Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Vonin í lífi mannsins.
Fimmtudagur, 6. september 2007
Við það að biðja bænir hvert eitt kveld fyrir svefn, legg ég allt mitt traust á minn Guð og öðlast með því móti von og sálarró gagnvart verkefnum sem í fang færast. Bænin er því svefnmeðal fyrr og síðar, þar sem þakkir fyrir hið góða og óskir um að góður Guð gefi mér styrk til að takast á við verkefni daganna, eru frambornar. Vonin er í mínum huga vilji til þess að ganga fram á veginn í meðlæti jafnt sem mótlæti og því hvað mikilvægasti þáttur okkar í tilverunni.
kv.gmaria.
Glæpamannasamfélag á leið upp á yfirborðið ?
Fimmtudagur, 6. september 2007
Hafa menn hugsað út í það hvers konar samfélagi við búum orðið í ? Menn með vopn á ferðinni í umferðinni um miðjan dag til að hóta og beita aðra menn líkamsmeiðingum. Fársjúkir einstaklingar undir áhrifum lyfja til alls vísir. Með öllum ráðum þarf að spyrna við fótum í þessum málum, aðstoða fársjúka einstaklinga úr viðjum fíknar og stemma stigu við eftirspurn eftir vímuefnum hvers konar sem leiða menn á slíkar brautir glæpamennsku og vitfirringar.
kv.gmaria.
![]() |
Handrukkarar í haldi lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formenn ríkisstjórnarflokkanna ósammála um utanríkismálin.
Fimmtudagur, 6. september 2007
Í kvöld kvað við einn brestur í ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðis og Samfylkingar eftir nýjasta útspil utanríkisráðherra um að kalla friðargæsluliða heim frá Írak. Forsætisráðherra kveðst ekki hefði viðhaft þessa aðgerð en lýsir því jafnframt yfir að þetta sé á valdi utanríkisráðherra. Einmitt þá vitum við það en traustvekjandi telst það ekki að menn tali tveimur tungum í hverju málinu á fætur öðru en um gjaldmiðillinn virðist ekki heldur vera samstaða millum flokkanna.
kv.gmaria.
![]() |
Geir: Hefði ekki kallað starfsmanninn heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rangt Hannes, hér græddi almenningur ekki.
Miðvikudagur, 5. september 2007
Það er óhjákvæmilegt að sjá þessa röksemdafærslu Hannesar Hólmsteins án mótmæla. EF þetta væri svona einfalt og fínt eins og greinarritari lýsir þá væri það vel en svo er ekki, varðandi kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi en svo er ekki. Það gleymdist nefnilega alveg að taka gjald af tilfærslu aflaheimilda millum byggðarlaga, sem aftur setti af stað ástand sem aftur hefur valdið gífurlegu þjóðhagslegri verðmætasóun í formi verðmæta s.s eigna manna viðsvegar um landið þar sem atvinna var seld á einni nóttu fram og til baka landið þvert og endilangt.
úrdráttur úr grein Hannesar.
"
Kvótakerfið
Hér hefur verið einstæður stöðugleiki í stjórnmálum frá 1991. Ein ástæðan er, að ríkisstjórnir þessa tímabils hafa leikið tvo leiki af fyrstu tegundinni. Annar leikurinn fólst í kvótakerfinu í sjávarútvegi. Í einföldustu mynd sinni var vandinn sá, að sextán bátar sóttu á fiskimið, sem átta bátar gátu nýtt með gróða. Fækka þurfti bátunum úr sextán í átta. Þetta var gert með því að úthluta til bátanna sextán aflaheimildum eða kvótum, sem nægðu átta þeirra til ábatasams reksturs. Þá keyptu eigendur átta bátanna með betri afkomu kvóta af eigendum átta bátanna með verri afkomu, svo að hinir síðarnefndu hættu veiðum.
Allir græddu. Eigendur átta bátanna með verri afkomu sneru í land með fullar hendur fjár. Það markmið náðist friðsamlega að fækka bátunum úr sextán í átta. Eigendur átta bátanna með betri afkomu héldu áfram veiðum og undu glaðir við sitt. Þjóðin græddi á því, að sjávarútvegur skilaði arði, en var ekki rekinn með tapi eins og víðast annars staðar í heiminum. Ríkið græddi á því, að útgerðarfyrirtæki greiddu skatta. "
Því til viðbótar tel ég fáa í núverendi kvótakerfi sjávarútvegs " una glaða við sitt" nú í dag.
kv.gmaria.
Sýndarmennska í utanríkismálum þjóðarinnar ?
Miðvikudagur, 5. september 2007
Í annan stað kalla Íslendingar friðargæsluliða heim en á hinn bóginn er verið að hefja hér að virðist víðtæka kynningu á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það lítur náttúrulega vel út innanlands að kalla heim friðargæslu en hvað þýðir framboð í Öryggisráðið ? Þýðir það ekki einmitt að þjóðir sem vilja þar axla ábyrgð sinni friðargæslu ?
kv.gmaria.
Hin nýja kynslóð farsíma nýtist heyrnarlausum vel, það eitt er nóg.
Miðvikudagur, 5. september 2007
Ég fagna framtaki Símans þess efnis að gera heyrnarlausum kleift að nýta þessa samskiptatækni í sína þágu til samskipta. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér einhverja gífurlega útbreiðslu þessarar tækni sem slíkrar einkum og sér í lagi þar sem menn eru blaðrandi í farsímana í akstri enn þann dag í dag umvörpum. Reyndar eru menn síblaðrandi um allt alveg sama hvar þeir eru og svo virðist sem símarnir stjórni mönnunum en ekki öfugt. Hvað verður um Frelsiskortin og óskráð númer , verða þau inn í þessu kerfi ? Mér segir svo hugur um að hægt muni ganga að koma á kerfi sem þjónar landsmönnum öllum í þessu efni. Mér gæti hins vegar skjátlast.
kv.gmaria.
Vilja Samfylkingamenn handstýra löggæslunni, sérsveitin komin í miðborgina, hvað næst ?
Miðvikudagur, 5. september 2007
Er það ekki lögreglunnar að meta þörf fyrir löggæslu fyrst og fremst í ljósi hvers konar ástands er skapast, ætla borgarfulltrúar að vera að vasast í endurmati í þeim efnum ?
kv.gmaria.
![]() |
Samþykkt að endurmeta löggæsluþörf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Biskupsstofa á svar við auglýsingum.
Miðvikudagur, 5. september 2007
Ég er ekki alveg sammála því viðhorfi sem kom fram hjá biskupsritara sr. Halldóri Reynissyni varðandi það atriði að kirkjan geti ekkert gert nema viðra skoðanir sínar á auglýsingum. Kirkjan getur nefnilega veitt viðurkenningu þeim aðilum sem stuðla að siðgæði kristinnar trúar á ýmsa vegu, einmitt í formi auglýsinga sem aftur ætti að vera vísir að hvata til að gera vel í þessum efnum.
Að gjalda keisaranum það sem keisarans er.
Þriðjudagur, 4. september 2007
Prósentutalan 38,54 % er það sem lengst hefur mátt finna sem hlutfall skattöku hins opinbera sem staðgreiðsluskatti af launum manna sl áratug en jafnframt hefur taka skatta hafist við upphæðina 69. þúsund gullkrónur sama tímabil. Í upphafi þessa árs ársins 2007 hækkaði skalli skatttöku i 90 þúsund gullkrónur. Persónuafsláttur hefur staðið í stað. Í minni orðabók heitir þetta ofurskatttaka sem veldur vinnuletjandi umhverfi á vinnumarkaði, vinnumarkaði þar sem launataxtar eru það lágir að þeir hinir sömu standa illa eða ekki undir stöðlum til framfærslu hvers konar. Á sama tíma og þetta ástand er við lýði hafa komið til sögu milljarðamæringar í fjármála og viðskiptageira vors þjóðfélags sem hlýtur að vera af hinu góða er það ekki, svo fremi þeir greiði skatta af sinni afkomu en hvers vegna er ekki hægt að hækka skattleysismörkin í ljósi þess ?
kv.gmaria.
Kristindómur og nútíminn, auglýsingar um þriðju kynslóð farsíma þar sem Jesú hringir í Júdas.
Þriðjudagur, 4. september 2007
Var Síminn búin að biðja um blessun Þjóðkirkjunnar á auglýsingu sinni eða rennir hann blint í sjóinn í þvi efni ? Hver veit, kemur í ljós. Alltént er það gott að þessi nýja kynslóð skuli nýtast heyrnarlausum það er fagnaðarefni .
kv.gmaria.