Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Umferðaröngþveitið á höfuðborgarsvæðinu er skólar hefjast.
Þriðjudagur, 4. september 2007
Mér datt það í hug í morgun á leið í vinnu að hreinlega þyrfti lögreglu til umferðarstýringar á álagstímum, varðandi innanbæjarumferð um hringtorgið Reykjanesbraut, Setberg, Lækjargata hér í Hafnarfirði. Það er gjörsamlega ómögulegt að komast í hringtorgið úr Setbergi yfir á Lækjargötu en önnur leið úr hverfinu innanbæjar inniheldur sennilega einar 15 hraðahindranir og tvö hringtorg, ásamt stórhættulegri brekku í hálku að mínu viti og þar sem ég ek ekki lengur á nagladekkjum hefi ég jafnan viljað sleppa við að fara þá leið. Sjálfsagt myndi duga að hafa þarna einn lögreglumann í tíu mínútur til korter.
kv.gmaria.
Kærleikurinn byggir brýr í lífi mannsins.
Mánudagur, 3. september 2007
Kurteisi kostar ekki neitt. Ekki heldur eitt bros eða spjall við náungann sem þú mætir á förnum vegi ellegar vinnufélagana sem þú umgengst daglega. Vináttan er virði gulls á jörð og ræktir þú vináttuna þá áttu von á uppskeru sem slíkri til baka ef til vill án þess að þér detti það í hug að þú hafir sáð fræjum vináttu þessa efnis. Það er miklu skemmtilegra að vera ánægður og brosa jafnvel þótt brosa þurfi gegnum tár erfiðleikaverkefnanna sem okkur mæta í þessu lifi sitt á hvað, hér og þar alls staðar. Kærleikurinn kveikir á kerti vonarinnar, vonar og trúar sem aftur áskapar bjartsýni í lifi voru .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eftirfylgni Alþingis um framkvæmd laga.
Mánudagur, 3. september 2007
Eftir þvi sem regluverkið verður meira og flóknara, þvi minna er farið eftir því að virðist að sjá má í voru þjóðfélagi og endalaus verkefni dómstóla um túlkun og útfærslu endalausrar lagasetningar þar sem eitt rekst á annars horn einkum þó þegar um fjárhagsmuni er að ræða. Sem dæmi hafa verið hér lög í gildi lengi lengi , hingað til um það atriði að hver landsmaður skuli hafa sinn heimilislækni en þau lög hafa verið þverbrotin af stjórnvöldum sjálfum sem ekki hafa haft undan við að sinna þessu hlutverki vegna tilfærslu manna millum svæða landsins þ.e. fjölgun á höfuðborgarsvæði og fækkun úti á landi. Það hefur verið og er allt að þvi viðtekin venja að setja hin og þessi ákvæði í lög sem ekki tekst að uppfylla nema að hluta til sem er fyrir það fyrsta léleg aðferðafræði ásamt því að eftirfylgni þeirra er setja lögin með framkvæmd þeirra er afskaplega bágborin. Oftar en ekki nú á síðari tímum kemur þó til ákall alþingismanna um úttekt Ríkisendurskoðunar á einstökum málum en þegar sú stofnun finnur að framkvæmdum þá er ekki svo vel að slíkt sé virt sem er stórfurðulegt í raun. Góðir stjórnsýsluhættir þurfa að einkenna störf Alþingis frá a-ö og framkvæmd laga einnig.
kv.gmaria.
Ryð í gegnum málninguna á Grímseyjarferjunni ???
Mánudagur, 3. september 2007
Einn fulltrúi stjórnarandstöðunnar Bjarni Harðarson fór um borð í Grimseyjarferjuna og sá það meðal annars að ryð var komið gegnum málningu á ferjunni. Þetta kom fram í fréttum í sjónvarpi nú í kvöld. Jafnframt hafði hann undir höndum minnisblað þar sem kom fram að stjórnvöld voru tilbúin til þess að dekka það sem til þyrfti til að kosta viðgerðir á handónýtu skipi að öllum líkindum, fyrir kosningar. Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi hér á landi. Hvað næst ?
kv.gmaria.
Stærsti útgjaldapóstur fjárlaga íslenzka ríkisins eru útgjöld til heilbrigðismála og sökum þess þarf að skoða hvernig fjármunum er þar varið.
Sunnudagur, 2. september 2007
Það atriði að aðgengi allra landsmanna að grunnþjónustu við heilbrigði sé fyrir hendi ( sem ekki er enn hér ) án kostnaðar við þá hina sömu leitan skiptir máli fyrir þjóð sem vill telja sig vinna að forgangsröðun markmiða hvers konar. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin beindi þeirri áskorun til þjóða heims einkum Vestrænna ríkja að nýta skattfé til þess að stuðla að grunnþjónustu við heilbrigði svo nýta mætti afgangsfé til þess að styðja við uppbyggingu lágmarksþjónustu við heilbrigði á veraldarvísu þar sem slíkt skortir stórlega og heilar þjóðir hafa ekki efni á kaupum á fúkkalyfjum til lækninga á algengum sýkingum hvað þá öðrum lyflækngingum og hluti íbúa kann hugsanlega að deyja úr skorti á því sem við Vesturlandabúar teljum sjálfsagðan hlut af voru samfélagi heilbrigðisþjónustu. Við Íslendingar getur ekki verið þekktir fyrir þá eiginhagsmunasemi að henda hér stórum fjárhæðum í ofurþjónustu allra handa meðan lítið sem ekki neitt er látið af hendi í formi þjónustu við þróun og uppbyggingu utan landsteina í formi þróunaraðstoðar. Forsenda þess er notkun allra landsmanna á grunnþjónustuþáttum heilbrigðis sem aftur er forvörn einnig en til þess þarf kerfið að stuðla að slíku.
" Að spara aurinn en kasta krónunni " niðurgreidd sérfræðiþjónusta á tá og fingri, meðan grunnþjónustu skortir.
Sunnudagur, 2. september 2007
Hafa íbúar landsbyggðar aðgengi að niðurgreiddri sérfræðiþjónustu sérfræðinga í lækningum á einkastofum sem kosið hafa að starfa í Reykjavík ? Svarið er NEI. Borga þeir fyrir þessa starfssemi og skipulag í formi skattgreiðslna sem þeir hinir sömu fá ekki notið ? Svarið er JÁ. Fá þeir niðurgreiddan ferðakostnað við leitun í þjónustu á höfuðborgarsvæði ? Svarið er NEI. Með öðrum orðum landsbyggðarfólk greiðir skatta til þess að auka framboð á heilbrigði án þess að fá þess notið. Í lagi ? Svarið er Nei.
Varðstaða um frelsi einstaklinganna í nútíma samfélagi var samþykkt í janúar í Frjálslynda flokknum.
Sunnudagur, 2. september 2007
Eins og kemur hér fram í úrdrætti um samþykkt hjá okkur Frjálslyndum á flokksþingi í janúar, fyrir kosningar er einrofa samstaða um áherslu á frelsi einstaklingsins þar sem við viljum sjá kerfi til þjónustu virka og endurskoðun þar sem þess er þörf. Innheimtir fjármunir í formi skatta nýtist þeim er það fé inna af hendi.
1. Velferðarmál: Málefni aldraðra og öryrkja, heilbrigðismál og lífeyrissjóðir.
Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir raunverulegri velferð. Í því felst að þeir sem þurfa á aðstoð að halda fái hana og búi við mannsæmandi kjör. Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir hagsmunum aldraðra og hagsmunum þeirra, sem þurfa á aðstoð að halda og leggur ríka áherslu á að fólki sé hjálpað til sjálfshjálpar. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á að félagslegt öryggi sé forsenda þess að fólk fái notið mannsæmandi lífs og njóti sín sem einstaklingar.
Góð heilbrigðisþjónusta er mikilvægur þáttur velferðarkerfisins.
Frjálslyndi flokkurinn telur nauðsynlegt að taka stjórnkerfi heilbrigðiskerfisins til endurskoðunar og tryggja að þeir miklu fjármunir, sem varið er til heilbrigðismála, nýtist sem best.
Nýta má kosti einkaframtaks á öllum sviðum hér á landi, án þess að einhver þurfi að skæla um " einkavæðingargrýlu" , allt spurning um aðferðir.
Sunnudagur, 2. september 2007
Kostir einkaframtaks geta svo sannarlega nýst okkur Íslendingum í mun ríkara mæli en nú er í heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem og víðar í formi útboða á verkefnum hins opinbera með skilgreindum ramma um þjónustu sem veita skal fyrir ákveðna upphæð að teknu tilliti til faglegra þátta allra. Hvaða heil brú er til dæmis í því að sérfræðingar í heilbrigðiskerfi megi reka einkastofur með samningum við ríkið meðan heimilslæknar sem eru hluti af sama kerfi megi það ekki ? Engin. Það þarf nefnilega að finnast samræmi í aðferðum innan sama kerfis með tilliti til notkunar skattpeninga. Bráðasjúkrahús skyldu hins vegar alfarið vera á höndum hins opinbera í rekstri en þar á bæ hafa menn barist við það undanfarin ár að fá sérfræðinga í lækningum í fullt starf þar ekki hlutastarf ásamt einkastofurekstri sem er sjálfsagt og eðlilegt. Það atriði að Íslendingar skuli enn þann dag í dag á fjölmennustu svæðum, geta gengið beint inn á stofur sérfræðinga án viðkomu á grunnþjónustustigi í heilsugæslu með tilvísun þaðan, þangað , er furðulegt fyrirkomulag og þætti ekki fyrirmynd ef farið væri út fyrir landsteina þar sem slíkt þekkist vart. Þar greiða menn hærra gjald en eigi að síður gjald sem er niðurgreitt af almannafé, en er ekki allra að greiða sökum upphæða. Á sama tíma hefst ekki undan að sinna grunnþjónustu og heimilislækna skortir til starfa á fjölmennustu svæðum því þeir hinir sömu hafa ekki sömu möguleika og kollegar þeirra sérfræðingar til starfa í sama kerfi . Skortur á grunnþjónustu og óskilvirkni og samhæfingarleysi allra er eiga að vinna saman í einu kerfi veldur lélegri nýtingu á skattfé, því miður.
Umbóta er þörf.
Skattalækkanir þurfa ekkert að þýða skerðingu á almannaþjónustu, óttaleg vitleysa er þetta.
Sunnudagur, 2. september 2007
Það skiptir máli að ALLIR skili sínum sköttum til okkar samfélags, hvers eðlis sem tekjur manna koma til með að verða til, þannig virkar eitt stykki þjóðfélag. Það skiptir hins vegar einnig miklu máli að skattprósenta og mörk upphæða er skatttaka hefst tengist raunveruleika framfærslukostnaðar einstaklinga í landinu á hverjum tíma. Frysting skattleysismarka við tæpar 70.000.krónur án hækkana persónuafsláttar í heilan áratug hér á landi , þ.e. skattleysismörk voru hækkuð í 90.ooo.- ´þann 1.1. 2007 á þessu ári EKKI FYRR. Þetta aðgerðaleysi hefur orsakað tvennt, lítinn hvata fólks til að vinna við þjónustu í þágu almennings þar sem launataxtar eru með þeim lægstu er fyrirfinnast á vinnumarkaði og sífelld vandamál við mönnun stofnana, og skuldasöfnun heimila í formi yfirdráttarlána í fjármálastofnunum sem aldrei fyrr, þar sem fullvinnandi einstaklingar á almennum vinnumarkaði hafa ekki afrakstur launa eftir greiðslu skatta sem nægja til framfærslu á hinum hörmulegu láglaunatöxtum sem samið hefur verið um á vinnumarkaði. Það gefur augaleið að lækkun virðisaukaskatts á matvæli sem farið var út í fyrr á þessu ári er ein vitlausasta aðgerð sem heitir getur enda ekki skilað nokkur sem heitið geti til almennings. Það er tekjuskattsprósenta ellegar skattleysismörk/ hækkun persónuafsláttar sem virkar og nýtist launþegum öllum á landinu og minn flokkur hefur hamrað á í all mörg ár. Það atrðið að einstaklingur hafi tekjur umfram lífsnauðsynlegar þarfir skilar sér nefnilega aftur í formi virðisaukaskatts til samfélagsins í formi neyslu.
kv.gmaria.
Hver er formaður Sjálfstæðisflokksins og hvar er hann ?
Laugardagur, 1. september 2007
Það er stórfurðulegt að stærsti stjórnmálaflokkur landsins miðað við útkomu prósentulega í kosningum skuli hreint ekkert láta í sér heyra um þjóðmálin og þróun til framtíðar á Íslandi í málum öllum. Formaður Sjálfstæðisflokksins er víst forsætisráðherra sem varla heyrist né sést nokkuð af sem heitið getur nema til fyrirsvara um úrlausnir á flokkuðum vandamálum sem dúkka upp, þegar fréttamenn hafa dregið uppi svör af hálfu stjórnvalda. Væri það of mikið að óska eftir því að stærsti flokkur landsins væri sýnilegri í þjóðmálaumræðu með formann sinn þar fremstan í forsvari ?
kv.gmaria.