Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Það þarf átak í atvinnuþróun á landsbyggðinni, öllum landsmönnum til hagsbóta.

Andvaraleysi ráðamanna undanfarna áratugi gagnvart stefnumótun um atvinnu og byggðaþróun í landinu hefur orsakað ástand á fjölmennustu svæðum þar sem ekki hefur hafst undan að byggja upp nauðsynleg samgöngumannvirki í samræmi við fjölgun íbúa og svo komið að bílaeign landsmanna er hreinlega vandamál þegar allir hafa ákveðið að búa á sama svæði á landinu. Dulbúið " frumskógarlögmál " sem kallað hefur verið frelsi , var innleitt í kerfi fiskveiða og landbúnað einnig að hluta til þar sem stórkostleg fækkun starfa var nefnt hagræðing og hagræðingu ofan allra handa, en hliðaverkanirnar hafar greinilega ekki verið reiknaðar með í dæmið til enda, því þá væri búið að byggja samgöngumannvirki sem önnuðu ökutækjum í umferð millum atvinnusvæða á Stór Reykjavíkursvæðinu og inn og út úr borginni. Nákvæmlega EKKERT hefur verið að finna í stjórnvaldsaðgerðum skattalega eða af öðrum toga,  sem hvatningu til minni bílaeignar, hvorki hvað varðar uppbyggingu almenningsamgangna á landinu öllu. Því til viðbótar var það látið óátalið af stjórnvöldum að demba öllum flutningum á vegakerfið í stað þess að styðja við flutninga sjóleiðina sem náttúrulega bætist við innanbæjarumferð út úr borginni og kring um hana. Til þess að bíta höfuðið af skömminni hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tekið til við að byggja upp í loftið blokkir til íbúðabyggðar að virðist án nokkurra einustu útreikninga á umferðaraukningu á samgönguæðar. Sameining ellegar betri samvinna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi nauðsynlega heildaryfirsýn gæti hugsanlega vakið menn upp af þeim Þyrnirósarsvefni sem menn hafa sofið of lengi. Landsbyggðin hefur fyrir löngu sameinast í fá sveitarfélög sem vantar atvinnu út á landsbyggðina.

kv.gmaria.


" Komdu nú að kveðast á, kappinn ef þú getur.... láttu ganga ljóðaskrá, ljóst í allan vetur "

Finndu orð sem ríma, því það er andleg glíma, og þeim mun meiri tíma sem það tekur þig að ríma, því meira rúm fær hugur þinn í hugtakinu tíma.

kv.gmaria.


Íslendingar eru þjóð í hundrað metra kapphlaupi alla daga.

Keppnisandinn svífur yfir vötnum hér á landi og ef menn vegast ekki með spjótum og sverðum þá keppa þeir í íþróttum og magni framborinna orða á eigin bloggsíðum, svo mjög að menn lenda í heimsmetabókum fyrir hinn mikla vilja til endalausrar baráttu og keppni um eitthvað. Þetta er að ég held af hinu góða því menn eru að " hlaupa " sem er betra en að standa í stað.

kv.gmaria.


Viðskipti við fyrirtæki sem stefna á uppgjör í Evrum í hættu ?

Hlustaði á frásögn í útvarpi um Gallup könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins þar sem frásögnin hljómaði svona. " Drjúgur meirilhuti þjóðarinnar vill taka upp evru " síðan var sagt frá því að 53 % landsmanna væru hlynnt upptöku evru. Seint mun sú er þetta ritar geta fallist á þá túlkun að " drjúgur meirihluti " teljist 3% umfram helming. Leit einnig augum frétt á netinu þess efnis að einn banki hyggist taka upp uppgjör í evrum og velti því fyrir mér hvort viðkomandi muni í kjölfarið tapa viðskiptum hér innanlands.

kv.gmaria.


Sjálfstæðismenn farnir að tala fyrir tekjutengingum, vægast sagt fróðlegt.

 Stórmerkilegt að lesa pistil bloggvinar míns Hannesar Hólmsteins þess efnis að tekjutengingar séu af hinu góða, en reyndar nefnir hann að tekjutengingar hefjist við of lágar upphæðir, en kemur ekki auga á að hið sama gildi um mörk skattleysis sbr. úrdrátt úr grein hans hér síðast. Það vantar nefnilega samanburð á meðallaunum láglaunamanna í landi hverju með upphæðum um skattleysismörkin þar á bæ, með tilliti til þess hvort viðkomandi kann að flokkast sem fátæklingur eftir greiðslu skatta af slíkum upphæðum. Ef ríki og sveitarfélög skyldu síðan hugsanlega fara fyrir sem helstu greiðendur slíkra láglauna sem flokka menn sem fátæklinga eftir skatta þá hvað ?

"

Skattleysismörk og fjármagnseigendur

Sumir vilja hækka skattleysismörk. Það er óráð. Æskilegt er, að sem flestir greiði tekjuskatt, en ekki, að sumir séu skattfrjálsir og aðrir ekki, því að það freistar þeirra, sem sleppa við skattinn vegna lágra tekna, til að samþykkja hækkun hans. Skattleysismörk eru raunar miklu hærri á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Þau eru til dæmis um 60 þúsund krónur á mánuði í tveimur grannríkjum okkar, Svíþjóð og Írlandi. Hér eru þau nú um 90 þúsund krónur á mánuði og hefðu aðeins þurft að vera 6 þúsund krónum hærri til þess að vera hin sömu (á sambærilegu verðlagi) og árið 1995. "

 


Til hvers er lagasetning um þjónustu hins opinbera, sem síðan ekki er völ á að veita sökum skorts á fjármagni ?

Við þykjumst reka heilbrigðiskerfið fyrir innkomu skatta en greiðum komugjöld og rannsóknargjöld hægri vinstri við hvers konar leitan í kerfið frá heilsugæslu til bráðasjúkraþjónustu. Sérfræðiþjónusta sem tilheyrir kerfinu er flestu láglaunafólki ofviða sem þó innir af hendi skatta í sífellu. Við þykjumst einnig geta rekið þjónustu við barnafólk með stofnunum og fagfólki að störfum samkvæmt lagasetningu um starfssemina, en áratugum saman er meginhluti starfsseminnar borinn uppi af ófaglærðum sem koma og fara vegna lágra launa þannig að ekki tekst að viðhalda einhverju sem heitir þjónustustig í samræmi við lög. Skyldi vera kominn tími til þess að skilgreina þjónustustig veittrar þjónustu og þeirrar sem þar vantar upp á ? Það eru nefnilega innheimtir skattar af okkur launafólki strax til þess að þjóna hinum " meintu " markmiðum sem koma fram í lögum um þjónustu sem veita SKAL en EKKI tekst að veita og menn mega lúta því að vera settir á biðlista í biðlistaþjóðfélaginu Íslandi. EF það er eitthvað sem ætti að fara í bið þá eru það skattgreiðslur meðan þjónusta lögum samkvæmt er ekki framkvæmanleg vegna skipulags og ákvarðana.

 


Ósamstiga ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, í hverju máli á fætur öðru.

Það var nú ekki beinlínis það sem vantaði hér á landi að tveir flokkar settust saman í ríkisstjórn sem varla vita hvort eru að koma eða fara í hinum og þessum málaflokkum þar sem orð ráðherra rekast hvert á annars horn og stefnufestu er ekki að finna, heldur að virðist fremur leit að henni í formi lærdóms samskiptaforms einhvers konar. Haustþing hefur þó enn ekki tekið til starfa og einungis verkefni sem við er að fást hverju sinni sem komið hafa til kasta í þessu efni. EF sams konar samskipti ráðherra á sitt hvorri skoðun inni á hinu háa Alþingi er eitthvað sem þjóðin má gjöra svo vel að þurfa að meðtaka, þá líst mér ekki á framvindu mála.

kv.gmaria.


Mega Rússar ekki æfa eins og Nató eða hvað ?

Utanríkismálin eru að verða í brandarastíl, einn daginn er kallaður heim einn friðargæsluliði frá Írak, þar sem Nató mótmælir ákvörðuninni ,en hinn daginn eru Íslendingar að skipta sér af flugi Rússa við æfingar á alþjóðlegu svæði, hvað næst ?

kv.gmaria.


mbl.is Sendiherra segir að Rússar þurfi ekki að láta vita af ferðum flugvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofna þarf hagsmunabandalag leikskólakennara og ófaglærðra á leikskólum til lausnar vanda í launamálum.

Það var pínulítið kjánalegt að hlýða á fulltrúa Reykjavíkurborgar skýla sér bak við það að borgin þyrfti að fara eftir launakerfi stéttarfélaga og þótt vilji væri fyrir hendi að hennar sögn að launa starfsfólk betur væri erfitt að ganga framhjá leikskólakennurunum. EF allir starfsmenn á leikskólum væru menntaðir leikskólakennarar hvað þyrfti borgin þá að greiða í formi heildarlauna til starfsseminnar ? Ég lít svo á og hefi gert lengi að eins og staðan er í þessum málum þurfi faglærðir og ófaglærðir að mynda hagsmunabandalag ellegar þá að óska eftir sérstökum vinnustaðasamningum einkum með það að markmiði öllum til handa að starfssemin gangi fyrir sig samkvæmt því lögbundna hlutverki sem sveitarfélög eiga að sinna.

kv.gmaria.


Ef þjóðfélagið hefur ekki EFNI á því að ala upp börn , þá ...... ?

Það er líkt og sama platan sé spiluð ár eftir ár rispuð með tilbrigðum um mannaskort í þjónustu hins opinbera við uppeldi barna, aðhlynningu sjúkra og aldraðra eins og aldrei virðist menn koma til með að horfa fram á veginn varðandi það atriði að þessi verkefni séu viðvarandi og verði til framtíðar. Sparnaður í starfsmannahaldi í þessum efnum étur sjálfan sig upp flóknara er það ekki og það vantar framsýni þeirra sem standa við stjórnvölinn, fyrr gerist ekkert. Hið háa Alþingi þarf nú í haust að skilgreina þjónustustig opinberrar þjónustu HÉR sem annars staðar þar sem lögbundin þjónusta við skattgreiðendur skal fara fram og því fyrr sem slíkur mælikvarði kemst í notkun því meira mun hann virka.

kv.gmaria.


mbl.is Starfsfólk vantar á leikskólana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband