Hugmyndir úr Hafnarfirði.

Við í FFH, Félagi Frjálslyndra í Hafnarfirði funduðum nokkuð mikið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og skeggræddum hin ýmsu mál bæjarfélagsins þótt við höfum ekki boðið fram í þeim hinum sömu kosningum. Sú er þetta ritar ræddi meðal annars þá hugmynd einhvern tímann að bæjarfélagið færi af stað með ákveðið sjálfbærniverkefni í umhverfismálum varðandi það atriði að skoða hve margir íbúar bæjarins stunduðu vinnu innanbæjar og hve margir ekki ,með það að markmiði að finna hvata að því að menn finni störf í Hafnarfirði sem þar búa. Jafnframt hve margir gætu hugsanlega gengið eða hjólað í vinnuna í stað notkunar á einkabílnum ellegar fengið niðurgreiðslu til almenningssamgangna í vinnu innanbæjar. Allt hefur þetta mikið að segja varðandi álag á gatnakerfi og samgönguæðar á höfuðborgarsvæði í heild sem og ferðatíma fólks í vinnu. EF ég man rétt fannst félögum mínum ég vera full framúrstefnuleg ellegar einföld í spekúlasjónum með þessa mína hugmynd en ég stend á því fastar en fótunum að þetta munu menn þurfa að horfa á í nánustu framtíð ef menn vilja reyna að ráða þróun mála miðað við þá stöðu sem uppi er.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Flott hjá þér !  Ekki veitir af !

Kjartan Pálmarsson, 12.9.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband