Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Enn skortir grunnþjónustu heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu.
Mánudagur, 21. janúar 2008
Ég las einhvers staðar að 30 þúsund manns væru án heimilslækna á höfuðborgarsvæðinu að sögn starfandi heilsugæslulæknis.
Slíkur skortur á grunnþjónustuþætti er óviðunandi og það gefur augaleið að leitun í manna annað í heillbrigðiskerfið hlýtur að kosta meira fyrir þjóðarbúið í heild en að reyna að vinna að því markvisst að sinna grunnþjónustu að fullu eins og lög kveða á um að skuli vera.
Þjónusta heimilislækna er hluti af forvörnum í mínum huga þar sem gott aðgengi fólks í slíka þjónustu kann að leysa úr heilsufarslegum vandkvæðum á frumstigi.
Þar þarf því hvoru tveggja að vera til staðar nægilegt magn þjónustu og hæfileg gjaldtaka þannig að kostnaður hamli ekki leitan í slíkt.
kv.gmaria.
Lifa fjölmiðlarnir á deilum og erjum innan stjórnmálaflokka hér á landi ?
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Á stundum mætti halda að svo sé, og þá ekki hvað síst á kostnað nauðsynlegrar rýni á samfélagið og þróun eða stöðnun stjórnvaldsathafna hverju sinni.
Nær allir íslenskir starfandi fjölmiðlar hafa kropið á kné fyrir markaðsmennskuþróun eins þjóðfélags eins og blindir sauðir leiddir fram af björgum.
Nægir þar að nefna frásagnir af gróða eða tapi fyrirtækja hér og þar daginn út og inn og visítölugengi hlutabréfa dag hvern árið allt um kring.
Misskipting gæða þess markaðsþjoðfélags og skiptingu þegna í hópa eftir tekjusskiptingu og möguleika til atvinnutækifæra hefur ekki verið eins mikið fréttaefni.
Til dæmis komu fjölmiðlar ekki auga á það frekar en Mannréttindaskrifstofa sem starfar í landinu að mannréttindi væru brotin hér á landi í íslenska kvótakerfinu en fjölmiðlar fóru mikinn þegar fjárframlög til starfsemi skrifstofunnar voru skert hér einhvern tíma að mig minnir.
Fréttaefnið var jú deilur.
kv.gmaria.
Tizkustefnur stjórnmálanna, úr og í flokka, eftir fötum, eða hvað ?
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Þegar svo er komið að stjórnmálamenn eru farnir að ræða um það að segja sig úr flokkum vegna umræðna eða gagnrýni vegna fatapeninga í kosningum þá hvað ?
Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi. Björn Ingi segist allt að því uppgefinn á eigin flokki vegna gagnrýni Guðjóns samflokksmanns um fatakaup fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu á vegum flokksins.
ER ekki hér enn eitt dæmið um PR tilstand þar á bæ sem til þess er fallið að kasta steinum út í loftið til þess að veikja stöðu einhverra líkt og flokkurinn hefur oft áður orðið uppvís að ellegar tilraun til þess að koma flokknum í umræðu til þess að auka fylgi.
Eitt er ljóst að ekkert kemur manni lengur á óvart úr þessum herbúðum síst af öllu af hálfu Björns og Guðjóns.
kv.gmaria.
Matadorspil undanfarinna ára með atvinnuvegi landsmanna.
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Atvinnuvegakerfi þau er landsbyggðin hefur meginstoð af sjávarútvegur og landbúnaður hafa lotið því skipulagi sitjandi stjórnvalda í áratugi að vera niðurnjörvuð í kvótasetningu undir formerkjum " hagræðingar", hagræðingar sem einungis hefur falist í því að fækka og stækka einingar framleiðsluaðila til lands og sjávar án tillits eða endurmats á viðkomandi skipulagi til langtíma.
Fækkun bænda þýddi stækkun búa hjá nokkrum stórum þ.e fabrikkuframleiðslu matvæla í raun með tilheyrandi tilstandi alls konar.
Fækkun sjómanna þýddi það að farið var að veðsetja óveiddan þorsk úr sjó í bönkum við hið " frjálsa framsal aflaheimilda " svo örfáar útgerðir gætu keypt stærri skip til að fiska víðar, um saltan sjá.
Engum datt í hug að það væri ómannúðlegt að ætlast til þess að kýrnar væru inni allan ársins hring með mjaltaróbotum, ellegar kjúklingar væru betri fæða ef þeir gætu andað að sér lofti utanhúss.
Engum datt heldur í hug að hinn " veðsetti þorskur " myndi hugsanlega minnka í stað þess að vaxa eins og hlutabréfagengi um tima.
Þvi miður virðist sem landinn hafi ekkert lært af lax, refa og minkaævintýramennskunni sem leiddi þó til fjöldagjaldþrota.
Tilflutningur fólks á milli landshluta úr atvinnuleysi sem koma hefði mátt veg fyrir með öðru skipulagi atvinnuvegakerfanna, hefur orsakað vandamál á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki hefur hafst undan að sinna þjónustu sem skyldi og þensla hefur einungis gert vandann enn meiri.
Skortur á framsýni og áhorf á skammtímagróða hefur blindað sýn manna við stjórnvöl landsins.
kv.gmaria.
Getur það verið að menn hafi villst í markaðshyggjuþokumóðunni ?
Sunnudagur, 20. janúar 2008
Hin endalausa ævintýrafjárfestingagleði sem ríkt hefur hér á landi með glamúrkenndum frásögnum fjölmiðla af nýríkum gullkóngum fram og til baka sem stórfréttum til almennings, rennur ef til vill sitt skeið á enda við lækkun hlutabréfa. Það hlaut þó að vera fyrirséð að endalaus hækkun þeirra hinna sömu gæti varla átt sér stað.
kv.gmaria.
Líklegt að fleiri en Gnúpur lendi í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gagnkvæm virðing samstarfsstétta á vinnumarkaði.
Föstudagur, 18. janúar 2008
Læknar geta ekki verið án hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðingar og læknar ekki án sjúkraliða. Engin þessara stétta getur starfað án starfsmanna við ræstingar. Sama máli gildir í skólakerfinu hver og ein stétt hefur sitt hlutverk sem hangir saman sem heild ef vel á að vera.
Þvi miður hefur það verið svo hér á landi að ekki hefur með nokkru móti tekist að skapa samstarfsvettvang sameiginlegra hagsmuna í kjarabaráttu millum stétta er starfa saman að sameiginlegu markmiði á vegum hins opinbera í þjónustu þess. Það er mjög miður.
Ég álít að fagfélög þurfi að fara að brjóta sig út úr hlekkjum einangrunnar innan sinna raða og athugunarefni er hvort ekki þurfi að fara í sérsamninga fyrir til dæmis Landsspítala Háskólasjúkrahús við ríkið þar sem öll fagfélög koma að sama borði við slíka samningsgerð.
Það á ekki að vera þannig að fagfélög sem innan sinna vébanda starfa að sama markmiði þurfi að standa í eins konar keppni um hver getur náð sem mestu hvar og hvenær allra handa heldur hljóta siðferðileg viðmið gagnvart því að tilgangur starfa nái framgangi sínum að vera meðferðis innan eðlilegra marka fyrir laun samkvæmt menntun , ábyrgð og starfsreynslu hvarvetna.
Verkalýðsfélög ófaglærðra þurfa með sama móti að vera tilbúin til þess að axla ábyrgð samvinnu með gagnkvæmri virðingu fyrir samstarfsstéttum fagfélaga.
kv.gmaria.
" Ef beygja á ökutækinu er gott að snúa stýrinu " ........
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Þessi setning var borin fram í útvarp Matthildi forðum daga sem var fyrir mig algjör toppur þess sem ríkisfjölmiðlar báru fram fyrr og síðar. Gamanþáttur í útvarpi, sem tók á samfélagi og stjórnmálum líðandi stundar. Þeir ungu menn sem áttu hlut að þessum þætti þar með talinn Davíð Oddson áttu ákveðna aðdáun í mínum huga æ síðar.
Ég á ekki von á því að heiðra Davíð með nærveru minni í Ráðhúsinu en óska honum til lukku með áfangann í árum talið.
Ég skil ekki hvers vegna menn hafa ekki reynt að koma af stað álíka gamanþætti í útvarpi og þarna var á ferð því ekkert elska Íslendingar frekar en það að gera grín að stjórnmálamönnum og samfélagi líðandi stundar.
Útvarp Matthildur var snilld.
kv.gmaria.
Vanhæfni manna til ákvarðanatöku í stjórnsýslu hins opinbera.
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Sú er þetta rítar hefur margsinnis fagnað tilkomu stjórnsýslu og upplýsingalaga hér á landi hvað varðar aðhald að stjórnsýslu hins opinbera um ákvarðanir í þágu borgaranna.
Stjórnsýslulögin eru góð lög sem kveða á um að menn skuli víkja sæti í ákvarðanatöku vegna tengsla eða vensla við aðila mála, beggja vegna borðs ellegar aðkomu að ákvarðanatöku á fyrri stigum mála.
Hins vegar má segja að ákveðin álitamál kunni að vera tilkomin hvað varðar ákvarðanir einstakra stjórnmálaflokka um ráðningar þar sem einstaklingar er tengjast flokkum á einhvern handanna máta muni ætíð lenda fyrir sem skotspónar um pólítiska spillingu á hverjum tima ef viðkomandi valdhafi og umsækjandi um starf eru í sama flokki.
Varðandi þrígreiningu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómsstóla hlýtur að koma til álita að hafa sams konar aðferðafræði að hluta til með endurskoðun og við stjórnarskrárbreytingar, við ráðningar dómara þ.e. að ákvörðun ráðherra um endanlega skipan dómara með álitum fagnefndar þar að lútandi, komi aftur fyrir tilheyrandi þingnefnd til álits og endanleg ákvarðanataka lúti atkvæðagreiðslu þingsins.
Niðurstöðu þingnefndar skal formaður framsegja á þingi og þing ganga til atkvæðagreiðslu að því loknu án umræðna.
Mín hugmynd um betrumbætur mönnum til afnota.
kv.gmaria.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Óður um efnahagsmál.
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Landsmönnum var talinn trú að lifðu hér við góðæri,
ekki gátu allir séð það birtast beint í pyngjunni.
Ef til vill var þó nokkrar undantekningar að finna,
því leiga og sala á þorski á þurru landi , það varð vinna.
Á sama tíma upphófst allra handa mikil hagræðing,
hagræðingarheilaþvottur, með hagfræðinga málaþing.
Arðsemi og arðsemi, gengisvisítala,
sjúklingur í sjúkrarúmi , útreiknuð var tala.
Börnin vor og gamalmenni erfitt var reikna út.
hagræðingarformúlurnar fóru eins og skot í hnút.
Uppeldi og öldrun varð því utan mats á hagræði
sem afgangsstærð í þjóðfélagi, í krónu og aurakapphlaupi.
kv.gmaria.
Velferðarþjóðfélag byggist ekki á skattpíndum lágtekjumönnum og oflaunuðum fjármálaumsýslumönnum.
Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Raunverulegt velferðarþjóðfélag byggist á jöfnuði , þar sem hófleg skattaka á hinn vinnandi mann virkar sem hvati á vinnu.
Raunverulegt velferðaþjóðfélag viðhefur eðlilegan mun á sköttum millum fyrirtækja annars vegar og einstaklinga hins vegar en ekki gjá eins og skapast hefur hér á landi þar sem alls konar bókhaldsleikir í formi einkahlutafélagaformsins hafa verið og eru leiknir á hinn ýmsa máta innan ramma skattkerfis í gildi.
Frysting skattleysismarka á sínum tíma eru stjórnmálamistök númer tvö á síðustu öld, afglöp allra hlutaðeigandi. Í því tilviki hefur ríkið nefnilega verið afar upptekið við að færa krónur og aura úr öðrum vasanum yfir í hinn, sitt á hvað með kostnaði þar að lútandi.
Niðurnjörvun fólks í fátæktargildru í lægstu tekjuhópum , öryrkja , aldraðra og einstæðra foreldra.
Mál er að linni.
kv.gmaria.