" Látum þá bítast um arð og auð...."

" eignast banka og hrað,

 gleðjast við orður og gáfnafrauð,

 við gefum skít í það.

 

Hver þekkir hjartað sem bak við býr,

brjóstið sem heitast slær,

lífið er undarlegt ævintýr,

sem enginn skilið fær. "

 

Þessi tvö erindi úr ljóði Ása heitins í Bæ um Sævar heitinn sem var sonur Binna í Gröf, endurspegla meira en margt annað um viðhorf sjómanna til atvinnu sinnar.

Vestmannaeyjar eru fyrir margra hluta sakir mér hugleiknar, því þar lifðu og störfuðu afar og ömmur, í báðar ættir um tíma. Jón afi minn og María amma frá Flateyri voru á vertíð í Vestmannaeyjum og þar fæddist Björg móðir mín sem var skírð af sama presti og faðir minn Óskar þótt leiðir þeirra lægju ekki saman fyrr en þó nokkuð mörgum árum síðar þá undir Eyjafjöllum.

Steinunn amma bjó og starfaði í Eyjum í vinnu við fiskveiðar og Ketill afi líka.  

Forfeður mínir reru frá Suðurströndinni til sjósóknar sem og á Vestfjörðum og líf mitt í dag er sú afrleifð sem þeir áskópu með baráttu við erfið náttúruöfl og aðstæður sem ég tel að mér beri að virða sem einstaklingur í samfélagi sem vill kenna sig við vitund fyrir eigin menningu og lífsbaráttu þjóðar úr fátækt til framfara.

Mér ber sem einstaklingi að stuðla að því að komandi kynslóð fái sömu tækifæri og gengnar kynslóðir til þess að lifa af landi voru, með frelsi til að stunda atvinnu við sjósókn sem önnur störf í þágu eins samfélags, og sá réttur sé ekki fyrir borð borinn nokkurn tímann á Íslandi.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband