Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Þetta er í Evrópu Íslendingar góðir !

Ég hygg að við ættum agnar ögn að gaumgæfa það sem á sér stað þarna, hvort það er forsmekkur þess sem koma skal ellegar einungis einstakar uppákomur.

kv.gmaria.


mbl.is Biðraðir myndast á ný utan við útibú Northern Rock
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úti er alltaf að snjóa.....

Jeremías minn einasti , það verður lag á læk þegar snjóar á höfuðborgarsvæðinu ofan á umferðarþungann sem aldrei hefur verið meiri, veðja á að það verði fréttaefni dagsins. Annars á að hlýna á mánudag ef ég heyrði rétt , spurning hvað langt það nær fyrir okkur sem ekki viljum alveg endilega fara að fá veturinn upp á dekk alveg strax.

kv.gmaria.


mbl.is Vetrarveður á sunnanverðu landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liberal bæjarstjóri í Kópavogi ?

Þá vitum við það að það borgar sig að mótmæla friðsamlega og er það vel. Bæjarstjórinn virðist koma fram með áheyrn á vilja íbúa í Kópavogi, ef til vill eru Íslendingar að læra hinar lýðræðislegu aðferðir smátt og smátt.

kv.gmaria.


mbl.is Mótmæli íbúa báru árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagsleg undirboð á vinnumarkaði, loksins eitthvað að gert.

Það hlaut að koma að því að einhvers staðar yrði að gert varðandi þá þróun sem hér hefur verið í gangi fyrir framan augun á landsmönnum nokkuð lengi og sumir hafa ekki getað rætt um nema vera stimplaðir rasistar.

kv.gmaria.


mbl.is Norðurál rifti samningi við pólskt verktakafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagshugleiðing um lífið og tilveruna.

Eftir því sem árin telja safnast í reynslubrunn tímans hjá hverjum og einum, við erum sífellt að læra í lifsins skóla. Námsefnið er breytilegt eftir því hvaða samtíma við lifum að hluta til en ákveðin gildi ganga hins vegar gegnum tímaskeið öll er varða hinn mannlega þátt í lífinu, þar sem óeigingjarn kærleikur er forsenda virðingar gagnvart samferðamönnunum. Menntun inniheldur æ ríkari sundurgreiningu á faglegum viðfangsefnum samtímans þar sem sérfræðingar í sérstökum vandamálum sérhæfa sig í sífellt þrengri viðfangsefnum. Oftar en ekki veldur þetta skorti á heildaryfirsýn yfir sviðið. Þegar markmiðin bera tilganginn ofurliði þarf að endurskoða tilganginn. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera stofnanir heldur lifandi afl líðandi stundar í landinu. Lögmál markaðsfrelsis þjóna illa eða ekki tilgangi sínum þegar lagaramminn er illa eða ekki sýnilegur ellegar útbúinn í formi einokunar einstakra aðila á ákveðnum sviðum. Fjölskylduvænt þjóðfélag sinnir þörfum foreldra fyrir tíma með börnum sínum í frumbernsku og upp uppvaxtarskeið en sama þjóðfélag sinnir einnig þörfum borgara á efri árum til þjónustu. Réttlátt þjóðfélag leggur ekki hærri skatta á íbúa sína en þeir geta borið.

kv.gmaria.


Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt til breytingar á kerfi sjávarútvegs frá upphafi og gerir það enn, háttvirtur sjávarútvegsráðherra.

Hafi núverandi sjávarútvegsráðherra sem ekki var viðstaddur kynningu um mótvægisaðgerðir eigin ríkisstjórnar orðið þess var að Frjálslyndi flokkurinn hefur gagnrýnt núverandi kerfi sjávarútvegs frá upphafi og stofnun þess flokks, þá skal því haldið til haga hér. Sjálfstæðismenn hafa tileinkað sér það að þykjast ekki taka eftir Frjálslynda flokknum og sjávarútvegsráðherrann þar engin undantekning eins og sjá má af orðum þess hins sama í færslu hans á bloggsíðu.

"Því miður voru viðbrögð stjórnarandstöðunnar við mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar óskaplega fyrirsjáanleg. Hefðbundin gagnrýni án nokkurra tillagna "

Ég hvet ráðherra til þess að ræða við fjóra kjörna fulltrúa þjóðarinnar fyrir Frjálslynda flokkinn sem allir hafa tillögur flokksins tiltækar til skoðunar þar sem flest sem flokkurinn hefur lengi bent á varðandi núverandi stjórnkerfi fiskveiða er komið á daginn, varðandi rannsóknaraðferðir, skipulag og virkni í raun til handa þjóðarbúinu og hinum dreifðu byggðum hér á landi.

kv.gmaria.


Öfgaforsjárhyggja ellegar algjört andvaraleysi einkennir stjórnmálasviðið.

Markið er ekki reist til þess að skyttan missi þess, sagði grískur spekingur Epikets forðum daga. Hin hjákátlega barátta mannsins til þess að stjórna, drottna og dýrka tekur á sig ýmsar myndir og nú virðast ráðuneyti ausa úr sjóðum almennings við skipan starfshópa hægri vinstri í allra handa verkefni ákvarðanatöku sem þingmenn eru kjörnir til að taka , ekki starfshópar héðan og þaðan. Sú tilhneiging að dreifa valdi á þann veg að undanskilja sig ábyrgð ákvarðana er ekki góð og hluti af andvaraleysi sem ríkir, en verkefnin sem vaðið er í eru oftar en ekki algjörlega ónauðsynleg og taka mið af forsjárhyggjuáráttu ráðamanna til afskipta af frelsi einstaklinga og fyrirtækja í samfélaginu hvers konar eftir því hvernig vindurinn blæs og menn geta slegið sig til riddara í kjölfar mála sem hátt kveða.

kv.gmaria.


Hefur Samfylkingin hertekið Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórnarsamstarfinu ?

Ákvarðana og skoðanaleysi Samfylkingarinnar hefur all nokkuð einkennt fyrstu skref þessarar ríkisstjórnar það sem ráðherrar tala sitt á hvað fyrir sínum sjónarmiðum og forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í sjónvarp og ræðir ákvarðanir utanríkisráðherra formanns Samfylkingar sem hann segist ekki sammála en utanríkisráðherra ráði ferð sem þýðir hvað ? Mótvægisaðgerðasamsuðan er gott dæmi um ákvarðanaleysið og ímyndarsjónarspil sem þessir flokkar virðast ætla að reyna að bjóða landsmönnum upp á á komandi kjörtímabili. Einleikarasóló Samfylkingarmanna í hinum ýmsu ráðuneytum allra handa eru álíka því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nær lagt af ákvarðanatöku innan ríkisstjórnar á eigin forsendum í ljósi þess að sitja bara í valdastólunum og horfa á.

kv.gmaria.


Til hvers eru uppalendur að reyna að kenna kurteisi, þegar fulltrúar hins opinbera koma fram í fjölmiðlum með hreinan dónaskap ?

Aðstoðarmaður samgönguráðherra kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem sá hinn sami endurtók ummæli sín  úr blaðagrein,um nýkjörinn þingmann stjórnarandstöðu sem " ómarktækan og óvandaðan rudda í íslenskri pólítik "  við hann í beinni útsendingu. Eftir höfðinu dansa limirnir og má því spyrja til hvers uppalendur séu að burðast við að kenna börnum siðvædd samskipti þegar slíkt kemur fram opinberalega úr munni þeirra sem standa við stjórnvölinn í landinu. Svona uppnefningar í garð einstaklinga eins og hér eru á ferð eru nefnilega oftar en ekki undanfari vandamála sem leiða til pústra og ef til vill síðar ofbeldis millum einstaklinga , því orðin meiða. Slík orðanotkun segir reyndar meira um þann er hana viðhefur en flest orð , en breytir því ekki að við skyldum ALDREI láta okkur slíkt lynda af hálfu þeirra sem koma fram fyrir hönd þjóðarinnar opinberlega hér á landi.

kv.gmaria.

 


Samgönguráðuneyti skipar starfshóp til þess að skoða aðferðir lögreglu við rannsókn mála.

Ég var mjög undrandi þegar ég las það í blaði í dag að samgönguráðuneytið hefði skipað starfshóp til þess að fara ofan í samræmingu aðferða við rannsókn mála í kjölfar þvagleggsmálsins á Selfossi. Ekki þar fyrir að það er sjálfsagt að samræming sé fyrir hendi í þessu efni, en er það að verkssviði samgönguráðuneytisins ?

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband