks í fjötrum ?

Samhæfingar og úrræðaleysi einhvers konar málamyndakerfis í þessu landi er algjört þegar kemur að því að taka á verulegum vandamálum af völdum fíkniefnaneyslu svo sem geðrænum kvillum í ofanálag. 

 " Inn og út um gluggan , inn og út um gluggann, inn og út um gluggann, alltaf sama hring "  Viðkomandi aðili sem hefur komið sér upp sjúkdómi af völdum fíkniefnaneyslu á barnsaldri virðist lítt betur settur við að verða fullorðinn, hvað kerfið varðar.

Mismunandi mat þessa og hins sínýrra aðila sinkt og heilagt á ástandi viðkomandi hér og þar , endurtekið æ ofan æ, áorkar engri einustu samfellu í nokrrum einustu úrræðum. Viðvarandi fordómar gagnvart fíkn innan kerfis þessa,  sem þó er skilgreindur sjúkdómur sem neysla áfengis virðist all nokkuð vandamál á stundum við að fást eins skringilegt og það er.

Gjörsamlega ómögulegt virðist að læknisfræðilegt mat taki mið af tölulegum upplýsingum um vistun í fangaklefa í stað geðdeildar þar sem geðdeildir visuðu lögreglu á brott með viðkomandi einstaklinga, þótt fangaklefi sé ekki heilbrigðisúrræði heldur refsivist.

Mín þolinmæði er á þrotum og örugglega eru þar fleiri í sömu sporum og ég, gagnvart gjörsamlega óviðunandi úrræðum gagnvart samspili fíkniefnaneyslu og geðsjúkdóma, og tilætlun aðila innan kerfisins til þess að aðstandendur og lögregla leysi úr málum sjúklinga með vandamál af geðrænum toga skilgeind sem sjúkdóma innan kerfisins, sem og sjúkdóm fíknar.

Ein lögreglukona sagði við mig um daginn, þetta gengur ekki , að vista sjúkling í fangaklefa aftur og aftur og aftur, og ég sagði elsku vinkona , hef sannarlega vitað það nokkuð lengi en mín vitneskja þess efnis er enn ekki nægileg til úrbóta og venjan er sú að allt þarf að fara til andskotans áður en viðkomandi fær samfellda þjónustu, það er mín reynsla í langri göngu hingað til.

Svo eru menn alveg undrandi á því hve illa gengur að taka á fíkniefnavandanum , meðan fíklar ganga inn og út sem börn og svo fullorðnir jafnvel með geðsjúkdóma á bakinu í úrræði hvers konar, sem fyrirfinnast af hálfu þeirra sem hafa mikið að gera við að skilgreina vandamál öll og flokka í sundur, á kostnað viðfangsefna við að fást.

kv.gmaria.

 


Aðstoðarorkumálastjóri talar skýrt um stöðuveitingu iðnaðarráðherra.

Það lítur út fyrir að iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson sé í vanda staddur í stöðuveitingamálum og ægilegt ef Samfylkingin sem hrópað hefur úlfur úlfur er sjálfs uppvís að slíku tilstandi svo augljóst að virtist mega vera samkvæmt frásögn aðstoðarorkumálastjóra sem gengið var framhjá við ráðningu þessa.

Rökstuðningur sem fram kom í sjónvarpi í gær er álíka næturbloggi ráðherrans að mínu áliti.

kv.gmaria.


Óvenju há yfirdráttarheimild eða hvað ???

Hver var handhafi viðkomandi reiknings og höfðu margir aðgang ? Ein þeirra spurninga sem vakna við frétt þessa og frásögn þá er lesa má hér. Vægast sagt sérkennilegt allt saman.

Hins vegar er án afa margt að í fjármálaumhverfinu og vandi forráðamanna barna þegar viðkomandi einstaklingur í fíkniefnavanda verður átján ára sjálfstæður einstaklingur, þá linnir ekki gylliboðum bankastofnanna um viðskiptatilboð allra handa, án sýnilegrar innkomu þó áður, eins stórfurðulegt og það er.

Því til viðbótar svona til að bæta gráu ofan á svart þá geta viðkomandi við stofnun reikninga í bönkum gengið og keypt tól og tæki á lánum svo nemur hundruðum þúsunda króna hjá starfandi fyrirtækjum á sölumarkaði í landinu, þ.e hluta þeirra.

kv.gmaria.


mbl.is Sjö ungmenni handtekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsröðun heilbrigðisverkefna ?

Í fyrsta lagi GENGUR það ekki upp að sjúklingar  með hjartasjúkdóm ,í bráðri þörf fyrir aðgerðir séu settir á biðlista mánuðum saman.

Í öðru lagi GENGUR það ekki að sjúklngar með geðsjúkdóma, í endurteknum bráðainnlögnum, séu settir á biðlista mánuðum saman í framhaldsúrræði.

Í þriðja lagi GENGUR það ekki að sjúklingar með brjósklos, sem geta sig ekki hreyft á verkjalyfjum megi þurfa að bíða á biðlistum, eftir aðgerð mánuðum saman.

Í fjórða lagi GENGUR það ekki að hluti sjúkrarúma hátæknisjúkrahúsa séu nýtt sem öldrunarheimili vegna vandkvæða við uppbyggingu þeirra.

Í fimmta og síðasta lagi þessu sinni , GENGUR það ekki að flýtimeðferðir við útskrift sjúklinga af bráðasjúkrahúsum á flest öllum sviðum þýði auknar endurinnlagnir fyrir vikið.

Hér þarf að staldra við.

kv.gmaria.

 


Lögbinding lágmarkslauna í þjóðfélaginu ?

Gamli Kvennalistinn átti eina góða tillögu sem núverandi utanríkisráðherra, þáverandi þingmaður Kvennalista, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bar fram á Alþingi Íslendinga sem var sú að lögbinda lágmarkslaun í landinu. Ég tel slíka hugmynd alveg eiga sama gildi í dag og ef til vill ekki síður þar sem meint undirboð á vinnumarkaði eru verkefni við að fást nú til dags.

Á sínum tíma var ég félagi í verkalýðsfélagi sem hét Sókn í Reykjavík og komst þá að því að á sínum tíma var það þannig að í þessu kvennafélagi sem nú heitir Efling, að um helmingur umsamdra taxtalauna félagsins var það lágur að launin náðu ekki skattleysismörkum.

Með örðum orðum fjöldi , stór fjöldi félagsmanna greiddi ekki skatta af sínum launum.

Ég benti á þetta í blaðagrein í Mogganum á sínum tíma en nokkru síðar voru skattleysismörk fryst í skjóli nætur að ég vil segja og sú stórvitlausa aðgerð bitnaði á launafólki á lægstu töxtum illilega enda stóð sú frysting yfir allt til ársins í fyrra þ.e er í áratug um það bil.

Lágmarkslaun fyrir fulla vinnu fullgilds einstaklings á vinnumarkaði eiga að nægja þeim hinum sama til lágmarksframfærslu í okkar þjóðfélagi , það eru mannréttindi.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband