Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Æsifréttir í samkeppni af hæstu skattgreiðendum.

Frásagnir af skattgreiðendum eru nú til tíðinda í tveimur tímaritum sem keppa hvert við annað, samkeppnislögmál fínt mál. Mér skilst að bloggarar hafi einnig lent í úttekt þessari top tuttugu, en sennilega er ég annaðhvort svo heppin eða óhepinn ( nokkuð óljóst) að lenda ekki í þeirri hinni sömu úttekt, verð að viðurkenna að ég hefi hvorugt blaðið keypt enn sem komið er. Þessi samkeppni varð síðan þriðja fjölmiðlinum fréttaefni ( ekki nýtt ) í Kastljósi kvöldsins.

kv.gmaria.


Útileguævintýri.

Á bernskuárunum var það afskaplega spennandi að tjalda og síðan að sofa úti í tjaldi, reyndar uppi sveit , á túninu heima. Það heppnaðist þó ekki að sofa heila nótt í tjaldi,  við fyrstu tilraun til slíks, því ekki vildi betur til en beljurnar komust í tjaldið um miðja nótt sem varð til þess að flúið var inn í bæ. Tjaldferðalög síðar á ævinni eru svo sem teljandi á tíu fingur, en nokkur á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í dalnum og á Breiðabakka þegar þar var haldinn þjóðhátið eitt ár að mig minnir eftir gos. Ég er örugglega ekki þessi týpíski tjaldferðaáhugamaður, finnst slíkt óttlegt vesen og tilstand satt best að segja en ósköp efa ég að heldur myndi ég verða ferðalangur með hjólhýsi í eftirdragi vegna hins sama.

kv.gmaria.


Næstu kjarasamningar skulu þýða verulegar launahækkanir , því skattleysismörk hafa ekki haldist í hendur við verðlagsþróun og verkalýðshreyfingin ekki knúið á um það.

Hækkun stjórnvalda á skattleysismörkum í 90 þús um síðustu áramót er dropi í haf þeirrar skerðingar sem láglaunafólk hefur mátt þola hér á landi í rúman áratug við andvaraleysi allra hlutaðeigandi. Ef upphaf skattöku skal vera svo neðarlega sem raun hefur borið vitni hvað varðar möguleika til framfærslu af eftirtekju launa, þá þurfa launin að hækka , þegar prósena skattöku nemur rúmum þriðjungi og hátt á fjórðung um tíma sem staðgreiðsluskattar, flóknara er það ekki. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar verða því vonandi í sambandi við raunveruleikann þegar kemur að kjarasamningsgerð með það að markmiði að ganga erinda þeirra sem greiða til félaganna í stað þess að ganga inn í samkomulag um stjórnun efnahagsmála í landinu með pólítíkusum.

kv.gmaria.


Lágmarkslaunataxtar á vinnumarkaði eiga að nægja einstaklingi til framfærslu, gera þeir það ?

Umsamdir launataxtar skyldu ætíð nægja einstaklingi í fullri vinnu á vinnumarkaði til framfærslu, að lokinni greiðslu skatta til samfélagsins, en er það raunin á Íslandi í dag ?

kv.gmaria.


Fá fyrirtækin fræðslu um skyldur sínar í kjarasamningum, gagnvart launþegum ?

Það væri mjög fróðlegt að vita hvort forsvarsmenn fyritækja væru almennt upplýstir reglulega um kjarasamninga á vinnumarkaði til dæmis lengd dagvinnutíma og yfirvinnu þar á eftir. Geta fyrirtækin kanski gert samninga við sina starfsmenn án þess að verkalýðsfélög hafi nokkuð með þar að gera um breytingu frá gildandi kjarasamningum ?

kv.gmaria.


Fá launþegar reglulega fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði ?

Það atriði að haldnir séu fundir á vinnustað af hálfu trúnaðarmanna á vegum verkalýðsfélaga sem fólk tilheyrir er vandfundið nú til dags leyfi ég mér að segja því eftirganga félaga gagnvart slíku virðist engin.  Ég geri þá lágmarkskröfu til starfandi verkalýðsfélaga í landinu, sem launþegar greiða félagsgjöld til,  að þau uppfræði fólk sem er nýkomið á vinnumarkað um réttindi sín og skyldur. Er það til of mikils ætlast ?

kv.gmaria.


Áratuga hagræðing í íslenskum sjávarútvegi sem gumað var af, gerði fyrirtæki ekki í stakk búin til þess að takast á við skerðingu afla milli ára, hvað klikkaði ?

Í raun er það hámark vanvirðingar gagnvart skattgreiðendum í landinu að telja þeim hinum sömu trú um það í mörg herrans ár að fyrirtæki í sjávarútvegi séu sterk og vel rekin og allt sé í himnalagi en síðan þegar kemur að því að afli minnkar milli ára að nokkru magni þá kemur ríkisstjórnin með sértækar aðgerðir á silfurfati hægri vinstri , líkt og mönnum hafi ekki verið færð í hendur markaðslögmál hvað varðar framsal og leigu aflaheimilda. Það hefði kanski verið ráð að grípa í taumana fyrr þannig að menn gætu ekki selt sig út úr kerfinu með milljónagróða í höndum, áður en skattgreiðendur allir skulu fara að borga sértækar aðgerðir í formi skatta ellegar breyta kvótakerfinu að öðru leyti.

kv.gmaria.


Breytir þetta einhverju ?

Samruni nokkurra aðila sem fyrir eru undir nafninu Nýsköpunarmiðstöð , kemur það til með að breyta einhverju sem heitið getur ? Samkvæmt þessarri frétt er talið upp hvað viðkomandi aðilar hafi verið að gera hingað til en ekki sérstaklega útlistað eitthvað nýtt sem á að gera. Einungis bundnar vonir við samrunann.

kv.gmaria.


mbl.is Nýsköpunarmiðstöð Íslands tekin til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ réttlætir ákvarðanatöku um að banna ákveðnum aldurshópi aðgang að tjaldstæðum og útihátíðum ?

Ég sé mig tilknúna til þess að taka upp hanskann fyrir það unga fólk í þessu landi sem er til sóma innan við tvítugt. Mér er gjörsamlega ómögulegt að sjá að annað sé á ferð en atlaga af ákveðnum þjóðfélagshópi í þessu tilviki með flokkun aldurs vegna, er varðar aðgengi að tjaldstæðum og útihátíðum um verslunarmannahelgina. Slík mismunun þegnanna í formi stjórnvaldsákvarðanna líkt og bæjarstjóri Akureyrar bar fram í fréttum í kvöld er andstæð stjórnarskrá landsins. Annað fæ ég ekki séð, því miður.

kv.gmaria.

 


Óveiddur fiskur úr sjó var gerður að peningabraskumsýslu ?

Hvernig ætti Íslendingum að líka sú ráðstöfun að óveiddur fiskur úr sjó hafi verið gerður að markaðsbraskvöru á þurru landi ? Markaðsbraskvöru sem komst hjá samfélagslegri þáttöku við flakk milli landshluta millum handhafa, því alveg gleymdist að setja gjaldtöku á tilfærsluna í upphafi. Það fennir ekki í spor þessarar ákvarðanatöku stjórnmálamanna á Alþingi Íslendinga og því fyrr því betra sem það verður dregið fram hvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn báru og bera ábyrgð á því skipulagi sem 70 % þjóðarinnar er á móti og hefur verið að minnsta kosti í áratug ef ekki lengur.

kv.gmaria.


mbl.is Meirihluti Íslendinga óánægður með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband