Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Grunnþjónusta við heilbrigði kostar einnig fjármuni, sem kosta þarf til.
Föstudagur, 14. september 2007
Því miður stendur þjónusta við grunnheilbrigði ekki undir nafni frekar en þjónusta við grunnmenntun. Skortur á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið viðvarandi vandamál meðan sérfræðiþjónusta er næstum á hverju götuhorni, með niðurgreiðsluþáttöku hins opinbera. Mikið magn af sérfræðiþjónustu kemur ekki í staðinn fyrir hinn nauðsynlega þátt aðgengis sjúklinga í grunnþjónustu, því fer fjarri, hvað þá eitt þrjú hundruð þúsund manna þjóðfélag hafi mögulega efni á því að skipa málum á þann veg. Stjórnmálamenn á Alþingi hafa litlu áorkað til umbreytinga hér að lútandi um nokkuð langan tima en stórkostleg útgjaldaaukning hins opinbera til dæmis í formi lyfjakostnaðar við lyflækningar í kerfinu, kostar skattgreiðanda drjúgan hlut af tekjum þess hins sama. Sparnaðaraðgerðir og aðhald enda ætíð á sama punkti , starfsmannahaldi á hátæknisjúkrahúsum eins kjánalegt og það er sem þó þurfa að taka affallið af hinni misvirku þjónustu þar sem skortur á heimilislæknum annars vegar og magn sérfræðilækninga hins vegar, áskapar. ( dæmi. sjúklingur fer í aðgerð á einkastofu úti í bæ, fær fylgikvilla, hefur ekki heimilislækni sem reyndar næst aðeins í á skrifstofutíma, leitar á bráðadeild sjúkrahúsa ) Hver borgar ?
kv.gmaria.
Og hefst þá blaðurssamkeppnin mikla..... eða hvað ?
Föstudagur, 14. september 2007
Nokkuð merkilegt að þessi miðill skuli leita á þessi mið, miðað við skrif gegnum árin í garð þeirra er ræða málin á netinu og alls konar argagang í garð þeirra hinna sömu en sennilega er augnablikið og sekúndur orðnar að markaðsvöru að öllum líkindum .
kv.gmaria.
DV útgáfufélag með nýjan netmiðil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kosta þarf fjármunum til grunnmenntunar í landinu svo standi undir nafni.
Föstudagur, 14. september 2007
Hið opinbera hverju nafni sem það nefnist getur ekki horft þegjandi á það atriði að ekki fáist fólk til þess að mennta börn frá leikskóla til grunnskóla og skerða þurfi þjónustu svo og svo mikið hér og þar hvarvetna. Mótun siðgæðisvitundar einstaklingsins fer til dæmis ekki hvað síst fram um þriggja ára aldurinn og þar þarf nauðsynlegan mannafla að störfum alla daga árið um kring. Í upphafi skyldi því endirinn skoða og ef við teljum okkur geta dandalast áfram með allra handa fögur markmið á blaði til að framfylgja þar sem markmiðasetninguna vantar ekki en starfsfólk til að starfa með þau hin sömu markmið skortir þá tel ég að við stöndum í stað, því miður. Hvoru tveggja tími og rými til þess að mennta einstaklinga á unga aldri, skilar sér í agaðra þjóðfélagi þar sem góð grunnmenntun skilar sér í framhaldsnámi hvers konar. Stórkostlegur skortur á vitund ráðamanna um mikilvægi þessa hefur verið við lýði lengi , allt of lengi í voru samfélagi . Skoða þarf hve mikið fé skortir til þess að reka grunnmenntun í landinu í samræmi við lög þar að lútandi og stoppa þar eins og skot í þau göt sem þar er og hefur verið að finna undanfarin ár og áratug að minnsta kosti. Samræma þarf aðferðafræði millum sveitarfélaga í þessu efni þannig að landsmenn fái notið sömu þjónustu hið lögboðna hlutverk kveður á um, annað er mismunun þegnanna. Jafnframt er það spurning hvort ekki skuli sett einhver refsiákvæði í lög varðandi það atriði að sveitarfélög sinni ekki grunnþjónustuhlutverki sínu við útdeilingu fjármagns ár hvert í þennan málaflokk sem girðir fyrir útaustur fjármuna í annað.
Þarf að búa til fólk á landsbyggðinni svo hægt sé að koma við aukinni menntun ?
Föstudagur, 14. september 2007
Hverjum eiga bætt fjarskipti og aukin menntun ásamt samgöngum að þjóna þegar fólkið er farið vegna atvinnuleysis og fyrirtæki hafa skorið niður ? Ástæðan er kvótakerfið sjálft og sú þróun er ekki að hefjast núna, hún hefur staðið yfir nokkuð lengi. Skilja mátti á formanni Framsóknarflokksins í viðtali í Kastljósi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað útgerðarfyrirtækjunum einhverju í vor. Sigmar tók ekki eftir því og því kom það ekki nánar fram hvað það var ? Hins vegar frekar dularfullt fyrir kosningar. Þessi miðjusamsuða tillagna út í bláinn með eyrnamerktu fjármagni úr ríkissjóði vegna þorskaflaskerðingar er stjórnarflokkunum báðum lítt til framdráttar í stjórnmálum.
kv.gmaria.
Koma mótvægisaðgerðir gagnvart sjúklingum á biðlistum í þjónustu sjúkrahúsa, eða börnum sem ekki fá inni á leikskóla, svo ekki sé minnst á einstæðar mæður á götunni ?
Fimmtudagur, 13. september 2007
Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með afrekum núverandi ríkisstjórnar við útdeilingu fjármuna í formi ákvarðanatöku sem hefur það fróma nafn " mótvægisaðgerðir " en lögbundna þjónustu skortir og fólk er sett á biðlista , sjúklingar eftir aðgerðum, börn eftir leikskóladvöl, aldraðir eftir plássi á öldrunarstofnunum og láglaunafólk eftir þaki yfir höfuðið.
kv.gmaria.
Stjórnkerfi fiskveiða þarf að skera upp, stórhlægilegar " mótvægisaðgerðir ".
Fimmtudagur, 13. september 2007
Nú á að henda milljónum hér og þar eftir hinum og þessum hugmyndum héðan og þaðan, sem örugglega hafa ekki verið útfærðar í reynd sinni , varðandi minni þorksveiðar á næsta ári. Með raun réttu og tekið hefði verið mark á helstu talsmönnum þessa kerfis gegnum tíðina hefðu stjórnvöld ALDREI átt að þurfa að vera með einhvers konar " mótvægisaðgerðamatreiðslu " þótt fiskveiðiheimildir væru skertar frá ári til árs. Núverandi stjórnvöld , alveg sama þótt Samfylking sé komin þar innanborðs neita hins vegar að horfast í augu við það að skoða þurfi kerfið sjálft og taka þátt í að púkka upp á það eins ómögulegt og óskilvirkt og það er. Mótvægisaðgerðir í þessu efni gagnvart þessu kerfi mannsins eingöngu munu án efa kalla á aðrar mótvægisaðgerðir annars staðar í þjóðfélaginu fyrr en síðar, sem er eðlilegt ef þetta er stefna stjórnvalda.
kv.gmaria.
Mannréttindi á Íslandi voru fótum troðin með frystingu skattleysismarka.
Fimmtudagur, 13. september 2007
Laun einstaklings fyrir fullan vinnudag , samkvæmt lægsta taxta verkalýðsfélags, að lokinni greiðslu skatta EIGA að nægja þeim hinum sama til framfærslu, í formi fæða og klæða og þaks yfir höfuðið, það eru mannréttindi. Gilldir þar einu hvort kynið á í hlut. Launahækkanir á vinnumarkaði þótt lágar hafi verið rúman áratug til handa hinum almenna verkamanni, kölluðu sannarlega ekki á þá aðgerð að mörk skattleysis væru nær samtengd upphæð fátæktarskilgreiningu sveitarfélaga sem var raunin. Það eitt að greiða skatta setti fólk á lægstu töxtum því innan fátæktarskilgreininga hins opinbera sjálfs, en naut ef til vill ekki aðstoðar vegna launaupphæða fyrirfram samkvæmt hinu sama annars frábæra velferðarkerfi eða hitt þó heldur. Öryrkjar, ellilifeyrisþegar og láglaunafólk var samferða sem þolendur þessa stórvitlausa ástands eins og áður sagði í áraraðir og er enn því skattleysismörk hafa ekki náð að haldast í hendur við þróun verðlags, þar þarf enn að koma til sögu hækkun svo það megi verða. Lækkun matarskatta skilaði sér ekki til almennings og bætti ekki stöðu þessara hópa að nokkru leyti þar að lútandi. Húsnæðiskostnaður er enn í sögulegu hámarki svo mjög að gjáin milli þeirra sem eiga húsnæði og þeirra sem aldrei geta eignast húsnæði breikkar. Jafnframt stækkar sá hópur sem ekki getur leigt á almennum leigumarkaði. Hér er brotið á mannréttindum í voru þjóðfélagi sem þarf að taka á með aðgerðum , strax.
Afsökunarbeiðni úr samgönguráðuneytinu ?
Miðvikudagur, 12. september 2007
Bæði samgönguráðherra og aðstoðarmaður hans hafa farið offari í ummælum um menn og málefni, þar sem ráðherrann dró einn mann fram til ábyrgðar í ummælum í klúðri um ferjukaup og aðstoðarmaðurinn bætti um betur og úthúðaði stjórnarandstöðuþingmanni sem gagnrýndi ummæli ráðherra og málið í heild. Helstu forsvarsmenn þjóðarinnar eiga ekki að ganga um með slíku fordæmi að mínu mati og óverjanlegt ef menn kunna ekki að skrifa afsökunarbeiðni í kjölfarið því ella eiga þeir hinir sömu lítið erindi í stjórnmálum, hvað þá við stjórnvölinn.
kv.gmaria.
Já einmitt viðskiptaráðherra, hvað kostar starf þessa starfshóps ?
Miðvikudagur, 12. september 2007
Á að auka hlut erlendra fjárfestinga hér á landi, hvert er markmiðið og hver hefur róið því fram ? Að sjá má virðist ráðherrann ekki getað beðið eftir að Alþingi kæmi saman, hvað veldur ?
kv.gmaria.
Ætlar að endurskoða lög um erlenda fjárfestingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugmyndir úr Hafnarfirði.
Miðvikudagur, 12. september 2007
Við í FFH, Félagi Frjálslyndra í Hafnarfirði funduðum nokkuð mikið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og skeggræddum hin ýmsu mál bæjarfélagsins þótt við höfum ekki boðið fram í þeim hinum sömu kosningum. Sú er þetta ritar ræddi meðal annars þá hugmynd einhvern tímann að bæjarfélagið færi af stað með ákveðið sjálfbærniverkefni í umhverfismálum varðandi það atriði að skoða hve margir íbúar bæjarins stunduðu vinnu innanbæjar og hve margir ekki ,með það að markmiði að finna hvata að því að menn finni störf í Hafnarfirði sem þar búa. Jafnframt hve margir gætu hugsanlega gengið eða hjólað í vinnuna í stað notkunar á einkabílnum ellegar fengið niðurgreiðslu til almenningssamgangna í vinnu innanbæjar. Allt hefur þetta mikið að segja varðandi álag á gatnakerfi og samgönguæðar á höfuðborgarsvæði í heild sem og ferðatíma fólks í vinnu. EF ég man rétt fannst félögum mínum ég vera full framúrstefnuleg ellegar einföld í spekúlasjónum með þessa mína hugmynd en ég stend á því fastar en fótunum að þetta munu menn þurfa að horfa á í nánustu framtíð ef menn vilja reyna að ráða þróun mála miðað við þá stöðu sem uppi er.
kv.gmaria.