Rangt Hannes, hér græddi almenningur ekki.

Það er óhjákvæmilegt að sjá þessa röksemdafærslu Hannesar Hólmsteins án mótmæla. EF þetta væri svona einfalt og fínt eins og greinarritari lýsir þá væri það vel en svo er ekki, varðandi kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi en svo er ekki. Það gleymdist nefnilega alveg að taka gjald af tilfærslu aflaheimilda millum byggðarlaga, sem aftur setti af stað ástand sem aftur hefur valdið gífurlegu þjóðhagslegri verðmætasóun í formi verðmæta s.s eigna manna viðsvegar um landið þar sem atvinna var seld á einni nóttu fram og til baka landið þvert og endilangt. 

úrdráttur úr grein Hannesar.

 "

Kvótakerfið

Hér hefur verið einstæður stöðugleiki í stjórnmálum frá 1991. Ein ástæðan er, að ríkisstjórnir þessa tímabils hafa leikið tvo leiki af fyrstu tegundinni. Annar leikurinn fólst í kvótakerfinu í sjávarútvegi. Í einföldustu mynd sinni var vandinn sá, að sextán bátar sóttu á fiskimið, sem átta bátar gátu nýtt með gróða. Fækka þurfti bátunum úr sextán í átta. Þetta var gert með því að úthluta til bátanna sextán aflaheimildum eða kvótum, sem nægðu átta þeirra til ábatasams reksturs. Þá keyptu eigendur átta bátanna með betri afkomu kvóta af eigendum átta bátanna með verri afkomu, svo að hinir síðarnefndu hættu veiðum.

Allir græddu. Eigendur átta bátanna með verri afkomu sneru í land með fullar hendur fjár. Það markmið náðist friðsamlega að fækka bátunum úr sextán í átta. Eigendur átta bátanna með betri afkomu héldu áfram veiðum og undu glaðir við sitt. Þjóðin græddi á því, að sjávarútvegur skilaði arði, en var ekki rekinn með tapi eins og víðast annars staðar í heiminum. Ríkið græddi á því, að útgerðarfyrirtæki greiddu skatta. "

Því til viðbótar tel ég fáa í núverendi kvótakerfi sjávarútvegs " una glaða við sitt" nú í dag.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góðann daginn Guðrún.  Ef til vill á þarna við hið fornkveðna?:

"Svo má illu venjast að gott þyki" 

Sigurður Þórðarson, 5.9.2007 kl. 07:31

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

 Stefna íhaldsmanna er ekki að breyta þessu í átta báta heldur frekar í einn bát, en það gleymist að á þessum 16 bátum voru kannski 160 sjómenn sem missa vinnuna og bæjarfélöginn missa tekjurnar. Þannig að eftir situr ein útgerð skuldsett upp fyrir haus og þegar við þetta bætist svo niðurskurður í Þorski upp á 30% þá er hætt við því að erfitt geti verið að standa við skuldbindingarnar. Ofan á þetta bætast síðan kröfur bankana um að leysa málið með því að leifa erlendum aðilum að kaupa kvótann upp til að skera bankana niður úr snörunni. Ekki gott mál.kv.

Georg Eiður Arnarson, 5.9.2007 kl. 08:27

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta dæmi, sem Hannes Hólmsteinn tekur þarna, er svo barnalegt og dæmigert fyrir hann og frjálshyggjupostulana í Sjálfstæðisflokknum að það er ekki einu sinni fyndið varla hægt að segja að það sé hlægilegt.  Eins og venjulega, í hans dæmum og frjálshyggjupostulanna, þá er bara ein hlið á peningnum, þ.e.a.s hans hlið, en í þeirri hagfræði sem ég lærði var sagt: "ENGINN GRÆÐIR ÁN ÞESS AÐ ANNAR TAPI".  Í upphafi kauphallarviðskiptanna, komu verðbréfa- og hlutabréfagúrúar vikulega í sjónvarpið og voru aðsegja mönnum að þeir ættu að kaupa hin og þessi hlutabréf því í þeim geira væri bara hagnaður ekkert tap en eftir nokkra mánuði í velmeguninni fóru hlutbréf að LÆKKA

Jóhann Elíasson, 5.9.2007 kl. 09:26

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sæl Guðrún.Hannes er Hannes.Stundum hefur hann rangt fyrir sér, en hann hefur rétt fyrir sér í því að allir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi.Sjómannasamband íslands,Farmanna og fiskimannasamband Íslands, Vélstjórafélag Íslands,LÍÚ og Landsamband Smábátaeigenda hafa hafnað því með málflutningi sínum og ályktunum á undanförnum árum að ríkið þjóðnýti aflaheimildirnar.Þessir hagsmunaaðilar hafa heldur ekki lagt það til að sóknardagakerfi yrði tekið upp aftur.En ég held að þú og Frjálslyndi Flokkurinn vreði nú að fara að koma sér niður á einhverja stefnu í sjávarútvegsmálum.Sé þig á næsta félagsfundi.Kveðja,Geiri

Sigurgeir Jónsson, 5.9.2007 kl. 18:26

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll.

Það er alveg óþarfi að láta Hannes komast upp með það að gera svart að hvítu , þegjandi og hljóðalaust.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.9.2007 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband